Laugardagur, 30. nóvember 2013
Fæðuöryggi
SS flytur inn allt áburðarverð.
NEI sinnar tala oft um fæðuöryggi í sinum málfutningi.
En það er ekkert fæðuöryggi í gangi þegar áburðarverð, tæki og olía sé innflutt.
Á myndinni sést áburðurinn sem er innfluttur. Við erum háðir innflutingi. Ef þessi áburður berst ekki til Íslands þá deyr landbúnaðurinn.
Því er mikilvægt að ganga í ESB til þess að auka lífskjör í landinu og lækka hér matvælaverð gríðarlega. Það er jafngildi launahækkana hjá almenningi.
hvells
![]() |
Meðalbúið sparar 200-300 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um margra ára skeið vorum við með áburðarverksmiðju þar sem köfnunarefnisáburður var framleiddur með innlendri orku. Kalíumáburður er aukaafurð úr saltvinnslu, en víða er kalíum fyrir í ræktarlandi. Meira 90% þjóða heims þurfa að flytja inn fosfóráburð en sé þess gætt að viðhalda fosfór ví jarðvegi með áburðargjöf er hægt þegar svo ber undir að sleppa því að bera á tilbúinn fosfóráburð í nokkuð mörg ár. Kalcium (kalk) fáum við úr skeljasandi. Af brennistein höfum við nóg. Snefilefnin flest fást úr sjávarfangi...
Friðrik I Jóhannson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 10:10
þessvegna eigum við að stofna áburðarverksmiðju mætti bjóða normönum að treisa hana hér á landi fyrir alla þessa umframorku sem er til staðar hér á landi að sögn harðar
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 10:58
Bjóða Norðmönnum? What?.... er núna allt í góðu að niðurgreiða orkuverð til Norðmanna í staðinn fyrir álvera?
Ef þetta væri hagvkæmt þá væri löngu búið að gera þetta.
Einsog staðan er í dag þá erum við að flytja þetta allt inn og hér er ekkert fæðuöryggi... og eru því þessi fæðuöryggisrök NEI sinna dauð og ómerk.
Ykkar tal er enn ein sönnunin a því.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 11:42
Já sinnarnir þurfa nú kannski að skoða sinn barm líka. Því er slegið fram hér að ofan að SS flytji inn allan áburð til landsins, það er rangt. Þeir eru bara einn af mörgum innflytjendum tilbúins áburðar hér á landi. Og í tengslum við þennan innfluttning að þá kemur mikill áburður frá Noregi, sem er utan ESB, gríðarlegt magn tækja kemur frá USA og einnig er hægt að flytja olíu þaðan.
Sleggju-hvells
Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 11:49
Þó að SS flytji ekki inn allan áburð þá breytir því ekki að hér er ekkert fæðuöryggi þegar við þurfum að flytja inn áburð, olíu og tæki erlendis frá. Við erum háð innflutningi.
Það er punkturinn Helgi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 12:21
"Ef þessi áburður berst ekki til Íslands þá deyr landbúnaðurinn." Ég hló mikið þegar ég las þetta og er sterk vísbending um hvað síðuhöfundar eru illa að sér í því sem þeir eru að tala um. Síðast þegar ég athugaði var áburðurinn borinn á til að auka sprettu. Þar fyrir utan er hægt að búa til áburð ef hann berst ekki
Brynjar Þór Guðmundsson, 30.11.2013 kl. 13:12
Ekki í því magni til þess að "fæða þjóðina".
Það vita allir sem hafa einhverja lágmarksþekkingu á þessu máli.
Sem eru greinilega ekki margir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 14:43
Þetta er nú samt rétt hjá sleggjuog hvelli. Áburðurinn er algjört grundvallaratriði undir nútímalandbúnaði. Hef nefnilega tekið eftir því að sumir íslendingar eins og átta sig ekki á þessu. Og það vekur upp umhugsunina hve algengt er í dag að fólk bókstaflega viti andskotann ekki neitt.
Þó vissulega sé hægt, fræðilega, að framleiða tilbúinn áburð hér - þá þarf að flytja mestöll grunnefni inn til að búa hann til.
Ástæðan fyrir þessari lækkun núna er lækkun á úrea frá Kína. En úrea er í raun sama og keyta sem framleidd efnafræðilega í verksmiðjum og í kína eru notuð kol til að kynda draslið og svo virðist vera sem einhver lækkun hafi orðið a kolum í Kína tímabundið.
Einnig kemur fleira til ss lækkun á fosfór og fl.
Í raun sínist manni að innflutningsaðilar æyyu að geta lækkað áburðinn miklu mun meira. Þtta er engin lækkun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2013 kl. 15:14
no. 3. normenn selja orðið mest af sinni orku til evrópu stóriðjan er að flíja þar land hvers vegna ekki að bjóða þeim híngað. ennú er verið að gera tilraunir með að búa til ódýran áburð hjá háskólanum svo hver veit.no.5. en um fæðuöryggið þá flitjum við inn yfir 50%af lanbúnaðarvörum samt er verð hæra á þeim vörum hér á landi enn í öðrum löndum afhverju kannski að hvellurin viti ástæðuna
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 17:07
Ég veit alveg ástæðuna. Landbúnaðarvörur eru tollaðar í drasl hér á landi til að vernda óhagkvæman íslenskan lanbúnað sem þorir ekki í samkeppni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 18:34
Það er auðvitað höfuð meinsemd umræðu um landbúnaðarmál hve þekking fólks er takmörkuð og verður því öll umræða svo fjarri því að vera vitræn. Það er fyrst og fremst gleðiefni fyrir þjóð sem er eins háð innflutningi og íslendingar þegar það eiga sér stað lækkanir á mikilvægri hrávöru. Hvells ætti hugsanlega að hafa það í huga þegar hann talar um fæðuöryggi að það er ekkert til sem er fullkomlega öruggt heldur geta ákvarðanir okkar orðið til þess að auka það eða þá minkað. Síðan get ég ekki orða bundist varðandi verðlag á innfluttum landbúnaðarvörum, það er auðvitað alveg ljóst að við njótum ekkert "evrópuverðs" á þeim jafnvel þó ótollaðar séu.
julius (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 19:15
no.10. hvellur. er allur brauðmatur skattlagur uppúr öllu það eru nýjar upplýsíngar fyrir mér það er gott að hvellur efur mikkla vitnéskju um tolla og skatta en sem komið er skapa bændur meiri gjaldeyri heldur en þeir eiða því ef teknar eru stéttir og berum ríkistuðníngin saman við að framleiða vöruna erlendis væri hvellurin atvinulaus í dag því flest er níðurgreit á íslandi á einn eða annan hátt
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 20:38
Hvellur varstu búinn að fa þér bjór þegar þú skrifaðir þessa fasinnu?
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 30.11.2013 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.