Föstudagur, 29. nóvember 2013
Kreppuklám
Fjölmiðlar eru mjög veikir fyrir kreppuklám.
Það þarf ekki nema einn skuldara sem tók of há lán til þess að komast í fréttirnar. "nafnlaus maður segir að verðtryggingin hefur étið upp eigið féð"
Sama með Landsspítalann. Hann er í toppstandi einsog þessi rannsókn ber með sér. En samt er verið að tala niður heilbrigðisþjónustuna hér á landi.... grímulaust.
hvells
![]() |
Þriðja besta heilbrigðisþjónustan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Siðast þegar ég kom inn á spítala var í svokallað "Hreiðrið".
5 stjörnu gjaldlaust hótel, með aðstöðu fyrir móðir og rúm fyrir pabbann í innilokuðu privat herbergi.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2013 kl. 18:56
Enda verður það lagt niður Sleggja
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/11/28/hreidrid_sameinad_odrum_deildum/
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 19:12
Þetta er svona álíka rugl og alþjóðlega könnunin, sem árið 2007 úthrópaði Ísland sem óspilltasta land í heimi, þegar reyndin er sú að Íslendingar voru og eru spilltasta þjóð í Evrópu.
Ég hef sjálfur verið árum saman á biðlista til að fá að fara í hjartaþræðingu, en aðgerðinni hefur verið frestað sí og æ vegna þess að yfirstjórn Landsspítalans vill spara nokkra þúsundkalla (sem er verðmiðinn á mínu auma lífi).
En af hverju er ég að kvarta? Heilbrigðisþjónustan á Íslandi er þriðja bezta! Húrra! Ég ætti bara að skammast mín fyrir að tala niður heilbrigðisþjónustuna með því að deyja úr hjartaáfalli. Ég sem hef unnið hörðum höndum alla mína ævi dirfist að kvarta þótt ég hafi þurft að bíða þrjú ár á biðlista eftir hjartaaðgerð þegar Björn Zoëga hefur stundum þurft að bíða heilar fimm mínútur eftir að fá áfyllingu í cocktail-glasið sitt! Skammi skamm!
Pétur D. (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 20:01
Þegar þjónustan er ókeypis þá verður offramboð... það er bara þannig.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2013 kl. 20:17
Fyrsta lagi, þjónustan er ekki ókeypis bara verulega niðurgreidd.
Öðru lagi, þú meinar líklegast "Þegar þjónustan er ókeypis þá verður skortur"
Eins og þegar þú hélst því fram að ástæðan fyrir fjölda heimilislausra væri þetta mikla framboð á ókeypis gistingu.
Telurðu að ef við gerðum lækningu á hvítblæði 100% ókeypis að það yrði algengari sjúkdómur?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.