Fimmtudagur, 28. nóvember 2013
Glæsilegt
Nú er mikilvægt að koma flugvellinu sem fyrst í burtu. Byggja þarf þúsundir íbúðir þarna í vatnsmýrinni, stækka svo HR, byggja nýjan landsspítala, þétta byggð, nóg af hjóla og göngustígum, ekki er nauðsýnlegt að vera með mikið að bílasæðum þarna í vatsmýrinni vegna þess að fólk sem flytur þarna eru væntanlega starsmenn/nemendur HR, Hí, ÍE, Landsspítalans, Alvogen eða starfa í miðbænum við þjónustutstörf og fleira í þeim dúr.
Til hamingju landsmenn. Loksins er eitthvað jákvætt að gerast hér á landi.
hvells
![]() |
Vatnsmýrin verði Danmörk Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Hvaðan eiga peningarnir að koma í þennan blauta draum þinn?
Helgi (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 09:05
Nýtt borgarskipulag sparar 350milljarðar
http://www.ruv.is/frett/breytt-borgarskipulag-sparar-milljarda
Þannig að spurningin ætti frekar að vera þannig að hvar eiga peningarnar að koma ef menn ætla EKKI fara eftir mínum "blauta draum"
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2013 kl. 09:36
Útópískur draumur, sem á aldrei eftir að ganga. Hvernig sérðu fyrir þér að þessi meinti sparnaður skili sér til framkvæmda eða til borgarsjóðs?
Endemis bull.
Hvumpinn, 28.11.2013 kl. 12:01
Ég hef lengi verið því fylgjandi að FLYTJA flugvöllin - en ekki leggja einhliða niður, þó svo að í áföngum yrði. Dagur sagðist fyrir mörgum árum hlynntur heildrænu skipuleggja í stað þess að byggja "frímerki" hér og þar. Hann er því enn og aftur uppvís að ómerkilegheitum í skipulagsmálum, fyrir nú utan þá óvenju sterku áráttu núverandi borgaryfirvalda að hunsa vilja eða óskir borgaranna. Einbeittur vilji til þess að hafa vit fyrir íbúum Reykjavíkur lýsir afstöðu valdsherranna í Reykjavík - fnykur af vinstrimennsku?
Ólafur Als, 28.11.2013 kl. 13:29
hvumpinn
Lesti skýrslu Mannvits. Hún er mjög vel unnin og svarar öllum spurningum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2013 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.