Miðvikudagur, 27. nóvember 2013
Hópuppsagnir algengar eftir hrun
Hópuppsagnir hafa verið algengar síðan í hruninu.
Hægt er að sjá yfirlit yfir þær því þær eru tilkynningakyldar.
Það sem gerðist hjá RUV var ekki einu sinni hópuppsögn.
Það er ekki gaman að missa vinnunna. En af hverju er meiri harmleikur fyrir starfsfólk á RUV að missa vinnu en t.d. starfsmönnum ÍAV? Til hvers þessi undirskriftalisti.
Það er löngu kominn tími á að fækka hjá RUV. Það þarf bara að renna yfir www.ruv.is/starfsmenn til að sjá það. Ríkiskassinn er tómur, vissuð þið það?
Ég óska þeim sem voru reknir góðs gengis að finna vinnu.
En ég skrifa ekki undir þetta undirskriftarplagg.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lög um hópuppsagnir
1. gr. Lög þessi gilda um hópuppsagnir atvinnurekanda á starfsmönnum af ástæðum sem ekki tengjast hverjum einstökum þeirra þegar fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á 30 daga tímabili er:
...
c. að minnsta kosti 30 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 300 starfsmenn eða fleiri í vinnu.
Jón G (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.