Þriðjudagur, 26. nóvember 2013
Góðhjartaðir Ísraelsmenn
Sýrlendingar mega koma á sjúkrahús í Ísrael.
Það fer aldrei svo að Ísraelsmenn mega fara til sjúkrahúss í Sýrlandi. Aldrei.
Íslendingum er tíðrætt um að Ísraelar séu slæmir. Þvert á móti.
Það er "góða" fólkið í nágrannalöndunum sem þurfa að líta sér nær.
Sieff-spítali hefur þegar veitt 177 Sýrlendingum læknisaðstoð.
Sýrland og Ísrael hafa átt í stríði um áratugaskeið, en þrátt fyrir það geta sýrlenskir borgarar leitað sér hjálpar á spítölum landsins.
ginmaður hennar fór með hana á stað þar sem líkur væru á að ísraelskir hermenn finndu hana. Sjúkrabíll á vegum Ísraelshers ók henni á spítala, þar sem hún fæddi son.
kv
Sleggjan
![]() |
Frá Sýrlandi til Ísrael til að fæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki veit ég hvort Ísraelsmenn séu "góðhjartaðri" en aðrir menn. Mikilvægur munur á Ísrael og Sýrlandi er þó að fyrrnefnda landið er lýðræðislegt land með virku réttarkerfi og "vestrænum" samfélagsinnviðum. Sama verður seint sagt um Sýrland.
En sá siður, að manngera einhvern óljóst skilgreindan hóp manna (Ísraelsmenn, Sýrlendingar t.d.), þ.e.a.s. að eigna hópnum mannlega eiginleika á borð við "gæsku" eða "illsku", er ósköp hvimleiður og er eitt helsta einkenni þjóðernissinna, xenóphoba og stríðsæsingamanna.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.11.2013 kl. 09:00
Þá meina ég stjórnvöld.
Má ekki hafa skoðun á stjórnvöldum í dag? Pólítíski rétttrúnaðurinn hefur náð nýjum hæðum með þessum athugasemdum Brynjólfar.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2013 kl. 15:49
Það er vel yfir milljón múslimar ríkisborgarar í Ísrael.
Það segir allt um stöðuna.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 17:23
Ísraelar eru sú vestrænna lýðræðisþjóða sem á hlutfallslegt met í að veita fólki frá allra fátækustu löndum heims eins og Eþíópíu, því fólk heimsins sem er allra óvelkomnast til vestrænna landa, ólæsu og allslausu, hæli og skjól í sínu landi, ríkisborgararétt og full borgaraleg réttindi. Til Ísraels var stofnað til að spara öðrum Vestrænum þjóðum þá fjárhagslegu byrgði að þurfa að taka aftur við fjölda forðum virkra borgara sem nú voru orðnir öreigar og meira og minna veikir af ýmsum taugasjúkdómum í þokkabót, í kjölfar ómannúðlegustu meðferðar sem nokkur hópur hefur lifað af, en þeim sem ekki lifðu hana af var til að mynda breytt í sápu, líka svo vestrænir menn mættu græða pening. Hefði ekki þessi fjárhagslega eymd vestrænna þjóða að rísa úr öskustó heimsstyrjaldar ekki komið til, í bland við flótta frá vandamálum margskonar sem hefðu komið upp við að reyna að blanda þessu fólki aftur inn meðal sömu þjóða og voru nýbúnar að nánast útrýma henni, vandamál sem fyrst og fremst fórst í því að gyðingahatrið hafði samt ekkert minnkað, og þvert á móti í sumum löndum, þá hefði heimurinn aldrei leyft Ísrael að verða til. Ísraelar hafa haldið í þann sið að bjóða allslausa svelltandi öreiga velkomna þangað, en ekki til að græða á því pening, heldur hafa viðkomandi hópar flestir orðið mikill fjárhagslegur baggi á ríkinu, en þar sem Ísraelar líta á alla þegna sem jafna, hvaða litarhætti og uppruna sem þeir tilheyra, er reynt, oft með illum árangri, að sameina þjóðina í eitt. Einn daginn mun það takast og þá verður blómlegt þarna á einu heimsins mesta fjölmenningarríki. Það er dásamlegt að til skuli vera þjóð sem er hafin yfir uppruna, kynþætti og útlit, siði og tungur, nema þessi fáu atriði sem sameina þau, þessi fáu menningarlegu gildi, sem gyðingdómur í öllum afbrigðum hefur varðveitt. Þjóð sem finnur sitt bræðralag og sameiningarmátt gegnum sameiginlega forfeður sem voru til fyrir mörgmörgþúsund árum, þó hlutar hennar séu nú ljóshærðir og bláeygir Lettar og aðrir kolsvartir Eþíópíumenn, sameinaðir í meiri einingu en nokkur Evrópskur gyðingur við annan Evrópumann eða gyðinglegur Afríkani við nokkurn annan Afríkana, og það þó þeir séu svartari en hinir, ef eitthvað er. Þetta er fallegt og gott og afarólíkt flestum þjóðunum á þessu svæði, þó ekki öllum. En það fallegast er að þetta verður okkar arfleið líka. Við breytumst öll meir og meir í þjóðir sem þessa. Þjóðir sameinaðar af djúpstæðum yfirþjóðlegum gildum, en ekki yfirborðslegum hlutum eins og útliti eða staðbundinni menningu.
Bráðum (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.