Tvö loforð

XB lofaði tvennt fyrir kosningar.

1. Skuldaniðurfellingu um 20%

2. Enginn kostnaður fellur á ríkissjóð.

Ef þeir geta staðið við bæði þessi loforð þá er það gott og blessað. En það er jafnslæmt að svíkja loforð númer eitt eða loforð númer tvö.

En miðað við tal Sigmundar Davíðs seinustu misseri þá er honum alveg skítsama um loforð númer tvö. Og er því óheiðarlegur stjórnmálamaður sem enginn ætti að treysta.

hvells


mbl.is Farin verði blönduð leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessir bjánar geta með nokkru sanni sagt að kosnaðurinn falli ekki á ríkissjóð, láti þeir víxilinn falla beint á þjóðina, sem ég held, því miður, að verði niðurstaðan. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.11.2013 kl. 16:00

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Annaðhvort er kostnaðurinn sendur á ríkissjóð eða ekki.... XB getur ekki logið sig útur þessum aðstæðum í þetta skipti.

Þjóðin er kominn með nóg af lygum Framsóknarmanna.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 16:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En miðað við tal Sigmundar Davíðs seinustu misseri þá er honum alveg skítsama um loforð númer tvö.

Ég þyrfti ekki að spyrja ef hann hefði raunverulega sagt eitthvað í þá veru.

En hvells er varla að ljúga þessu upp á hann, og því spyr ég... ?

Gætirðu vinsamlegast vísað á slíkt tilfelli? Hvar og hvenær hefur Sigmundur Davíð sagt að sér sé skítsama um það ef kostnaður lendi á ríkissjóði?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2013 kl. 16:44

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo lofaði hann að afnema verðtrygginuna.

:D

Gangi honum vel lolz

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 17:09

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega allt með þvílíka ólíkindunum, eins og þeir segja á Akureyri.

Í fyrsta lagi er með þvílíka ólíkindunum að flokkur hafi getað farið fram með það sem aðalupplegg eða í raun eina upplegg að allir ættu að fá feitan tjékka í formi skuldaniðurfellingar ef þeir kysu framsóknarmenn. Þar er bæði með þvílíka ólíkindunum að framsóknarmenn skildu fást til þessa að fara útí þannleiðagur með Simma&Jóa ásamt Frosta og jafnframt að fjölmiðlar skildu ekkert gera nema bara gapa og góna uppí framsóknarmenn bíðandi eftir feita tjékkanum.

Í annan stað er með þvilíka ólíkindunum að framsóknarmenn skyldu komast upp með að segja aldrei hver ætti að borga feita tjékkann. Þeir sögðu bara: Mjög vondir útlendingar eiga að borga. Punktur.

Í þriðja lagi, þá byrjar núna mikil þvílíka ólíkindi. Þ.e.a.s. aðfarirnar hjá framsóknarmönnum þegar þeir þurfa að blaðra sig frá loforðalygalýðskrumsvitleysunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2013 kl. 17:09

6 identicon

þreitast menn aldrei á þessu hvar lofar framsókn 20% niðurfellíngu. og að engin kosnaður félli á ríkisjóð. þó enstaka þíngmen seigja annað í hita leiksins fór á fundi með ymsum flokkum og þíngmönum þeir töluð ekki um stefnu flokksins heldur það sem þeim þótti skinsamleg hverju sinni, stundum breitist það á milli funda svo hvellur éga menn að trúa einstaka þíngframbjóðendum sem breitist hugsanlega á milli fubda. eða stefuskrá flokka

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 17:19

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar hann talar um magbnundna íhlutun þá er Sigmundur að boða gríðarlegan kostnað á landsmenn og ríkissjóð í formi verðbólgu, tekjumissi og verri lífskjörum.

Hrægammarnir áttu að borga. Hvar er haglabyssan hans Frosta viðskiptafræðing?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 17:21

8 identicon

p.s. mikið vita sleggjan og hvellurin um framsókn mælist til þess að þeir skrái sig í flokkin þegar sigmundur tala um magnbundna íhlutum má maðurin ekki tala um hugmindir annara heilagur kristur það gera sleggjan og hvellurin í hverri færslu

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 17:27

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kristinn framsóknarmaður, ekki einu sinni reyna þetta! það var eitt grunnatriði í loforðalyygivitleysislýskrumi ykkar framsóknarmanna að feiti tjékkinn átti að vera fríkeypis. Peningarnir átti að koma frá mjög vondum útendingum.

Maður fer að spyrja sig: Eru framsóknarmenn allmennt siðlausir og ljúga bara af einhverri lygifíkn??

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2013 kl. 17:37

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. maður er að sjá varðhunda framsóknarmanna ss. einhvern sem kallar sig ,,sigurður hrafnkelsson" vera að segja núna að framsóknarhyskisflokkurinn hafi líka talað um hringavitleysusjóð fyrir kosningar. þ.e. þangað til peningarnir kæmu frá mjög vondum útlendingum o.s.frv.

Ég man ekki til þess. Eg man aldrei til þess að þeir segðu að kosningaloforð Hægri Grænna kæmi til greina. Eg man bara eftir að simmalingurinn talaði um ,,einstakt tækifæri" á vikunum eftir kosningar til að stela peningum frá mjög vondum útlendingum og ef mjög vondu útlendingarnir kæmi ekki með 300-400 milljarða með góðu færi simmi&frosti með kyldu og haglabyssu og mæðu í þessa fjármuni frá mjög vondu útlendingunum.

Fyrsta skipti sem eg heyrði að framsóknarmenn ættu að fara í hringavitleysusjóðinn var nokkra daga eftir kosningar þegar óli feiti sem er leigupenni útrásarvíkinga sagði að framsóknarmenn ættu bara að fara í hringavitleysu Hægri Grænna til að redda sér úr lýðskrumslygasnörunni.

Það lítur þannig út núna að framsóknarmenn almenn séu farnir eða búnir að viðurkenna að þeir hafi verið að LJÚGA alla kosningabaráttunna!!

Afhverju eruð þið alltaf að ljúga framsóknarmenn?! Afhverju lyganíðist þið svona á ykkar eigin þjóð??

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2013 kl. 17:46

11 identicon

það er greinilegt að ómar er jafn góður í stafsetmíngu og ég sé að er að ganga í framsókn. enn hvað um það 1. það voru anstæðíngar framsóknar sem komu með verðlagníngu á svo kölluðum feita tékka. 2. ekki frá vondum útlendíngum heldur frá kröfuhöfum það eru bæði útlendíngar og íslendínga seinast þegar ég vissi hvort við erum siðlausir eða með lygafykn veit ég ekki sagan verður bara að seihja til um en það væri betra að menn læsu stefnuskrá framsóknar áður en menn saka menn um lygar. ómar minn

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 17:51

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þið minntust aldrei á að kröfuhafar væru líka íslenskir. Þið töluðu bara um ,,hrægamma" og erlenda kröfuhafa í lygavaðli ykkar. Síljúgandi og níðist á ykkar eigin þjóð.

Þið eruð sem sagt búnir að viðurkenna, skjalfest, að þið hafið verið að ljúga alla kosningabaráttuna og löngu fyrr, sennilega í mörg ár, allt lygi sem frá ykkur kemur.

Svo þegar þið framsóknarhyskið eruð búnir að ljóga ykkur til valda - þá ráðist það að ykkar eigin þjóð með ágirnd og offorsi og ætlið að rýja hana inn að skinni!

Eg þessari lygi, ágirnd og græðgisfrekju framsóknarhysiksins fer ekki að linna - þá er alveg spurning hvort almenningur verði ekki að grípa til vopna til að verja sig fyrir þessu andskotans helvítis skítahyski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2013 kl. 18:03

13 identicon

ekki þekki ég sigurð þennan en framsókn sagði í kosníngabarátuni myndi skoða allar hugmindir var ekki að hafna nenu hvað er það sem ómar skilur ekki með að skoða málinn þíðir það eithvað annað fyrir austan v.g. vildi ekki fara inní e.b.e en sótti samt um samfylkíngin sóti um e.b.e. þó hú taldi það tæki stuttan tíma .en eru við ekki farnir að kjósa um aðildarsamníng svo ómar er í góðri æfíngu að láta ljúga að sér

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 18:03

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Ef þessari lygi" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2013 kl. 18:04

15 identicon

ómar: hverrar þjóðar eru hrægammarnir þeir er til í öllum heimshornum líka á íslandi. en um vopnin skilst að þau séu enn til staðar á skrifstofu v.g.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 18:08

16 identicon

Afhverju ætli samfylkingum og öðrum vinstri mönnum sé svona illa við að forsendubresturinn sé leiðréttur?

Skildi það hafa eitthvað með það að gera að þá opinberist skítlegt eðli þeirra? 

Þessir vesalingar höfðu 4 ár til að gera eitthvað af viti fyrir þessa þjóð en að skiljanlegum ástæðum að þar sem ekkert vit er til staðar hjá þeim þá var auðvitað ekkert gert. 

Ef þetta gengur upp hjá Framsókn þá geta Samfylkingar og aðrir vinstri menn gleymt því að komast í stjórn næstu áratugina og það óttast þeir hvað mest og missa fullkomlega svefn yfir því. 

Það yrði reyndar það besta sem fyrir þessa þjóð gæti komið, Samfylkingar og öðrum vinstri mönnum, yrði haldið frá stjórnartaumunum á meðan sól gyllir haf. Reyndar ætti að setja það í stjórnarskrá að starfsemi vinstri- & jafnaðarmanna sem og samtýnings af villuráfandi vesalingum, eins og þeirra sem príða félagslista Samfylkingar, verði bönnuð með öllu. Við þann gjörning myndi 99% af vandamálum íslensku þjóðarinnar gufa upp eins og dögg fyrir sólu.

Sumarliði (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 18:18

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er upplýst! Platmann hefur talað! Hætt við allt saman. Allt haugalygi og níðingsskapur gagnvart eigin þjóð.

Nú er ekkert nema bara að rölta niðrá þing og henda framsóknarmönnum í sjóinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2013 kl. 18:21

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sumarliði

Hvaða vinstri menn?

Ef þú hefur fylgst með þessari síðu þá veistu hvaða stjórnmálaskoðun ég hef.

Ég er mikill hægri maður og ég álít Framsóknarflokkinn vera mikill vinstri flokk ef það er hægt að staðetja þennan popúlistaflokk einhverstaðar.

Svo hef ég aldrei kosið XS....enda er það ekki hægri manni sæmandi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 18:25

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En það er gaman að sjá málfutning Kristins.... hann er í raun að bakka með allt sem XB hefur sagt fyrir kosning og er í raun að segja að við Íslendingar erum bara heimskir að vera að hlusta á einstaka frambjóðendur flokksins fyrir kosningar.

Þetta sínir eðli og heiðarlegika framsóknarmanna kristaltært.

Siðferðið hjá XB mönnum er við frostmark.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 18:26

20 identicon

Komment 17.

..og það er enginn annar en BVG sem heldur þessu fram. Þeir sem trúa honum ættu að taka lyfin sín.

Komment 18.

 Ég hef lesið annað slagið það sem ritað hefur verið á þessa síðu.

Stundum finnst mér að það séu tveir aðilar sem skrifa hér. Bullið og ruglið sem frá öðrum ykkar kemur á sér eiginlega ekki hliðstæðu. Það getur vel verið að Jekyll & Hyde heilkenni sé að blekkja mig .

Ómar Bjarki er náttúrulega sér kapituli út af fyrir sig og minnir einna helst á góðan mykjudreyfara

Ég hef aldrei litið á Framsókn annað en sem krabbamein í íslensku þjóðfélagi sem og alla hina stjórnamálaflokkana, Framsókn reyndar einna vestur. Framsóknarmenn geta þakkað Finni Ingólfs & félögum fyrir það álit.

En kannski höfum við verið bænheyrð og breytingar í eru mögulega í vændum. Ég held að við ættum að bíða eftir að tillögurnar verði opinberaðar og tjá okkur eftir það .

Sumarliði (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 19:07

21 identicon

hvellur: skemtilegur sjálvur. er ekki að bakka með neitt er bara með hissa á því að þið virðist ekki nenna að lesa stefnu framsóknar nóga tíma hafið þið til þess hef hlustað á frambjóðanda samfylkíngarinar tala um stórfeldar

skuldalækkanir er það þá stefna samfylkíngarinar eða bara frambjóðandans eða túlkar ekki árni páll stefnu henar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 19:07

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annaðhvort er kostnaðurinn sendur á ríkissjóð eða ekki.

Seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur hans hafa tekið af öll tvímæli um að kostnaðurinn verði ekki sendur á ríkissjóð. Varstu ekki að hlusta nógu vel?

http://www.althingi.is/altext/upptokur/nefndafundur/?faerslunr=27

Svo lofaði hann að afnema verðtrygginuna. Gangi honum vel lolz

Tilbúið frumvarp hér: http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html

Og svo þurfa bara 32 eða fleiri að hitta á já-takkann. Gangi þeim vel!

Þegar hann talar um magbnundna íhlutun þá er Sigmundur...

Hvenær hefur forsætisráðherra gefið í skyn að magnbundin íhlutun sé fyrirhuguð? Ég hef ekki heyrt hann gera það heldur þvert á móti hef ég heyrt hann árétta það trekk í trekk að svo sé alls ekki.

Ertu nokkuð að rugla Sigmundi Davíð saman við formann Hægri grænna? http://www.afram-island.is/ Þú tókst kannski eftir því að þeir voru einn flokka með magnbundna íhlutun á sinni stefnuskrá. Ef slíkt loforð hefði átt að vinna kosningarnar væri Guðmundur Franklín Jónsson núna forsætisráðherra, sem hann er augljóslega ekki enda fékk flokkur hans aðeins 1,7% atkvæða.

Allir sem hafa lesið þingsályktun nr. 1/142 og kynnt sér innihald hennar vita að þar er hvergi kveðið á um peningaprentun. Allar kenningar um slíkt eru því úr lausu lofti gripnar. Sjá: http://www.althingi.is/altext/142/s/0055.html

Þú last þingsályktunina var það ekki hvells? Áður en þú lést frá þér stóryrtar yfirlýsingar um efni hennar og innihald? Var það ekki örugglega?

Eða ertu kannski bara að fara svona vandræðalega illa mannavillt?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2013 kl. 20:08

23 identicon

hvellur: skemtilegur sjálvur. er ekki að bakka með neitt er bara með hissa á því að þið virðist ekki nenna að lesa stefnu framsóknar nóga tíma hafið þið til þess hef hlustað á frambjóðanda samfylkíngarinar tala um stórfeldar

skuldalækkanir er það þá stefna samfylkíngarinar eða bara frambjóðandans eða túlkar ekki árni páll stefnu henar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 20:18

24 Smámynd: Óskar Guðmundsson

20% eru frá 2009. Þá var hægt að leiðrétta flatt. Það hafa Allir ...nema Jóhanna viðurkennt.

Merkilegt er það.svo i hversu mörgum hlakkar yfir þvi að erfiðara reynist að lækka skuldir almennings.

Ekki snúa utur... Erfitt er ekki það sama og ómögulegt.

Óskar Guðmundsson, 23.11.2013 kl. 20:59

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ sumarliði

Við erum tveir með síðuna. Sleggjan og Hvellurinn.

Getur smellt á "um höfund" hér til vinstri og lesið nánar um okkur.

@ Kristinn

Ég get upplýs að Sleggjan og hvellurinn hafa:

Aldrei kosið Samfylkinguna

Aldrei kosið Vinstri Græna

Aldrei kosið Bjarta Framtíð.

Þá er vinstri vængurinn dekkaður. Og ekk höfum við stutt hann.

kveðja

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 21:41

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigmundur sagði í viðtali að honum fyndist magbundin íhlutun áhugaverð leið... en við sjáum til hvernig tillögurnar líta út. Það veit enginn fyrirfram hvernig þær verða.

En ég óttast mikið að Sigmundur vill prennta sig útur vandanum... enda elskar hann krónuna og finnst voða sniðugt að nota hana í pólitiskum aðgerðum.

En við vonum að Sigmundur er ekki svona bíræfinn.

Við getum verið sammála með það Guðmundur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 21:41

27 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var alls ekkert erfitt að leiðrétta gengislánin. Það eina sem gengur erfiðlega er að fá fjármálafyrirtækin til að verða við því sem þeim er skylt í þeim efnum, það er að segja að virða þau lög sem um það gilda.

Það er ekki heldur erfitt að leiðrétta önnur lán. Ég er tildæmis búinn að leiðrétta mín á skattframtalinu undanfarin tvö ár, með þeim skýringum að forskráðar upplýsingar um þau frá bankanum séu rangar, enda eru þær það.

Samkvæmt RSK er semsagt búið að leiðrétta hjá mér, en ég var ekkert að bíða eftir bankanum heldur gerði það bara sjálfur. Skora á fleiri að gera það sama.

En til að halda áfram með Sigmund Davíð og hvað hann raunverulega sagði þá hafa nýjustu yfirlýsingar hans vakið mikið umtal:

„Ja, það er náttúrlega útlistað í kosningastefnu flokkanna, svo í stjórnarsáttmála og sérstaklega í þingsályktunartillögu sem var samþykkt á Alþingi og gengur út á það að leiðrétta fyrir þessum sérstöku áhrifum af starfsemi bankanna sem leiddi til gríðarlegrar ófyrirséðar þenslu, verðbólgu og hafði þar af leiðandi áhrif sem menn kalla forsendubrest. Nú, með þessu er verið að koma til móts við ákveðinn hóp sem hefur orðið útundan á undanförnum árum, hefur borið allan kostnað en ekki verið komið til móts við til þessa".

Þarna tekur hann skýrt af skarið með að leiðrétta skuli alla verðbólgu frá 2007 sem banmkarnir orsökuðu, en hún nemur hvorki meira né minna en 56% !!!

Við erum því ekki að tala um nein 20% heldur meira en tvöfalt það a.m.k.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2013 kl. 21:50

28 identicon

mér nokk sama hvað þið kjósið meigið kjósa bandaríkjaforseta fyrir mér var bara benda á að frambjóðandin sagði annað en en stefna flokksins af gefnu tilefni þið virðist vera taka orð þíngmana framsóknar alvarlegar en annara flokka fyrst þið eruð svona oppnir hvaða flokka kjóssið þið þá bara fyrir fovitnissakir

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 21:53

29 identicon

ps. B.F.telur sig vera miðjuflokk en eigum við ekki að sína smá biðlund það á að koma á föstudag

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 21:59

30 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekkert mál að leiðrétta lán... bankar hafa staðið sig mjög vel í því..  enda eru þeir að afgreiða 30þúsund lán á nokkum mánuðum á meðan umboðsmaður skuldara afgreiðir 3 mál á mánuði.

En það er ekki verið að ræða um hvort það er "ekkert mál" ég er að tala um kostnaðinn sem fellur á skattborgara. 

Gengislánin voru veitt af bönkunum. Verðtryggðu lánin voru veitt a Íbúðarlánasjóði sem er 100% ábyrgð skattborgara. Þessi sjóður hefur þegar kostað okkur 100 milljarða og ef verðtryggingin verður dæmd ólögleg þá vill ég ekki hugsa þá hugsun til enda hvað þetta mun kosta okkur.

En Framsóknarflokkurinn æltar að leiðrétta allt umfram 2,5% (verðbólgumarkmið SÍ) eða 3,5% (efri mörk) verðbólgu. Þ.e ekki alla verðbólguna heldur bara það sem fór umfram verðbólgumarkmið SÍ.

mikill munur þar á

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 22:21

31 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

bankar hafa staðið sig mjög vel í því

Alls ekki, ég hef til dæmis ekki fengið löglegan endurútreikning.

ég er að tala um kostnaðinn sem fellur á skattborgara

Enginn kostnaður hefur fallið á skattborgara vegna leiðréttinga gengislána.

Verðtryggðu lánin voru veitt a Íbúðarlánasjóði ... ef verðtryggingin verður dæmd ólögleg þá vill ég ekki hugsa þá hugsun til enda hvað þetta mun kosta okkur.

Þá skal ég spara þér leiðindin: það mun kosta samtals núll krónur, miðað við að skattkerfisleiðinni sé beitt til jafns við hina, þ.e. að skattleggja bankana sem nemur þeim afslátti sem þeir fengu af útlánasöfnum til heimila eða um 52%. Reyndar er ekki útilokað að þannig gæti ríkissjóður komið út í plús en það er kannski ástæðulaust að ganga svo hart fram gegn bönkunum.

En Framsóknarflokkurinn æltar að leiðrétta allt umfram 2,5% (verðbólgumarkmið SÍ) eða 3,5% (efri mörk) verðbólgu. Þ.e ekki alla verðbólguna heldur bara það sem fór umfram verðbólgumarkmið SÍ.

Forsætisráðherra gerði engan slíkan fyrirvara í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verðbólgan stafar öll af starfsemi bankakerfisins, burtséð frá því hvað einhver framtíðarmarkmið seðlabankans sem aldrei hafa náðst kunna að fela í sér. En jafnvel þó miðað væri þau markmið þá nemur umframhækkunin um 27% ef miðað er við árslok 2010 en rúmlega 38% ef reiknað er fram til dagsins í dag.

Sama hvernig er reiknað þá er útkoman alltaf mikið hærri en 20%. En nákvæmari hlutföll munu liggja fyrir í næstu viku, miðað við þessar nýjustu yfirlýsingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2013 kl. 22:41

32 identicon

Óskaplega liggur mönnum mikið á að gangsetja skítadreifarana og þyrla óþverranum út í loftið. Sér enginn ástæðu til að bíða niðurstaðna og staðreynda? Á hvers vegum eruð þið? Hverra hagsmuna gangið þið? Venjulegt, skilvíst fólk þarfnast hvorki svona upphrópana eða óþverraausturs!

kela (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 00:57

33 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Loforð númer 3 afnám verðtryggingu hjá Hvellinum er auðveldast að standa við fyrir SDG og (F), það er gert með einni línu, "engin verðtrygging verður leyfileg á húsnæðis og neytendalánum frá og með 1. janúar 2014."

Þeir meiga notað þessa línu ef þeir vilja og ég fer ekkert fram á höfundarrétt, það er hægt að líta á það sem jólagjöf frá mér til allra landsmanna.

En Bjarni Ben. og (D) eru algjörlega á móti þessum aðgerðum Sigumnds Davíðs og (F) og ég ættla að vona að verðtryggingin hafi verið gefin fyrir að fá Bjarna Ben. og (D) til að stiðja þetta sem verður opinberað í næstu viku.

Ef verðtryggingin verður ekki afnumin samsíða þessum aðgerðum fyrir heimili landsins þá verða heimilin komin í sömu stöðu sem þau eru í dag eftir eitt eða tvö ár, því þessar aðgerðir fara út í verðlagið hverjar sem þær eru.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 01:03

34 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Smá leiðrétting það átti að skrifast; ... ég ættla að vona að verðtryggingin hafi ekki verið gefin fyrir að fá Bjarna Ben......

Biðst forlaáts á lélegum prófarkar lestri.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 01:14

35 identicon

hvellur: óska hvellinum til hamíngju með að fara að lessa stefnu framsókna hefjur tekið um 6.mánuði hélt að stefnuskráinn sé ekki það flókinn að það tæki svo lángan tíma

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 07:55

36 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhann

Það er stór munur á að banna verðtryggingu frá og með 1 januar á nýjum lánum og að breyta verðtryggðum lánum sem þegar hafa verið tekin í óverðtryggð sem ég geri rað fyrri að B var að lofa

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2013 kl. 09:40

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Loforðið um ,,afnám vrðtryggingar" sýnir vel skrumeðli framsóknarflokksinn. Flestir tóku þetta sem að afnema ætti verðtryggingu á lánum sínum og verðtryggingin stigi bara upp til framsóknarhimnaríkis og hyrfi þar.

Málið er auðvitað að mjög flókið efni væri að framkvæma skrumloforðið.

Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum.

Til að redda sér úr eigi skrumi fóru gramsóknarmenn að tala um að gera ætti mögulegt að breita verðtryggðum lánum í óverðtryggt o.s.frv.

En auðvitað er staðreyndin sú að fyrir flesta er verr að hafa óverðtryggt lán en verðtryggt. Hentar ágætlega hinum ríkustu sem geta borgað himinháa vexti.

Það virðist nfnilega vera svo að sumt fólk virðist skilja ,,afnám verðtryggingar" á þann hátt, að þá hverfi bara sá hluti úr lánunum á hverfi uppí framsóknarhimnaríki.

Framsóknarmenn eru búnir að ljúga svo mikið og beita heiftarlegu propaganda að þeir eru alveg búir að rugla fólk og draga á skrumtálar. Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2013 kl. 11:38

38 identicon

ómar: ég sé hjá þer " því miður " það er framför. batnandi mönum er best að lifa.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 12:24

39 identicon

Merkilegt hvað Hvellur er tregur að læra hlutina og skilja.

Framókn lofaði ekki 20% leiðréttingum á lánum, það var árið 2009 sem það var stefnan.

Framsókn lofaði ekki heldur að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum, enda ekki hægt.

Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar lofaði 20% leiðréttingum, og lofaði að gera það í gegnum skattakerfið.

Þannig að ef það er niðurstaða ríkisstjórnarinnar að fara þá leið, þá ætti hvellurinn að vera mjög sáttur i dag að stefna hans flokks hafi orðið ofan á.

Það er hins vegar ekki buið að birta neinar niðurstöður enn, svo þetta er í raun bara enn eitt bloggið þar sem er buið að ákveða fyrirfram að vera á móti öllu, sama hver niurstaðan verður.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 12:45

40 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flestir tóku þetta sem að afnema ætti verðtryggingu á lánum sínum og verðtryggingin stigi bara upp til framsóknarhimnaríkis og hyrfi þar.

Nei alls ekki, það voru mestmegnis þið, andstæðingar hugmyndarinnar, sem ákváðuð að leggja þennan skilning í þetta og nota hann til að níða niður hugmyndina. Samkvæmt því sem hér kemur fram, hefur það greinilega verið gert gegn betri vitund viðkomandi. Slík hegðun er engum til sóma.

Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum. 

Hárrétt.

Þetta kemur skilmerkilega hárrét í þingsályktun nr. 1/142, þar sem aðgerðir eru tölusettar í 10 liðum: http://www.althingi.is/altext/142/s/0055.html

Númer 1 er að útfæra höfuðstólsleiðréttingu, sem augljóslega á við um þegar tekin lán. Númer 2 er að meta kosti og galla þess að setja á fót sérstakan leiðréttingarsjóð til að framkvæma leiðréttinguna. Númer 6 er að útfæra afnám á verðtryggingu neytendalána til framtíðar. (Ég sleppti hinum töluliðunum sem snúast um önnur atriði en verðtryggð lán).

Forsætisráðherra hefur ekki talað neitt óskýrt um þessi atriði. Það hefur allan tímann verið ljós sú stefna hans að gera bæði, þ.e.a.s. höfuðstólsleiðréttingu og líka að afnema verðtrygginguna til frambúðar. Þetta gæti ekki verið augljósara þegar það er sitthvor starfshópurinn núna að vinna að útfærslu á sitthvoru af þessum atriðum, einn að leiðréttingunni og annar að afnáminu.

Hvort bæði atriðin verða að veruleika á svo eftir að koma í ljós bráðlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 14:42

41 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þegar bannað verður að hafa verðtryggingu á húsnæðis og viðskiptalánum frá og með 1. janúar 2014, þá á það um öll lán, ný og gömul lán.

Enginn verðtrygging frá 1. janúar 2014 period, svo ég noti orðaval Barack Obama, vona samt að það þýði endanlega, en ekki eins og hjá Obama; "ég meinti að segja annað."

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 16:18

42 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var einmitt í Bandaríkjunum sem fyrst voru sett lög um verðtryggingu, það var á átjándu öld. Þeim var breytt fimm árum seinna og vísitalan tekin úr sambandi svo að skuldararnir færu ekki alir á hausinn. Þetta var í USA.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 16:34

43 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekki hægt að ,,banna" verðtryggingu á þegar teknum lánum. Það er ekki hægt.

Við afnám verðtryggingar koma himinháir vextir. Sem leiðir til að fólk fer að heimta verðtryggingu eða dreigingu vaxta sem jafngilda verðtryggingu.

Þessi samtök HH, eða hagsmunasamtök hærimanna - þetta eru náttúrulega samtök sem hafa engan trúverðugleika lengur hjá öllum hugsandi aðilum. Sennilega voru þessi samtök skipulögð af öfga-hægrimönnum til vinna skemdarverk á jöfnunaraðgerðum Jafnaðarstjórnarinnar. Ýmislegt sem bendir til þess og fv. formaður var bókstafkega ein helst klappstýra útrásarvíkinga og enn má sjá amen og hallelúja pistla frá honum til framsóknarbankans.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2013 kl. 16:59

44 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki hægt að ,,banna" verðtryggingu á þegar teknum lánum. Það er ekki hægt.

Þess vegna er leiðréttingin aðskilin aðgerð frá afnáminu/banninu.

Svo er það ósönnuð fullyrðing að þegar teknu lánin séu lögleg.

Það þarf ekki að banna eitthvað sem er nú þegar bannað.

Við afnám verðtryggingar koma himinháir vextir. Sem leiðir til að fólk fer að heimta verðtryggingu eða dreigingu vaxta sem jafngilda verðtryggingu.

Það er líka ósönnuð fullyrðing.

Hinsvegar er það sönnuð fullyrðing að há verðbólga sem leiðir til hárrar ávöxtunarkröfu stafar að langmestu leyti af verðtryggingu útlána bankanna. Þannig mun afnám hennar leiða til lægri vaxta og lægri ávöxtunarkröfu.

hafa engan trúverðugleika

Gættu þín á fallandi glerbrotum.

Ég þekki ekki þau samtök sem þú vísar til. Hinsvegar þekki ég samtök sem heita Hagsmunasamtök heimilanna en þau eru eitt mikilvægasta hreyfiaflið í íslensku samfélagi í dag. Ef það væri ekki fyrir látlausa baráttu þeirra undanfarin fjögur ár gegn tilraunum síðustu ríkisstjórnar til að senda almenningi reikninginn fyrir öllum afleiðingum af skipulagðri glæpabankastarfsemi undanfarinn áratug eða lengur, væri það einfaldlega ekki á stefnuskrá núverandi stjórnar að breyta því og koma til móts við heimilin. Þetta hefur nákvæmlega ekkert að gera með það hvar í flokki maður stendur, heldur sameiginlega hagsmuni allra heimila.

P.S. Varðandi þessa hvimleiðu áráttu þína Ómar Bjarki til að reyna að stimpla þá sem tala fyrir hagsmunum almennings sem "framsjalla" eða hægrimenn hvað svo sem það þýðir vil ég gjarnan játa að ég er hvorki í Sjálfstæðisflokknum né Framsókn og hef ekki kosið neinn af fjórflokkunum undanfarin sex ár.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 20:23

45 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhann

Það geta allir tekið óverðtryggt lán í næsta banka.

Fólk hefur frelsi til þess að taka verðtryggt eða óverðtryggt.

Þú ert frekar frjálslyndur maður og ég býst við að þú vilt hafa þetta valfrelsi neytanda og minnka forræðishyggjuna?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2013 kl. 20:42

46 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fólk hefur frelsi til þess að taka verðtryggt eða óverðtryggt.

Gallinn er bara að á meðan höfuðstól útlána í bankakerfinu er verðtryggður eykur hann þenslu peningamagns sem ýtir undir verðbólgu og hún bitnar á öllum, ekki bara þeim sjálfir skulda verðtryggð lán þó þeir finni tvöfalt fyrir því.

Nauðsyn afnáms verðtryggingar stafar bara að hálfu leyti af þeim vanda sem birtist í of háum skuldum heimila, en hinn helmingur þess að nausynlegt er að afnema hana er að hún er beinlínis skaðleg fyrir fjármálastöðugleika.

Þannig er afnám verðtryggingar líka skynsamlegast fyrir þá sem ekki skulda verðtryggt, og líka þá sem vilja stunda frjáls viðskipti, í stöðugu umhverfi.

Flestir hljóta að vera fylgjandi auknum stöðugleika. Besta einstaka aðgerðin til aukins fjármálastöðugleika væri afnám verðtryggingar útlána bankakerfisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 21:09

47 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef verðtrygging væri svona góð þá væru ameríkanarnir löngu búnir að innleiða þennan ógeðslega lánsmöguleika.

Var að klára fasteignasölu skóla og próf hér í Texas og er orðinn löggildur fasteignasali hér í Texas, spurði kennara í skólanum hvort þau hafi rekist á verðtryggðlán einhverntíman á starferlinum, og svarið var nei.

Þau svöruðu í byrjun spurninguni, með spurningu "hvaða vitleysingur mundi taka lán og vita ekki hversu mikið hann/hún kæmi til með að greiða mikið fyrir lánið."

Þessir kennarar eru með yfir 30 og 40 ár sem fasteignasalar, þannig að ekki vantar reynsluna hjá þeim.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 21:46

48 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er svo margoft búið að fara yfir þess verðtryggingarumræðu. Eg trúi bara ekki að mönnum sem ræða um stjórnmál og efnahagsmál sé ekki að fullu ljóst allar hliðar þess máls. Afnám verðtryggingar er engin töfralausn per se.

Varðandi BNA sérstaklega - þá eru þeir ekki með íslenska krónu! Allavega ekki síðast þegar ég kannaði það. Jú jú, það kann að hafa breyst nýlega. Þeir þarna í BNA hafa hugsanlega tekið upp íslenska krónu án þess að eg hafi telið eftir því eða rekist á frétt þar um.

Ok. En hér kemur nú aldeilis málefnalegt innlegg frá framsóknarfrelsaranum sem farinn er að að boða upprisu og sennilega í framhaldi uppstigningu:

,,Forsætisráðherra: Stjórnarandstaðan svo hræðilega svekkt að hún hikar ekki við að ljúga."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2013 kl. 22:13

49 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhann

er ekki pick-a-payment mortgages svipað og verðtryggð lán.. þú velur hvað þú greiðir og restin leggst á höfuðstólinn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.11.2013 kl. 15:32

50 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hef aldrei heyrt né séð um pick a payment mortgage plan. Og jafnvel þó svo að svoleiðis plan sé til þá eru vextir fastir eða adjustable með caps. Þannig að þó svo að slíkt lán sé til ef vextir eru ekki greiddir að fullu og leggist á höfuðstólinn þá kemur enginn verðtrygging þar inn af því að vextir eru ákveðnir þegar lánið er tekið.

Þetta kemur útaf truth in lending act. Lánveitandi verður að tilkynna lántakanda hveru mikið lántaki kemur til með að greiða fyrir allt lánið með vöxtum og hversu lengi það tekur að greiða lánið upp.

Til dæmis ég tók 30 ára lán fyrir 25 árum síðan, 130 þúsund dollara. Lánveitandi tilkinnti mér að ég kæmi til með að greiða lánið með sömu afborgun á mánaðargreiðslum í 360 mánuði og upphæðin höfuðstóll og vextir í 360 mánuði væru $360,000 rúmmir sem ég kæmi til með að greiða lánveitenda ef ég borgaði aðeins lágmarksgreiðslu í 360 mánuði.

Ég hef heyrt um 15 til 30 ára fixed mortgage plan.

Adjustable rate plan with an anual cap og loan lifetime cap.

Ég hef heyrt talað um balloon loan. Þetta lán er yfirleitt í 3 - 5 ár og meira notað af fyrirtækjum heldur en einstaklingum.

Ég hef heyrt um interest only plan for a period of time and then fixed or adjustable interest plan. Þetta er fyrir fyrirtæki aðallega.

En pick a payment plan hef ég ekki heyrt um, kanski getur þú nefnt það á annan hátt. En að verðtrygging komi þar nálægt hef ég hvorki séð né heyrt og væri í bága við truth in lending act.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 01:31

51 identicon

Ekki styð ég Framsókn, en lofuðu þeir nokkurn tímann 20% skuldaniðurfellingu fyrir þessar kosningar? Var það ekki kosningaloforð þarsíðustu alþingiskosninga?

Endilega finndu fyrir mig 20% loforðið fyrir kosningarnar í ár, væri til i að sjá það.

Anna (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 03:28

52 identicon

Pick a payment húsnæðislán voru/eru lán þar sem lántakinn borgar minna en sem nemur vöxtum og þeir vextir sem útaf standa leggjast á höfuðstól, ekki ósvipað því sem er með verðtryggð lán. Þessi lán voru kölluð "hreint eitur" árið 2008.

Sjá: http://money.cnn.com/2008/09/02/real_estate/pick_a_poison/

Anna (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 03:30

53 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Munurinn er sá að það er enginn verðtrygging, heldur eru vextir ákveðnir við töku lánsins.

Það verður að vera í skírum og stórum stöfum hversu mikið lántaki þarf að greiða fyrir lánið og hversu marga mánuði það tekur að greiða lánið.

Truth in lending act getur aldrei leift verðtryggð lán af því að það er ekki hægt að gefa heildar tölu sem lánið kostar höfuðstóll og vextir samanlagt.

Verðtryggð lá eru samkvæmt truth in landing act bönnuð í USA.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 03:58

54 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Innlent | Morgunblaðið | 26.11.2013 | 5:30 | Uppfært 6:08

Óverðtryggð lán vinsælli en talið var

Samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands um útlán fyrstu níu mánuði ársins eru óverðtryggð lán mun vinsælli en verðtryggð.

Alls var upphæð óverðtryggðra lána fjórfalt hærri en verðtryggðra á tímabilinu. Þessi niðurstaða gengur þvert á það sem áður hefur komið fram í tölum frá Seðlabankanum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá bankanum, misræmið skýrast af því að Seðlabankinn birtir nú í fyrsta sinn tölur yfir hrein ný útlán að frádregnum uppgreiðslum.

Af hverju ættli að þetta sé?

Jú auðvitað af því að það er ódýrara og öruggara fyrir fólk að vera með óverðtryggð lán yfir lánstímabilið.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband