Miðvikudagur, 20. nóvember 2013
Það vantar á mörgum stöðum
Vil benda konunni á að það vantar í hin ýmsu þjónustustörf á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún er búsett. Þá sérstaklega verslunarstörf.
Geri ráð fyrir að þessi nafnlausa kona sé að lesa þessa frétt og óska ég henni góðs gengis að finna vinnu.
Hún kannski gerir kröfu um annarskonar starf. En það þarf stundum að sætta sig við það næst besta, og nú er sannarlega tími til þess þegar bótarétturinn er farinn.
kv
Sleggjan
![]() |
Fær ekki vinnu og missir bótarétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þrátt fyrir að vera með herdeild af mannauðsstjórum og vottað gæðakerfi í bak og fyrir þá fást engar upplýsingar um umsóknir um auglýst störf og atvinnumiðlunanir eru lítið skárri.
Hjá hinu opinbera er SKYLDA að auglýsa laus störf því miður
því það er oftast búið að ráðstafa þeim og viðkomandi byrjaður í "nýja" starfinu áður en það er auglýst.
Atvinnulaus (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 13:53
Mikil er manngæska þín sleggju hvellur. Þú ert vakinn og sofinn yfir fréttum af neyð samferðamanna þinna.
Toni (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 14:39
Birtu endilega upplýsingar um þessu lausu störf....ég veit um fjölmarga sem VMST hefur ekki fundið störf fyrir í 3 ár. Þú getur kannski hjálpað þeim....
Almenningur (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:17
Sannleikurinn:
http://www.vinnumalastofnun.is/storf-i-bodi/
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:20
Ég hef það eftir konu sem fór fund í VMST að þar var sagt að lítið sem ekkert væri í boði nú. Atvinnuleysi og staða heimilanna er að versna og fjöldahrun heimila blasir við eftir áramót þegar þúsundir falla af bótaskrá vegan þess að bótatími er liðinn!
NN (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:28
Mbl. á þakkir skyldar fyrir að birta sannleikann um stöðuna! Sleggjuhvellurinn dissar sem sagt mbl.is
Þjóðólfur bóndi og meðhjálpari í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:32
Vinna.is , job.is, atvinnuauglýsingar í Fréttablaðinu, vísi, Morgunblaðinu, smáauglýsingar. Þá er ég að tala um ef hún nennir ekki út um dyrnar.
Hægt er einnig að senda atvinnuumsókn á hin ýmsu fyrirtæki þó þau séu ekki að auglýsa.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2013 kl. 16:38
Það geta allir farið í Fréttablaðið. Þar voru auglýst 2 störf í dag! Annað er hlutastarf, hitt við húsamálun.
Það vantar á mörgum stöðum...í heilasellurnar í sleggjuhvellinum!
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:44
Ok, sleggjan sakar ritjórn Mbl um að birta ósannindi og VMST um að fela störf og veita frekar bætur í 3 ár....
Almenningur (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:54
@Jón Jónsson
Bíddu eftir helgarblaðinu í Fréttablaðinu.
Svo nefndi ég fleiri miðla en Fréttablaðið. T.d. á vinna.is er tugi starfa.
Heilasellurnar eru í fínum málum hjá Sleggjunni, en Jón Jóns þarf að lesa betur þær athugasemdir sem nefni við þessa færslu
Gangi þér vel með það.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2013 kl. 18:18
Sælir strákar.
Ég er nú ekki þessi kona, en mig vantar vinnu, ég er iðnönnuður og hef kennsluréttindi fyrir mitt fag. Get teiknað eins og arkitekt og er sæmileg á inventor. Það eina sem mér hefur boðist síðustu mánuði er Leiðsögn (gide) á spænsku,
Það er auðvitað búið núna um miðjan vetur.
Ég þarf að borga af náminu mínu og þarf því mannsæmandi laun.
Ég myndi vera mjög glöð ef þið getið bent mér á iðnönnunar starf eða kenslu. Vinnu á arkitekta stofu (sem ekki er farin á hausinn eins og meira en helmingurinn) væri líka vel þeginn. Haðið svo indislegan og góðan dag.
M
Matthildur Jóhannsdóttir, 21.11.2013 kl. 13:40
Ég var nú einfaldlega að benda á að á tímum sem þessum þarf að sætta sig við það næst-besta.
Vinna við afgreiðslustörf í þjónustugeiranum tímabundið meðan leitað er af annarri vinnu. Svona sérstaklega í ljósi þess að þessi kona er að missa bæturnar.
Það má greinilega ekki tala svona. Ef maður menntar sig á ákveðnu sviði þá á maður engan "rétt" á því starfi sem maður menntaði sig til. Það er nú einfaldlega þannig. Er ég að segja ósatt með það eða?
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.11.2013 kl. 15:21
Ef hún er á miðjum aldri og hefur ekki efni á lýtaaðgerð þá er fjöldi verslana sem mun ekki ráða hana bara út af því. Hafi hún sérkennilegan persónuleika til að bera, eða sé bara ekki sérlega félagslynd og geislandi að upplagi, þá fær hún heldur ekki vinnu við verslunarstörf. Best væri að veðja á Bónus eða slíkt, en hún er með of háan starfsaldur, og þau ráða sem yngst fólk afþví þá má borga því lægri laun en eldra fólkinu, vegna lægri starfsaldurs. Að fá vinnu í verslun, sérstaklega á tímum þar sem verslun stendur ekki í meiri blóma en raun ber vitni, fyrir venjulega miðaldra konu, ...nei, ég myndi ekki ráðleggja henni að láta um of á það reyna.
Jens (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 17:53
Afhverju ræður verslun einhvern í vinnu? Til að auka viðskipti. Vera skrautgripur, gína, hæfa ímyndinni, laða að viðskiptavini, græða peninga fyrir verslunina. Þarf að vera einhver yfir meðallagi vel útlítandi eða aðlaðandi. Undantekningar; tölvubúðir, bókabúðir, tæknibúðir, en þá er farið fram á sérþekkingu í staðinn. Hún hefur líklega hvorki þokkann né þekkinguna og á ekki séns. Það er meiri samkeppni á vinnumarkaði hinna ómenntuðu en þeir telja sem vanmeta hann og miðaldra konur eiga lítinn séns á honum.
Jens (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 17:56
Nú kann einhver að rengja mig og benda á feita og feimna kellingu sem vinnur í búð. Þeim að segja þá þarf bara að þekkja aðeins til og í ljós kemur þetta er frænka, systir eða vinkona einhvers sem klíkaði sér þarna inn. Og líklega byrjaði hún í þessum geira fyrir áratugum og er komin með "reynslu". Í dag fær enginn neina vinnu, ekki einu sinni á kaffihúsi, nema því meira 18 ára og sjarmerandi, nema annað hvort vera með reynslu eða eiga frænda.
Jens (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 17:58
@Jens
Komst með fullt af staðhæfingum en engar heimildir.
" Í dag fær enginn neina vinnu, ekki einu sinni á kaffihúsi, nema því meira 18 ára og sjarmerandi, nema annað hvort vera með reynslu eða eiga frænda."
Þessi setning er sem dæmi mjög ótrúverðug og verð ég að biðja þig um að benda á heimildir sem bakka þetta upp. Annars dettur þetta niður ómerkt.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 23.11.2013 kl. 07:26
Hjartanlega sammála síðuhaldara.
Hve lengi getur maður verið á atvinnuleysisskrá ?
Eru það ekki 3 ár ?
Ef manneskja er atvinnulaus í 3 ár þá er eitthvað að viðkomandi eða viðkomandi setur mörkin of hátt.
Ég er menntaður verkfræðingur en vinn sem frystitogarasjómaður.. það eru ansi margir sem ekki skilja val mitt en málið er að á sjónum hef ég mun hærri laun og ég er ekkert of góður að vinna verkamannastörf þrátt fyrir ágæta menntun. Það kostar miklar fórnir að vera á frystitogara og þá á ég sérstaklega við fjarveruna frá fjölskyldu minni, fjarveran skaðar mig mjög mikið án nokkurs vafa en ég bít á jaxlinn líkt og allir duglegir landar mínir sem ég ber mikla virðingu fyrir. En í dag eru erfiðir tímar og þá þarf maður að sníða stakk eftir vexti og vera reiðubúinn að leggja mikið á sig og það er alls ekki lögmál að lífið eigi að vera auðvelt !
Langtíma atinnulaust fólk getur mun meira en það gefur sér kredit fyrir og handviss er ég um að ógæfa þeirra sé fyrst og fremst fundin í hroka þeirra eða leti (með fullri virðingu, vissulega á þetta ekki við um alla en flestir falla inn í þetta mengi að mínu mati)
runar (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.