Mánudagur, 18. nóvember 2013
Lýðræði teygjanlegt hugtak
Það heyrist frá einhverjum Sjálfstæðismönnum að það verði að virða vilja kjósenda í prófkjöri flokksins í Reykjavík jafnvel þó hún sé ekki bindandi.
Og það sé erfitt að fara að grufla í vali þeirra 5.075 skráðra flokksmanna eða innan við 25% flokksmanna í Reykjavík sem höfðu fyrir því að kjósa.
Svona sé lýðræðið, það þurfi að virða.
Nokkuð ólíkt því þegar Sjálfstæðismenn hófu upp mikið kvein um að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs og spurningar um breytingar á stjórnarskrá fór fram.
Þá lögðu þeir mikla áhersla á að þinginu bæri ekki að virða þjóðaratkvæðagreiðsluna því hún væri ekki bindandi..
Og sérstakur Umboðsmaður ógreiddra atkvæða dúkkaði skyndilega upp og sagði að það bæri að taka tillit til þeirra sem sátu heima því þeir væru á móti stjórnarskrá.
Í framhaldi hafa margir þeirra barist gegn því að vilji kjósenda fái að ráða og lagt áherslu á að hundsa eigi vilja 115.814 Íslendinga eða nær 50% kosningabærra manna sem lögðu leið sína á kjörstað.
Í stuttu máli má segja að lýðræðið hjá Sjáfstæðismönnum er teygjanlegt hugtak. Svona svipað og hjá Framsóknarflokknum þar sem "strax" er teygjanlegt hugtak.
kv
slegg
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vandamálið við þjóðaratkvæðagreiðsluna var ekki endilega stjórnarskráin heldur hvernig spurningarnar voru uppsettar. Valkostunum var hreinlega stillt upp til að fá þóknanlega niðurstöðu. Af þeirri ástæðu sá ég mér þann kost vænstan að sitja heima og kjósa ekki. Því ekki vildi ég setja nafn mitt við þessar tillögur en ekki vildi ég heldur setja nafn mitt við að neita þessum atriðum eins og þau voru lögð upp.
1. spurningin var hvort tillögurnar ættu að vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá, ekki hvort tillögurnar ættu að verða stjórnarskráin. Fullt af góðum hlutum í þessum tillögum og annað ekki jafn gott. Með því að lagfæra ýmsa hnökra og henda nokkrum vitleysum út og bæta aðra að þá ertu samt enn að nota grundvöllinn.
2. spurningin var dead give away. Hins vegar er hugtakið náttúruauðlind og þjóðareign fremur óljós. Þess má síðan geta að allar eignir sem ekki eru í einkaeigu eru hvort sem er eign ríkisins. Svo ekki er mikill grundvallarmunur þar á plús að þetta ákvæði breytir engu um fiskveiðikerfið þó margir haldi annað.
3. spurningin var valid og öllum sama um niðurstöðu þess
4. spurningin - að persónukjör verði heimilað meira, ekki þröngvað upp á okkur heldur heimilað, að sjálfsögðu segir maður já við þessu. Þó enginn hafi enn komið með gott kerfi um þessi persónukjör þar sem frægð virðist geta skipta meira máli en málefni. Þá verður einnig umboðsvandi við það þegar atvkæði dreifast um of.
5. jafnt atkvæðavægi - höfuðborg segir já landsbyggð nei. Skiljanlegt ákvæði. Hefði fremur mátt vera um að landið yrði eitt kjördæmi til að koma í veg fyrir kjördæmapot. þyrfti ekki að óttast að eingöngu höfuðborgarbúar yrðu í pólitík þar sem landsbyggðin myndi alltaf flykkja sér á bakvið einstaka aðila.
6. um frekari þjóðaratkvæðagreiðslur - það er bara varla hægt að segja nei við þessari spurningu, hvað þá með aukinni tækni þegar fólk mun geta farið að kjósa heima hjá sér. Hins vegar er með þessu verið að veita þrýstihópum og fjölmiðlum miklu meira vald held ég en fólk gerir sér grein fyrir.
gunso (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 10:28
Ég er algjörlega sammála að spurningarnar í þessari þjoðaratkvæðagreiðslu voru mjög lélegar. Ef ég fengi að ráða væru þeir allt öðruvísi.
,,,ég reyndi að sætta mig þó við það sem lýðræðið rétti mér staðinn fyrir að fá ekkert,,,,
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2013 kl. 14:21
Ég var bara ekki reiðubúinn að veita afslátt af lýðræðinu þar sem hægt væri að túlka atkvæði mitt á hvaða hugsanlega máta sem mögulegt væri. Í mínum huga er það ekki lýðræði
gunso (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 15:10
Þessu má öllu fremur líkja til gallup könnunar þar sem spurningarnar eru settar fram á leiðandi máta til að ná fram þeim niðurstöðum sem óskað er eftir af hagsmunaaðilum
gunso (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 15:11
Ef beitt er heilbrigði skynsemi er hægt að túlka niðurstöðunna á réttan máta.
En eins og oft áður hafa stjórnmálamenn einbeittan brotavilja og geta, eins og þu segir, túlkað niðurstöðurnar að vild.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2013 kl. 19:04
Langt í þann dag enn að ég ætli að treysta á heilbrigða skynsemi annarra, hvað þá alþingismanna sem
Stóra vandamálið er auðvitað bara að lýðræði virkar ekki í núverandi mynd þar sem kosningar, og þar með lífsviðurværi pólitíkusa, byggjast á skammtímasjónarmiðum.
gunso (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.