Þriðjudagur, 12. nóvember 2013
Hvaða "snillingar" eru þetta?
Skammtíma auglýsingaherferðir virka mjög vel. ÞAð þarf stundum að koma af krafti á markað til þess að ná góðri markaðsstöðu. Oft á markað sem er svo til mettur þegar.
Nova er t.d. fínt dæmi. Þeir notuðu alla auglýsingamiðla samtímis með mjög góðum árangri. Náðu markaðshlutdeild fljótt.
Svo fleiri fyrirtæki eins og WOW-air, Atlantsolía tóku skammtíma herferð til að ná hlutdeild.
Þessir snillingar segja semsagt að það sé ekki málið? Þeir um það. Vona að það verða ekki eintómir já-menn á þessari ráðstefnu.
kv
Sleggjan
![]() |
Skammtíma herferðir skila sér ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
wow er ekki búið að vera nógu lengi á markaði til að vita hvort þetta skilaði sér eða ekki. Þeir tóku einnig enga skammtímaherferð, þeir eru enn að auglýsa út um allt.
Nova er enn að auglýsa út um allt og Atlantsolía þreytist ekki á að auglýsa og minnast á það ef þeir geta að þeir hafa ekki verið dæmdir fyrir verðsamráð.
Dæmin þín eiga einfaldlega ekki við þar sem öll þessi félög eru enn í blússandi markaðsherferð
gunso (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 16:12
Nova treystir á skammtíma markaðsherferðir.
Þeir komu með hvelli inn á markaðinn á sínum tíma og náðu mjög góðum árangri.
Svo núna eru jú auglýsingar, þeir fara í skammtíma markaðsherferð i hvert sinn sem þeir bjóða nýja þjónustu.
Þú sérð t.d. í dag auglýsingar um 4G netið hjá Nova en minna um 0kr Nova í Nova símtöl því það var dekkað langt síðan í skammtíma markaðsherferð.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2013 kl. 18:44
Nova hefur náttúrulega aldrei hætt markaðsherferð sinni og hefur verið ötult við þó það sé sett sérstakt púður þegar nýjunga er að vænta hjá þeim. Hvað fyrirtæki auglýsa skiptir ekki næstum því jafn miklu máli og bara það að auglýsa, hafa nafnið þarna úti, man enginn hvað er verið að auglýsa hvort sem er.
gunso (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.