Þriðjudagur, 5. nóvember 2013
Okkar "elskulega" króna
Írland og Ísland var með ofvaxið bankakerfi og lága fyrirtækjaskatta og mikið efnahagslegt frelsi.
Eini munurinn var að Írland var í ESB og með Evru á meðan Ísland var berstrípað og óvarið.
Sigmundur Davíð sem er sjálfskipaður sérfræðingur í efnahagsmálum telur að krónan hefur verið bjargvættur.
En því miður er raunveruleikinn ekki sá sem Sigmundur heldur fram.
Hér má sjá landsframleiðslu á mann ef við miðum við raunverð framleiðsluþátta. Í stuttu máli er Ísland gríðarlegur eftirbátur þrátt fyrir gjaldeyrishöft og gengsifall.
Hér sjáum við atvinnuleysi mælt í vinnustundum. Þvert á það sem NEI sinnar hafa haldið fram þá hefur vinnan minnkað gríðarlega hér á landi. Þó að atvinnuleysið hefur verið lítið miðað við Írland þá er þessi mælikvarði sláandi.
Þrátt fyrir okkar "elskulegu" krónu.
hvells
![]() |
Hagvaxtarspá lækkuð fyrir Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ísland í höftum, ekki Írland.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 5.11.2013 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.