Mánudagur, 4. nóvember 2013
Einfalt skattkerfi
Ég hef talað hérna á blogginu í mörg ár um að nauðsynlegt sé að hafa skattkerfið einfalt.
Auðveldar fjárfestingu, langtímaáætlanir og er réttlátt. Ekki er sanngjarnt að aðrir borga lægri skatta en almenningur.
Flatur tekjuskattur. Hækka persónuafsláttinn er það sem hjálpar lágtekjufólki.
Flatur VSK á allt.
Erfðarksattur er ekkert nema rán.
Fjármagnstekjuskattur er á gráu svæði. Þarf að lækka hann gríðarlega.
sleggjan
![]() |
Háir skattar á ríkt fólk skaðlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sammála þessu
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2013 kl. 21:54
Vissulega er gott að hafa skattgerfið einfalt en ef það er nógu einfalt til að almenningur skilji það þá er ekkert fengið með því að einfalda það enn frekar. Það er lítill munur á einfaldleika þess að vera með flatan skatt og því að hafa viss skattleysismörk og eina skattprósentu eftir það. Það er mun betri leið en flatur skattur því flatur skattur þyngir mjög skattbyrði tekjulæagsta fólksins og leiðir því til aukinnar fátæktar og þar með aukinna félaglegara vandamála sem munu að lokum skaða alla í þjóðfélaginu.
Það að almenningur sé upp til hópa sáttur við skattkerfið er mun mikilvægara en að hafa það einfalt. Skattkerfi sem leggur of litlar byrgðar á tekjuhæsta hópin er ekki skattkerfi sem náðst getur almenn sátt um.
Sigurður M Grétarsson, 4.11.2013 kl. 23:14
Það á að leggja niður erfðaskatt og fjármagnstekjuskatt. Enda eru þetta bara tekjur eins og hvað annað og á að vera skattlagt á þann máta. Mun einfaldara kerfi ekki satt?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 01:23
Flatur skattur meina ég flöt prósentutala, ekki flöt krónutala.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 5.11.2013 kl. 08:54
afhverju vilt þú ekki hafa sama skatt á fármagnstekjjur eru þær ekki líka tekjur. þá ertu að mismuna fólki
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.