Mánudagur, 4. nóvember 2013
Niðurskurður yfirvofandi
Niðurskurður yfirvofandi.
Ríkissjóður er stórskuldugur. Það er enginn tilgangur að sameina stofnanir, hagræða í rekstri ef engar uppsagnir verða.
Launaliðurinn er stærsti liðurinn. Nú þarf að taka á bákninu.
Báknið orðið alltof stórt. Er einhver sem mótmælir því?
Nú þarf að taka á þessu. Lækkum skuldir, minnkum opinbera geirann.
sleggjan
![]() |
Segja uppsagnir vofa yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara ekki svona einfallt. Um 40% opinberra starfsmanna eru í heilmbrigðiskerfinu. Þannig eru um 30% þeirra bara á Landspítalanum. Síðan er dá góður slatti sem eru kennarar í framhaldsskólum, háskólum og þessháttar.
Skv. Data Marked voru um 16.400 stöðugildi hjá ríkinu 2011 þá voru um 6,028 sem unnu við heilbrigðisþjónustu. Það voru um 3,400 sem unnu við menntun og 730 við löggæslu. Síðan voru um 526 sem unnu við stjórnsýlsluna og og um 5700 falla undir önnur störf.
En fólk lætur alltaf eins og hér séu 30 til 40 þúsund ríkissstarfsmenn. Örugglega hægt að spara einhversstaðar en varla eins mikið og fólk heldur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2013 kl. 21:51
Hvernig væri að þú mudnir koma með heimilldir eða link til þess að stiðja þinn málfutning?
En blýantsnagarar hafa fjölgað langmest udnanfarið... stjórnsýlsan og báknið.
Það er ekkert hagkerfi sem blámstrað með opinberu kerfi sem tekur til sín 50% af hagkerfinu.
Dauða krumla ríkisins.... einsog sagt er.
vhells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2013 kl. 22:01
Magnús
Eg var samsagt ekki að tala um heilbrigðisstarfsmenn og kennara.
Leiðréttist hér með.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2013 kl. 22:07
Sæll.
Hér þarf að skera niður eins og annars staðar. Sá mjög góða grein í Mogganum nýlega þar sem farið var yfir skuldir hins opinbera og er skemmst frá því að segja að hið opinbera skuldar mun meira en það á. Hjá fjárhagsstöðu hins opinbera er ekki hægt að líta endalaust þó það sé þægilegt.
Sérhagsmunahópar hrópa sífellt á stjórnmálamenn og heimta peninga. Það er ekki endalaust hægt að mjólka skattgreiðendur. Af hverju á ég að borga fyrir gagnslausar rannsóknir í t.d. kynjafræði, stjórnmálafræði eða heimspeki svo einföld dæmi séu tekin? Ef rannsóknir eru hagkvæmar ætti ekki að vera mikið mál að fá fjármuni í þær enda ljóst að þær muni nýtast einhverjum.
Rannsóknir munu ekki leggjast af hérlendis ef hið opinbera dregur sig alfarið út úr þeim - þær munu verða hagkvæmari og fullt af svokölluðum rannsóknum munu leggjast af enda mikið að "rannsóknum" ekki pappírsins virði sem þær eru skrifaðar á.
@2: Hið opinbera hér er tæp 45% af hagkerfinu og er það m.a. ástæða þess að allt er í steik hér í efnahagsmálum - veit að þið kumpánarnir áttið ykkur á því.
Helgi (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.