Miðvikudagur, 30. október 2013
Eldflaugaárás á Ísrael í fyrradag
http://news.yahoo.com/israel-2-rockets-fired-gaza-strip-091620174.html
Eldflaugaárás var gerð á Ísrael frá Gaza ströndinni.
Sem betur fer varð ekki mannfall. Þetta hefði getað endað verr.
Ætla íslensku fjölmiðlarnir ekki að segja frá? DV? Vísir? mbl?,,,,,,,
Neinei, það er aldrei þannig. Íslensku fjölmiðlarnir vakna þegar Ísrael neyðist til að verja sína borgara með því að svara fyrir sig. Þá er talað um Ísrael eins og þau ákáðu upp úr þurru að ráðast á Gaza.
Þetta venjulega.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Athugasemdir
Smekklaust hjá þér.
"eldflaugaárásir" af Gaza ströndinni eru álíka mannskæðar og venjuleg flensa á Íslandi.
Alger undantekning að hún skaði nokkurn mann.
Á engan hátt sambærilegt því þegar ísraelar ræsa sýnar gereyðingavélar og stráfella allt sem fyrrir þeim verður, sama hver er.
Salla þá niður fyrir það eitt að vera röngu megin við múrinn.
Það er varla hægt að verja viðbjóslegri málstað.
Sigurður (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 23:07
Sigurður þú ert virkilega illa upplýstur.
Þú þarft ekki annað en að gúggla upplýsingar um eyðileggingu og mannfall til að skilja að þessar já háþróuðu eldflaugar eru stórhættulegar.
Svona eldflaugaárásir eru/verða aldrei réttlætanlegar.
skvísa (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 23:18
Það er baramiklu meira í þessu en kemst nokkurntíman í umræðuna hér. En eg veit það því eg hef verið þarna. Maður veit samt ekki alveg hvernig á að skýra slíkt út fyrir íslendingum því aðstæður eru llt aðrar og svo frábrugðnar frá því sem þeir eiga að venjast.
Í stuttu máli snýr þetta að ásælni ísraela í annara manna lönd. Það eru stöðug landrán í gangi frá Ísrael. Þeir halda stöðugt áfram að byggja nýjar og nýjar landnemabyggðir sem kallast. Se, er ekkert annað en landrán í breiðu myndinni þá það kallist eitthvað annað í áróðrinum og þeir fái yfirleitt ísraelska dómsstóla til að samþyggja slíkt.
Þessvegna er staðan þannig, bæði að norðan og að sunnan, frá Líbanon og Gaza og stundum víðar - eru alltaf annað slagið eldflaugasendingar.
Þeir verða að gera það til að halda aftur af ásælni ísraela.
Yfirleitt eru þetta litlar eldflaugar, hálfgerðar ragettur, og tilgangurinn er að malda í móinn og minna ísraela á að þeir komist ekki upp hvað sem er.
Þetta fer alveg ægilega í taugarnar á ísraelum. Og eigi skortir nú varnirnar hjó þeim. Fullkomnasta eldflaugavarnarkerfi sem völ er á.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2013 kl. 23:49
Skvísa.
Þú hefur sennilega aldrei á google komið ef þú helduru að þetta rusl sem er hent yfir múrinn til ísraela sé "háþróuð" vopn, eða "mannfallið" af þeim.
Ekki misbjóða fólki með þessari heimsku.
Hvert einasta mansbarn á jörðinni allri veit betur en svo að það þýði að bjóða upp á svona bull.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 00:30
http://www.youtube.com/watch?v=lEBkQqzIKus
Sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 00:33
@Sigurður
Síðustu árin hafa Palestínumenn alltaf átt upptökinn með eldflauga (ragettu?) árásum. Svo svara Ísraelar fyrir sig.
Mér finnst bara ekkert léttvægt við þessar árásir. Gætu drepið fólk ef það hittir vel. En sama hvort ekkert mannsfall verður þá leggst þetta mjög þungt á íbúana þarna. Þurfa að dúsa í byrgi, eiga von á árasum hvenær sem er.
@Ómar
Já , þú hefur verið þarna.
Skemmtilegt. Hef líka verið þarna. Ferðaðist um á Gaza, en var þó aðallega Ísraelsmeginn. Þessar "rakettu" árasir leggjast mjög þungt á saklausa ísrelska borgara. Gisti hjá fjöllskyldu þar sem yngri börnin voru með stanslausar martraðir. Enda áttu alltaf von á því að viðvörurnarkerfið fari í gang og þarft að hoppa í sprengubyrgi og byððja bænir þínar.
Er ekkert að segja að Ísraelar séu eitthvað heilagir og geri allt rétt. Bara í guðs bænum skoðið báðar hliðar á þessu hræðilega máli.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 31.10.2013 kl. 00:45
Sleggja.
Láttu það endilega algerlega ógert að reyna að telja nokkrum sæmilega siðuðum manni trú um það að þetta rusl sem þeir eru að henda yfir múrinn ógni öryggi ísraela.
Það er alveg einstök ungantekning ef þetta rusl drífur inn fyrir byggð þarna.
Og eins og ég sagði, haustflensan drepur fleiri íslendinga en palestínsku raketturnar drepa ísraela.
Fórnarlömbin eru 1 á móti einhverjum hundruðum.
Slepptu þessu bulli.
Öll heimsbyggðin veit betur í dag, en að taka mark á þessu bulli.
Og öll heimsbyggðin veit í dag af ólöglegum landtökum ísraela, og af múrnum sem klauf land palestínumanna í tvennt sem sameinuðu þjóðirnar hafa líst ólöglegum.
Það er mér óskiljanlegt hvernig þú getur sofnað í nótt, verjandi þessa morðingja.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 00:57
Hér myrða ísraelar hátt í 400 manns, menn konur og börn.
Engum hlíft, ásamt því að byggingar, þar á meða heilsugæslustöðvar eru rústaðar að jörðu.
Einn óbreyttur ísraeli lést í þessum átökum.
Að kalla þetta sjálfsvörn er hreinasta geðveiki.
http://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/nr/1437
Sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 01:04
Sleggjan, sjáðu til, eg var þarna í um 9 mánuði. Eg vann verkamannavinnu með palestínuamönnum sem voru ísraelskir ríkisborgar og sumir ólæsir og óskrifandi, indverjum, búlgörum, rúmenum o.s.frv. en fæstir ísraelarnir voru í slíkum störfum. Þeiru yfirleitt yfir-eitthvað eða í hernum og í allskyns eftirlitsstörfum. Þannig að ég kynnti mér þetta hægt og sígandi og í talsvert langan tíma.
Að eldflaugaskotum, að jú jú, eg var hissa fyrst þegar ég varð var við að á vissum landamærasvæðum væru menn hinummegin landamærana stundum að skjóta yfir. Þetta kom yfirleitt ekki í fréttum á V-löndum nema eitthvað sérstakt væri í bígerð eða margar í röð oþh.
Yfirleitt og nánast alltaf deyr enginn við þetta eða slasast. (kemur þó fyrir) Þetta leit þannig út fyrir mér að þeir hinummegin landamærana væru ekki einu sinni að reyna að deyða eða meiða með þessu. Þeir voru bara að minna á sig. Malda í móinn. Yfirleitt lenti þetta á túnum rétt handan landamæranna eða á óbyggðum svæðum.
En í Ísrael er mikil og sterk krafa gagnvart stjórnvöldum að þau sjái fyrir 100% öryggi allsstaðar. þessvegna er alveg heljarmikið loftvarnarkerfi sem hefur styrkst mjög síðan eg var þarna. En það fer allt í gang sko. Allar flautur og herinn og víkingasveitin og ég veit ekki hvað og hvað. Sumir ísraelarnir hristu meir að segja sjálfir hausinn yfir þessari vitleysu. Sumir Ísraelar vilja nefnilega að stjórnin dragi byggðir til baka. Hætti landnemavitleysunni og hætti að reyna að sperrast við byggðir á viðkvæmum svæðum. En festir ísraelar mega ekki heyra á slíkt minnst. Það er svakalegur þjóðrembingskúltúr í israel.
En núna í þessu tilfelli, þá var þetta nálægt Askelon. Það er ekkert langt frá Gaza og var byggð upp að mestu af gyðingum héðan og þaðan, S-Afríku og S-Ameríku. Flott borg.
Að núna er einmitt í bígerð einhver heljar landnemaátak. 5000 ný heimili. Sumir hafa spáð nýrri uppreisn hjá Palestínumönnum þessu viðvíkjandi. Aðrir telja þeir hafi ekki kraft til þess.
Það verður að hafa í huga, að Israelar hafa öll ráð Gazamanna í hendi sér. Þeir sjá um alla umferð þarna á milli og allar aðgerðir Palestínumanna gerast ekkert í tómarúmi. Þetta erekki þannig: Eldflug skotið frá Gaza af því að þeir séu svo vondir eða miklir terroristar. Þetta er allt miklu, miklu, miklu flóknara dæmi og sagan á bakvið svo löng og flókin að afar erfitt er að setja sig inní allt dæmið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2013 kl. 02:24
Ég kom til Ashkelon, fínasta borg. Var mestmegnins í Ashdod, nágrannaborg Ashkelon.
Sigurður
1 á móti 100 er bara of mikið. 1% líkur á dauðsfalli. Þá eru þessar rakettur ekkert djók. Fólk oft neitar að setja sig í spor Ísraela (auðvitað á líka setja sig í spor Palestínumanna líka, hræðilega staða sem sumir hverjir búa við segji ég). Segjum Sigurður, að Vestmanneyjar væru óvinvætt ríki. Skjótandi eldlfaugum á Suðurlandið með 1% líkur á dauðsfalli. 2-3 dauðföll á ári. Ætti íslenksa ríkið að verja sína borgara eða ekki? Ég bara spyr.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 31.10.2013 kl. 08:52
Sleggja.
Um ísraela:
"leggst þetta mjög þungt á íbúana þarna. Þurfa að dúsa í byrgi, eiga von á árasum hvenær sem er"
" Þessar "rakettu" árasir leggjast mjög þungt á saklausa ísrelska borgara."
"yngri börnin voru með stanslausar martraðir. Enda áttu alltaf von á því að viðvörurnarkerfið fari í gang og þarft að hoppa í sprengubyrgi og byððja bænir þínar."
Og svo um palestínumenn:
"auðvitað á líka setja sig í spor Palestínumanna líka, hræðilega staða sem SUMIR HVERJIR búa við segji ég"
Ég ætla að láta þetta verða mitt síðasta innlegg á þessu vefsvæði félagar.
Þakka fyrir mörg áhugaverð blogg og skoðanaskipti en ég hef ekki minnsta geð í mér að tala við einstakling með þetta innræti.
Veriði blessaðir.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 09:44
Palestínumenn eru án mikils efa aðal fórnarlömb þessara deilu en ég er á því að aðal orsökin eru þeirra araba ættmenni sem vilja halda þessari deilu úti. Hérna er áhugavert myndband þar sem meðlimur Hamas fjallar um hvernig þetta fólk er aðalega venjulegir arabar og egyptar: https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=XwBSWN4s9JU
Ísrael verður til úr frá einni mestu ofsókn á eina þjóð sem um getur í mannkynssögunni og það er í mínum huga enginn efi að þetta fólk vill bara fá að lifa í friði. Allt tal um að þeir eru að stela landi er heimska í mínum augum. Skoðið bara landakort af þessu svæði, Ísrael er örsmátt. Það talar heldur enginn um alla þá gyðinga sem voru reknir á brott frá arabalöndum á þessum tíma líka.
Það er eitthvað djöfulegt við alla þessa deilu og líklegast eru alvöru sökudólgarnir einhverjir ríkir einstaklingar sem eru að spila með líf miljóna sem vilja bara fá að lifa í friði. Hérna að vísu kemur inn í þessa umræðu eitthvað sem virkilega veldur mér ugg en það er hatrið og heilaþvotturinn sem virðist viðganga hjá Palestínumönnum enda Kóraninn nokkuð skýr um hvað á að gera við gyðinga.
Það virðast allir hérna meina vel, halda með þeim sem þeir telja vera fórnarlambið svo aðal spurningin er hvaða upplýsingar eru réttar. Ég veit ekki hvort það sé einhver leið til að finna út úr því, maður verður einfaldlega að velja hverjum maður trúir.
Mofi, 31.10.2013 kl. 12:12
Ja, þetta er mjög erfið staða. Ég er legg ekki mikið í að tala um hörmungar Palestínumanna, en þó eitthvað. Einfaldega því sú umræða er ofaná hér á Íslandi. Flestir þekkja og kannast við þær fréttir.
Hér á blogginu vill ég skoða líka hina hliðina. Venjulegt fólk býr við mjög óhugnandi aðstæður. Fjölskyldur sem hafa engin völd og vilja helst lifa í friði og ráða eng hvað stjórnvöld gera.
kv
Slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 31.10.2013 kl. 17:37
Friður er allra ávinningur. Sá sem "heldur" með einhverjum í stríði af þessu tagi er
1) greindarskertur og heimskur
2) illa innrættur
3) skilur ekki eðli hlutanna og er haldinn grundvallarmisskilningi um tilveruna.
Þar sem tveir deila er lausnina aldrei að finna hjá hvorugum þeirra. Hún kemur annars staðar frá. Þriðja leiðin.
Look further (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 17:51
Friður er #1 að sjálfsögðu.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 31.10.2013 kl. 19:49
Look further : en hvað finnst þér um þá sem halda bara með palestínumönnum?
Borgarar í Ísrael vilja alveg örugglega getað ferðast um án þess að eiga á hættu að verða fyrir steinkasti,byssukúlum,eldflaugum og eða getað ferðast í strætisvagni án þess að eiga vona á því að vagninn verði sprengdur í loft upp...
Samúð mín er með báðum þjóðunum en það er ekki hægt að einblína bara á eina hlið eða með einum aðilanum.
Vil minna fólk á að gyðingar hafa alltaf verið til á þessu svæði....
skvísa (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 20:28
Orð mín voru ekki ætluð greinarhöfundi, heldur áttu þau að lýsa algildum sannleika. Hverjum við höfum samúð með breytir litlu. Hverjum við "höldum með" breytir engu nema því, að það tefur fyrir friði. Þeir sem "halda með" einhverjum í svona stríði eru þar með að líkja flóknum deilum þjóða við íþróttaleik þar sem Liverpool tekst á við Manchester, eða verra, heimskulega bíómynd þar sem "vondu kallarnir" takast á við "góða kallinn". Í velflestum stríðum er enginn vondi kallinn og enginn góði kallinn. Þeir sem "halda með" hafa forheimskandi áhrif á umræðuna, sýna að þeir hafa ekki þróaðra siðferðisstig en leiksskólabörn "Íþróttaálfurinn er góður, Glanni glæpur er vondur" og þeir leita alltaf að "þessum góða" og "þessum vonda". Þetta ástand í sjálfu sér er það sem getur þróast svo breytist í stríð. Og þetta viðhorf meðal þjóða heims er það sem viðheldur stríðum. Á Íslandi er hlutfallslega meira af hættulegum hálfvitum sem "heldur með" Palestínu, og skal það alveg viðurkennast. Meira að segja hefðbundnir áhorfendur sápuóperna eru aðeins greindari en þetta. Þeir fatta að "Sue" er kannski ekki alvond að hafa stolið manninum frá "Jane", því Jane hafði farið svo illa með hann og hún hafði eyðilagt samband Sue og Joe á sínum tíma. Það er merkilegt að hjá þjóð sem virðist ekki hafa náð barra þessu stigi í abstrakt hugsun sem þarf fyrir gömlu konurnar á elliheimilunum til að fylgjast með Bold and Beautiful, skuli yfirhöfuð nokkur manneskja hafa háskólapróf. "Ísraelar eru þetta" og "Palestínumenn eru hitt". Svona tala bara vanvitar og fáráðlingar. En menn eins og þá sem mæta á Palestínumótmæli hér með gjöreyðingarkröfu Hamas á spjöldum á að sjálfsögðu að læsa inni í fangaklefa og það lengi, í ljósi þess hér býr fólk frá Ísrael og ættað þaðan, og jafnvel á barnsaldri og af virðingu við reglur og lög um kynþáttahatur. Einhliða Ísraelsáróður kemur helst frá stöðum eins og Omega, og eins fáránlegur og kvimleiður og hann er, fer hann þó aldrei út í þetta gengdarlausa og glórulausa hatur, og það liggur við maður taki undir með þeim slík umræða skapi alla vega "jafnvægi". Það er örlítið spor í þá átt, jú jú. Verst er síðan áhrif þeirra sem hata á hina greindarskertu, sem eru þeim fleiri, og trúa bara túlkununum á hver sé vondur og hver sé góður. Út af þrýstingi frá aðilum hér á landi sem hata Ísraela hefur mikill peningur farið úr landi til Palestínu, án þess að kanna fyrst í hvað hann fari, og tryggja að hann renni bara til góðra mála. Niðurstaðan varð svo sú að hann var notaður meðal annars í að fjármagna svona barnaefni: http://www.youtube.com/watch?v=etDb5tXPawc Þarna er Palestínubörnum kennt gyðingar eigi engan rétt til að lifa eða anda að sér lofti og þurrka verði út ríki þeirra. Svona borga íslenskir skattgreiðendur fyrir þegar þeir leyfa umræðunni að ná þessu stigi, og hindra ekki að full stjórn sé höfð á hvert peningarnir fara, en peningar til styrktar einum né neinum eiga bara að fara í lífsnauðsynjar, heilsueflingu og menntun, því það er jarðvegurinn sem umburðarlyndi sprettur úr. Sá sem kostar vopnin eða áróður, eða styður samtök sem fara með einhliða áróður eins og ónefnd samtök hér á landi, hann er bara að lengja deiluna hjá báðum.
Look further (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 23:35
Ég spyr oft Palestínustuðningsmenn hvaða lausn þeir sjá í kortunum.
Oftast svara þeir að Ísraelar skuli fara. "Þeir eiga ekki að vera þarna" sagði Eva Hauksdóttir "mannréttindarbaráttukona".
From the river to the sea osfrv.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 1.11.2013 kl. 14:15
Eva Hauksdóttir væri löngu farin bak við lás og slá ef Angela Merkel, gyðingavinur nr. 1 okkar tíma, og á topp 10 listanum yfir topp gyðingavini allra tíma, konan sem bannaði umskurðarbannaði, gerði Gyðingdóm að ríkistrú Þýskalands, og býður ókeypis nám og fleira fyrir afkomendur þýskra gyðinga, borgar sínar sektir upp í topp og hefur heitið eilífri tryggð við Ísrael, einkavinkona kvart-gyðingsins Hillary Clinton, hægrihandar Obama, og hinn raunverulegi yfirmaður Evrópusambandsins væri komin hér við völd, en ummæli á borð við hennar um Ísrael og Ísraela eru mannorðsmissir um aldur og æfi í Þýskalandi, óformlegt atvinnubann og eins konar sakaskrá, og það minnsta af þessu öllu: fjársektir og oft einnig fangelsisvist. Það liggur við maður kjósi ESB bara til að geta horft á eftir Evu Hauks í steininn, því okkar menn myndu "þýskast" mjög fljótt, eins og þýlendisins Íslands er siður, og væri það kannski bara besta mál. Eva er viðbjóður með innræti gamaldags nazista að mínu mati. Bara tilfinning sem ég hef fyrir þessari manneskju.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 01:18
Konan sem bannaði umskurðarbannið og setti á varanleg lög í Þýskalandi um að leyfa gyðinglegan umskurð. Páfinn á miðöldum lét gera far um að leita sérstaklega á börnunum og foreldrar og börn þúsunda barna voru myrt á Spáni, Ítalíu og víðar, fyrir að hafa verið umskorin. Gyðingar sem höfðu opinberlega látið undan þrýstingi og tekið aðra trú umskáru samt oft börnin og voru þá líflátnir grunaðir um að vera ekki heilir í siðaskiptum sínum. Sama var upp á teningnum ef þeir sáust vera með hefðbundin veisluhöld á laugardegi eða vinna á sunnudegi. Þeir voru myrtir köldu blóði. Ofsóknir gegn 5000 ára siðvenjum þeirra í dag eru af sama meið. Og Hitler, by the way, bannaði einmitt þessa siðvenju.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 01:21
Eva Hauks er reyndar skemmtilegur penni. Gott þessi anti feminista eyðurganga hennar.
En þegar hun talar um deilurnar hjá ísr palestín, þá er hún á villigötum.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2013 kl. 15:38
Þorsteinn
ertu þessi : http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/
?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2013 kl. 15:39
Eva Hauks er ekki sérlega bright og sættir sig ekki við eigin takmarkanir, heldur eyðir frekar lífinu í að fást við hluti sem eru henni ofvaxnir og gera bara illt. Þessi týpíski besserwisser. Ég er svo sannarlega ekki þessi glæpamaður og skil ekki hversvegna svo ætti að vera. Hann er líklega of veikur til að hægt sé að fara fram á að láta læsa hann inni, en þetta er ekki bara fársjúkur maður, heldur illmenni að mínum dómi.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 03:12
Ég segi svona afþví ég trúi ekki maður eyði þessu örstutta lífi sínu í að reyna að gera öðrum illt nema afþví hann sé eitthvað lasinn. Ég fyrirlít Þorstein fyrir "stjórnmálaskoðanir hans" sem eru bara hatur. Ég veit ekki nóg um læknavísindin til að taka afstöðu varðandi sumt annað sem hann segir.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 03:15
Þorsteinn Th þessi Scheving er ekki glæpamaður í þeim skilningi að hafa, mér vitandi, brotið lög. Heldur kannski, og að mínu mati, í þeim skilningi að alhæfa um þjóðir manna og hópa, sem er á gráu svæði, afþví hér á landi gilda lög um kynþattahatur og að ekki megi nýða jaðarhópa óáreittur.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.