Skynsamleg nálgun

Stríðið er tapað. Bannið hefur ekki virkað og það er kominn tími á nýrri nálgun.

Það er stórfurðulegt að lögreglan í USA er á móti þessari nálgun.... þeir eru hræddir um að missa völdin og peningana.

Mitt mat er að það verði ákveðin tímamót þegar Kalifornía lögleiðir marijúanað... sjötta stærsta hagkerfi heims.

hvells


mbl.is Marijúanað út í vitleysu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilt þú virkilega vilja búa í þjóðfélagi þar sem væri löglegt að allir séu "stoned" .

Sorry vinur, á nokkra vini og einn í fjölskylduni sem hafa ánetjast þessum andskota.

Þeir sögðu einmitt að þetta væri ekki dóp.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 16:59

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lögreglan í USA er ekki öll á móti þessu.

Og Birgir: það er sama þó öll heimsins lyf verði send frítt inn um bréfalúguna, ekki munu nærri allir nyta þeirra.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2013 kl. 17:24

3 identicon

Steingrímur J var með það á hreinu á sínum tíma að það yrðu endalok siðmenningarinnar að leyfa bjór á Íslandi.

Hér yrðu allir rúllandi ölvaðir og allt myndi leysast upp í vitleysu.

Birgir Guðjðóns,

Þessir vinir þínir hafa allir ánetjast þessu, þótt þetta sé ólöglegt og bannað.

Þannig að ekki var það nú að trufla þá.

Það er alveg tímabært að fara að hugsa þetta upp á nýtt, fá tekjurnar af þessu í ríkissjóð og nota þær í forvarnir, rétt eins og hefur tekist alveg ágætlega með tóbakið.

Það er í besta falli barnaleg einfeldni að halda áfram að trúa því að það verði barist gegn þessu með því að banna þetta.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband