Þriðjudagur, 22. október 2013
Gruggugt
Ég hef verið að hníta smá i mótmælendur í þessu máli. En ég hef skipt um skðun. Mótmælin eiga fyllilega rétt á sér.
Eftir atburði dagsins er erfitt að skilja afhverju menn fara fram með slíku valdi, eyðileggja sem allra mest áður en dómsmálið er tekið fyrir. Eru þessir aðilar hræddir við að tapa málinu.
Það sem gerðist í dag á ekkert skylt við vegagerð heldur einungis gert til að brjóta niður mótmælendur og vinna dómsmálinu skaða.
Margir spyrja hver mun hagnast af þessari vegagerð. Fór að skoða málið og rakst á nokkrar ansi skrýtnar tilviljanir. Selskarð virðist vera eina jörðin sem mun á endanum græða á þessari veglagningu. Gaman er að skoða hverjir eiga Selskarð.
http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8348
Eigendur Selskarð eru meðal annars Benedikt Sveinsson(pabbi Bjarna Ben.), Einar Sveinsson og fleiri
Eigendur Selskarð voru ósáttir við veglínu. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/617115/ þeim hugnaðist best leið D
Garðabær valdi leið D í umhverfismati. Þess má geta að Bjarni Benediktsson var þá í skipulagsnefnd.
http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=652
Veglínu var breytt árið 2008 og fengu Selskarðsmenn aukið byggingaland á jörð sinni. http://www.gardabaer.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4962
http://www.gardabaer.is/...
Núna er hluti þessa nýja byggingareitar orðinn að landi fyrir þjónustu og þ.a.l. eykst verðmæti lóða þar umtalsvert.
Þess má geta að Selskarðsmenn voru búnir að skipuleggja byggð árið 2000. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/542568/
Í einu þeirra skjala sem landeigendur hafa sent með athugasemdum sínum við skipulagsferlið, kemur fram að þeir telji verðmæti landsins vera allt að tveimur milljörðum króna vegna möguleika á íbúðabyggð þar. Áform landeigendanna um uppbyggingu íbúðarbyggðar eru sýnd á mynd með greininni.
Hvað ætli að byggingalandið sé metið á núna?
Það er alveg ljóst að eigendur Selskarðs geta ekki farið af stað með lóðasölu fyrr en að nýr vegur hefur verið lagður.
Þrátt fyrir þetta hefur talsmaður eigenda Selskarð líst yfir óánægju með fyrirhugaða veglínu. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/617115/
Svo gæti þetta bara allt verið tilviljun!""
http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8348
Það er eitthvað gruggugt við þetta
hvells
![]() |
Hvar er ráðherra? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ráðherra segi ég bara.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 23.10.2013 kl. 06:46
Alltaf virðingarvert að geta skipt um skoðun Sleggja og Hvellur.
En mætti hafa inni í þessum pælingum að byrjað var á vegframkvæmdum í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar?
Nei, hin orðvara Lára Hanna velur að hafa það ekki með í plottjöfnunni sinni.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.