Þriðjudagur, 22. október 2013
Gaman
Það væri gaman að þurfa ekki að vinna.
Mæta útá hraun á mánduögum.
Fara niðrí bæ að syngja ættjarðarsöngva á þriðjudögum
En því miður þurfa sumir að vinna til þess að borga undir liðið sem er á bótum og alla þá sem leyfa sér að chilla alla daga.
Í raun á sá hluti almennigs sem virkilega skapa verðmæti að ráða þessu. Það er fólkið sem er að halda uppi þessu þjóðfélagi. Það fólk hefur ekki tíma til þess að flakka á milli bæjar og sveita alla daga.
hvells
![]() |
Mótmælendur sungu ættjarðarsöngva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þótt fólk fari út fyrir hússins dyr þarf það ekkert endilega að þýða að fólk vinni ekki. Það gæti t.d. verið að:
- Fólk hafi skroppið frá í hádegishléinu sínu.
- Fólk vinni vaktavinnu.
- Vinni um helgi og því sé í fríi á þriðjudegi já eða mánudegi.
- Fólk hafi ákveðið að vinna aðeins lengur þennan dag til að ná upp töpuðum tíma.
- Fólk sé í freelance vinnu og ráði tímanum sínum sjálft.
osfrv.
Þótt fólk leyfi sér aðeins að skreppa út þarf það ekkert endilega að þíða að fólk sé á bótum eða að "chilla". Og hvað þó fólk sé á bótum, þýðir það þá að það eigi þá að hanga heima og ekki mótmæla hlutum sem því þykir kannski mikilvægt? Á bótafólk bara að hanga heima hjá sér og ekki láta heyra í sér? Er það það sem villt?
Kærir sig ekki um að nafnið komi fram í þessu hringleikjahúsi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 14:38
Bótafólkið getur farið útur húsi og sótt um vinnu sem dæmi :D
velkominn í hringleikahúsið
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2013 kl. 15:02
Þú talar um fólkið sem "virkilega skapar verðmæti". Gott og vel en hvað með fólkið sem eyðileggur verðmæti? Í þessu tilviki náttúruverðmæti? Er það ekki fólkið sem ætti að fara heim og "tjilla"? Fólkið sem stendur fyrir eyðileggingu? Þau gætu þá notað tímann og mótmælt því að fá ekki að skemma meira...
Hvernig væri það sem tilbreyting? Að í stað þess að fólk úr röðum almennings þurfi alltaf að standa vörð um hitt og þetta fyrir eyðileggingaröflum. Heldur að þeir sem vilja stunda eyðileggingu þurfi a.m.k. að hafa eitthvað fyrir því.
Annars er þetta ójafn leikur, og slíkur leikur er ekki fallegur.
Það þarf að jafna leikinn, svo báðir eigi allavega séns.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2013 kl. 15:22
Til þess er lýðræðið kallinn minn.
Kjörnir fulltrúar tóku ákvörðun um þetta og ekkert við því að gera.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2013 kl. 16:56
hefur þetta fólk ekkert þarfara að gera en að tefja vinnandi fólk frá verkum sínum? Af hverju mótmælir það ekki því hvernig komið er fyrir Landspítalanum?
Johannes (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.