Þversögn VG

Það er mjög gaman að benda á þversagnir vinstri manna.

Þar er auðugur garður til að gresja.

Ætla að taka umhverfisverndarsinna sem dæmi. Þeir tala alltaf um að með því að virkja þá erum við að ræna framtíð barnanna okkar.

Nú er ljóst að í opinbera lífeyriskerfinu hefur myndast 500MILLJARÐA halli. Og fer þessi skuld stækkandi með hverju ári.

Þessi RISAtékki þurfa börnin okkar að borga. Með hærri sköttum, minni þjónustu, verra heilbrigðiskerfi og meiri atvinnuleysi. Þarna er bókstaflega verið að ræna frá þeim ungu og gefa þeim eldri.

VG og aðrir vinstri félgar segja ekki orð um þetta.

Ekkert.

0%

Nada

Nothing

" "

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vg var á móti samstarfi við AGS.

Fór í ríkisstórn og dúxaði í þjónustu sinni við AGS.

Vg var á móti ríkisvæðingu Icesave, boaði uppreisn ef slíkt yrði reynt.

Fór svo í ríkisstjórn og varð harðasti talsmanður veraldar fyrir ríkisbæðingu Icesave, gekk meira svo lant að svindla sér fram hjá þjóðaratkvæði og Alþingi með því að skuldsetja nýja landsbankann fyrir þessu með þeim afleiðingum að hann er gjaldþrota.

Vg var á móti ESB, fór í ríkisstjórn og sótti um aðild að ESB.

Vg var á móti bónusakerfi í bankakerfinu.

Fór í ríkisstjórn og átti þar algert frumkvæði að endurreisa bónusakerfi bankamanna.

Vg var á móti stóriðju.

Fór í ríkisstjórn og hætti að beita sér gegn Helguvík, og lagði miljara í ívilnanir fyirr stóriðju á Bakka.

Vg var á móti kvótakerfinu.

For í ríkisstjórn og gaf LÍÚ markrílinn enduggjaldslaust.

Bara það sem maður man í fljótu bragði.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 11:26

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er góð samantekt.... bara í fljótu bragði.

Það er hægt að tífalda þennan lista með því að gefa sér tíma.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2013 kl. 13:48

3 identicon

Sæll.

Raunverulegi vandinn er samt ekki endilega bundinn við einhverja flokka heldur elítuna sem stjórnar  landinu. Vandinn við stjórnmálamenn heimsins í dag er sá að þeir vinna við að múta kjósendum með þeirra eigin fé og Ísland er engin undantekning. Ókeypis tannlækningar fyrir börn. Niðurgreiðslur til bænda. Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Ókeypis nám. Right!!

Ég sá mjög góða grein í mogganum 10. okt. sl. (geymi hana) þar sem farið var yfir skuldir og skuldbindingar okkar. Þær reyndust vera um 7 milljónir á hvert einasta mannsbarn hér.

Í greininni var bent á efnahagsleg óveðursský - nokkuð sem ég hef gert hér á þessu bloggi ykkar - nema sá sem skrifaði þessa grein í moggann hafði greinilega haft fyrir því að leggjast í heimildavinnu. Samt var ekkert fjallað um þessa skuldasúpu sem bent var á og yfirvofandi hrun. Blaðamenn ætla sér greinilega ekkert að bæta sig frá því fyrir bankahrun :-(

Helgi (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 04:49

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stjórnmálamenn setja það sem kjósendur vilja heyra.

Það eru fáfróðu kjósendurnir sem eru að halda þessari vitleysu gangandi.

Og þessi skaðlegu hagsmunarsamtök sem eru að berjast um skattpeninga okkar með kjafti og klóm. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 21.10.2013 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband