Endurbirting

Ég endurbirti engöngu annara manna blogg þegar það er mjög gott og spot on.

Samkvæmt frétt á Bloomberg (hvar annars staðar!), er haft eftir Bjarna Ben að ekki sé búið að ákveða hvort hægt sé að standa við kosningaloforð um að hætta við ESB aðildarviðræður.  Beðið sé eftir nefndarskýrslu um málið.

Iceland Finance Minister Bjarni Benediktsson said his country hasn’t yet decided whether it can commit to an election pledge to drop its European Union accession bid as it awaits the findings of a report.  bloomberg.com

Sjálfstæðismenn eru greinilega byrjaðir að undirbúa u-beyju á stöðvun ESB umsóknar, enda farið að renna upp fyrir þeim að ekki er hægt að stöðva ferlið á trúverðugan hátt nema með þjóðaratkvæðisgreiðslu.  Framsókn hefur hagað sér eins of fíll í postulínsbúð á þessum fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar og tími kominn á “damage control”.

Ef þjóðin fékk að kjósa um Icesave, þá er undarlegt að banna þjóðinni að kjósa um ESB aðild.  Eru bara þeir sem segja “Nei” sem fá að ráða hvað fer í þjóðaratkvæði og hvað ekki?

Líkur á þjóðaratkvæðisgreiðslu hafa aukist eftir ummæli Bjarna á ESB grund en líkur á skuldaniðurfellingu í nánustu framtíð hafa minnkað að sama skapi.  Eitthvað er framsókn farin að klikka á “stórustu” kosningaloforðunum.

 
http://blog.pressan.is/andrigeir/
 
Andri Geir er með gríðarlega öflugt blogg á Eyjunni... hvet fólk til þess að skoða.
hvells

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Merkilegt hvað sannleikurinn kemur ávalt fram í erlendum miðlum.

Stjórnmalamenn í íslenskum fjölmiðlum er bara absurd til heimabrúks.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband