Fimmtudagur, 17. október 2013
Málin
Ég er á því að Steingrímur ætti að gera upp allann sinn feril á Alþingi.
T.d þegar hann barðist af öllu afli gegn því að leyfa bjórsölu því hann sagði að Íslendingar mundi enda í einhverju ölæði alla daga ef það væri raunin.
Við sölu símans árið 1998 sagði hann
"Það er alveg morgunljóst að aðstæður á Íslandi eru þannig að allt þetta samkeppnishjal t.d. í símaþjónustu er meira og minna bull."
Hvað hefur samkeppni á símamarkaði gefið okkur núna? NOVA, Síminn, Vodafone.. allt fyrirtæki sem keppast við að veita Íslendingum góða þjónustu og fínu verði.
Hvað væru margir með snjallsíma ef þetta hefði verið "ríkisfyrirtækið".... VG mundi skipa einhvert möppudýr sem hefði sagt að við Íslendingar höfum ekkert gott af þessum snjallsímum... nema náttla stjórnmálamennrinir og embættismennirnir sjálfir. Þeir væru með iPhone. Enda er það þannig hjá Steingrími að allir eiga að vera jafnir... og sumir jafnari en aðrir.
hvells
hvells
![]() |
Steingrímur gerir upp hitamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin gerði upp við Steingrím í síðustu kosningum.
Flokkurinn var hársbreidd frá því að þurrkast út af þingi þegar hann sá sig knúinn að stíga til hliðar, ef það mætti bjarga flokknum frá algerri tortímingu.
Það slapp, en þó er ljóst að það er meira framboð af þessum manni en eftirspurn.
Það getur enginn tekið mark á þessum manni eftir síðasta kjörtímabil.
Sigurður (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 21:03
Nokkuð til í því.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2013 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.