Miðvikudagur, 16. október 2013
Augljóst
Það er augljóst afhverju margir XB menn vilja ekki byggja nýjan Landsspítala.
Það tengist landbyggðinni og sú staðreynd að XB lifir á því órétti að atkvæði á landsbyggðinnni hafa allt að tvöfallt meiri vægi en þau á höfuðborgarsvæðinu.
En þessi drengur í XB fær plús fyrir að nefna hin og þessi dæmi sem má spara.... það er ekki oft sem einhver gerir það.
En hann nefnir bara fjárfestingar opinbera..... það er meira brýnna að draga úr rekstri og jafnvel auka í fjárfestingu.
Það er sorglegt að þingmenn þekkja ekki muninn á þessu tvennu.
hvells
![]() |
Fagnar tillögu um nýjan landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veit ekkert hvað ég á að halda í þessu spítalamáli.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 20:28
Fáum vel menntaða rússneska lækna til að koma. Ekki minnni gæði fyrir lægra kaup. Mismuninn má nota til að spara upp í spítala. Heitir þessi stjórn virkilega Laug-af-vana stjórnin?
Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 22:20
rússneska lækna?
menn talal alltaf einsog það er enginn peningur til hér á landi
það er nóg af blýantsnögurum og rugli allstaðar í kerfinu.
hið opinbera er að sjúga tæplega helming af hagkerfinu til sín á hverju ári
skerum niður möppudýrin svo þau geta fengið alvöru vinnu.... skapa einhver verðmæti í staðinn fyrir að sjúga opinbera spenann.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 23:12
eyðsla ríkisins miðað við þjóðarframleiðslu hefur bara aukist með árunum
http://datamarket.com/data/set/1v2q/government-spending-as-percent-of-gdp-selected-countries#!ds=1v2q!1wgm=6&display=line
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 23:18
Því miður er láglaunaeyjan Ísland að sökkva dýpra. Raunar eru kjör lækna svo aum að menn þurfa í raun út fyrir Evrópu og þar er stærsti hluti Rússlands meðtalinn enda er Moskva orðin ein dýrasta borg Evrópu.
Sérfræðingar á dýrustu einkasjúkrahúsum í Moskvu hafa sumir sína eigin bílstjóra. Það eru ekki hópar atvinnulausra sérfræðinga í læknisfræði í Evrópu þeir sem halda það byggja á óskhyggju og vanþekkingu. Þegar lífskjör og laun eru tekin undir eitt verður nánast ómögulegt að fá til landsins annað en íslendinga enda er Ísland að breytast í fátækrarafkima.
Laun sérfræðinga td. á norsku ríkissjúkrahúsunum eru um 1 miljón norskra á ári og þeir sem hafa mikla yfirvinnu hafa talsvert hærri laun eins þeir sem vinna á einkareknum sjúkrahúsum eða sjárlfstætt starfandi sérfræðingar þá eru menn komnir upp í tvöfalt þetta.
Menn sáu kanski að Hulda fyrirverandi forstjóri Landspíalans hætti á Ahus og vandamálið þar er gríðalegur skortur á hæfu starfsfólki.
Það á að stórauka framlög til krabbameinslækninga og Ísland er ekkert match fyrir olíuríkið Noreg.
Ég spái að óbreyttu mun ´verða gíðarlegur atgerfisflótti. Menn hafa misst gríðarlega mikið af velborguðum störfum og það sem situr eftir er að mestu láglaunavinna í ferðamannageiranum sem gefur litla framtíð.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 15:39
Hvells
Það var ekki eyðslan (government spending) sem jókst það var nefnarinn, þjóðarframleiðslan (GDP) sem snarminnkaði og menn tóku mismunin að láni. Mikið af þessu var raunar tengdur hruninu og menn gagnýna fyrri stjórn fyrir að skera of lítið niður og eins að hafa ekki keypt upp stærri hluta af þrotabúunum sem hefðu verið kaup aldarinnar.
Ég held raunar að menn skortir þrek til að skera niður enda mun svíða illilega undan því. Menn ætla td. að skera niður 100 miljónir í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og það eru næstum tveggja miljarða halli á Landspítalanum þannig að það er ekkert eftir en að fara að loka deildum og trappa niður. Menn hafa ekki fjármagn eða fólk til að reka þetta.
Ætla menn að fara á "hausveiðar" til að reyna að ná fagfólki þá er það gríðarlega dýrt og væntanlega árangurslítið.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.