Flugvallarvinir

Nú vilja flugvallarvinirnir fara í rándýra framkvæmd til þess að dreyfa byggðina enn meira.... sama fólkið og finnst dýrt að flytja flugvöllinn til Keflavíkur.

Eru menn að grínast eða?

Hvernig væri að færa flugvöllin og þétta byggð?

hvells


mbl.is Vilja ræða við ríkið um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitlaust spurt. Besti flokkurinn, VG, D og Samfylkingin ætla að LOKA flugvellinum ekki færa hann. Stór munur á því.

TED myndskeiðið hjá ykkur um þéttingu byggðar í USA er áhugavert. Samkvæmt því er skynsamlegast er gera öll hverfi Reykjavíkur "walkable" í stað þess að byggja nýtt hverfi í Vatnsmýrinn eða nýjan Reykjavíkurflugvöll fyrir tugi milljarða.

Jón G. (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 11:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei alls ekki. Vegna þess að flest störf eru í 101rvk þá er best að byggja í 101rvk svo fólk getur labbað í vinnuna.

Þú græðir ekkert að þétta úthverfin þegar allir keyra austur í vinnuna í fyrramálið og svo vestur um eftirmiðdaginn... með tilheyrandi umferðartempu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 12:32

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

færa flugvöllinn í Keflavik.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 13:15

4 identicon

"Walkable" vandinn er að flest störfin eru í 101 og nágrenni. Auðveldast, ódýrast og flótlegast er að fjölga störfum í úthverfum eða nær miðju höfuðborgarinnar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans ættu t.d. að vera í Kópavogi og byggja ætti íbúðir í grend við Hörpuna.

Skrítið að vilja flytja innanlandsflug á Miðnesheiði og auka ferðavegalengd um 170 km sem er þvert á "walkable" hugmyndafræðina. Hvað eru annars margir tugir hektarar af byggingarlandi þegar fyrir hendi við 101?

Jón G. (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 14:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Landsbankinn vill vera í miðbænum. Þú getur ekki neytt fyrirtæki að flytja í úthverfið...

Í stað þess að bjóða fólki uppá húsnæði nálægt vinnunni sinni þá viltu flytja vinnuna í úthverfin

Gerir þú grein fyrir þér hversu brengluð þessi hugmynd er?

Og allt útaf einhverjum flugvelli í miðri borg. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 14:29

6 identicon

Borgarráð "neyðir" fyrirtæki og fólk til þess að velja sér staðsetingu skv. aðalskipulagi.

Ef markmiðið er að loka Reykjavíkurflugvelli til þes að steypa nýtt úthverfi við 101 þá er réttast að menn segji það upp hátt í stað þess að tala um "flutning" á flugvelli.

Ef stefnan er að draga úr þörf á einkabíl og að gera höfuðborgarsvæðið "walkable" að TED USA fyrirmynd þá er hagkvæmast og fljótlegast að fjölga störfum í nágrenni miðju höfuðborgarsvæðisins (Smáranum),  í úthverfum og í næstu sveitarfélögum en ekki við Tjörnina, sem NB er ekki í miðju borgarsvæðisins. 

Ef stefnan er að þétta byggðina við Tjörnina þá eru tugir hektara nú þegar lausir til byggingar við 101. Íbúðarblokk á gamla Landsbankareitinn væri góð byrjun.

Jón G. (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 15:37

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvernig sérð þú fyrir þér að "fjölga störfum í úthverfum" án þess að beyta nauðungi?

Sérð þú það vera gáfulegt skref fyrir útsvarsgreiðendur í RVK að neyða gjöful fyrirtæki úr sínu sveitafélagi svo þeir byrja að greiða skatta í Kópavogi?

hv

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 16:53

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst fjölmörg fyrirtæki í úthverfunum. Gaman að sjá það. Er ekki að tala um almenn fyrirtæki, heldur höfuðstöðvar þar sem fjölmennir starfsemnn eru.

Fyrirtækjum er frjálst að vera með sína starfsemi þar sem það vill.

Ef einhver fyrirtækjaeigandi er að lesa þetta, þá er ágætis "move" að vera með ódýrar höfuðstöðvar í úthverfunum. Starfsmenn sem búa í grennd eru þá í "walkable" lengd frá vinnustaðnumog þeir sem búa í miðbænum keyra þá á milli (eða flytja í úthverfið).

Tek undir með hvells, ekki skikka fyrirtæki að flytja sig, það er fáránlegt.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 17:01

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þið prófið að gúggla 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi. Og skoðið staðsetninguna á þeim (höfuðstöðvum). Þið væruð hissa á hve fá eru í miðbænum.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 17:02

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Mikið er aumt að heyra þetta rugl í ykkur. Ef þið viljiðð leggja niður

Reykjavíkur flugvöll, Þá gerið þið það, en það þýðir að ekkert

innanlads flug fer fram um Reykjavík því Keflavík getu ekki komið

í staðinn. og eigin staður er hæfur fyrir flugvöll sem þjónar nútíma

flugumferð í atvinnuskyni. Það eru flugvellir í Mosfellsbæ og

Kópavogi til frístunda fugs. Núverandi Reykjavíkur flugvöllurer eini

völlurinn á Höfuðborgarsvæðinu sem er þanig staðsettur að

hægt er að nota ILS og IFR þjónustu við farþegavélar, öll önnur svæði

eru þegar byggð eða ónothæf. Fari völlurinn í Vatnsmýrinni er óþarfi að

hugsa um frekara innanlandsflug, ódýrast og best væri að flytja Höfuð-

borgina og hennar starfsemi til t.d. Akureyrar og láta Reykjavík koðna

niður. Handhafi flugskírteinis Nr.1282

Leifur Þorsteinsson, 16.10.2013 kl. 17:32

11 identicon

Það er erfitt fyrir S&H að vera samkvæm sjálfum sér. Vilja að borgaráð "neyði" landsmenn til þess að loka Reykjarvíkurflugvelli en alls ekki að "neyða" fjölmenna vinnustaði til þess að blandast betur við íbúðabyggð sem þegar er til staðar. Ágætt er að átta sig því að Borgarráð "neyðir" aðalskipulag upp á borgarbúa og fyrirtæki. Hvorki fólki né fyrirtækjum "er frjálst að vera með sína starfsemi þar sem það vill". Með greiðum samgöngum um Sundabraut þá getur Reykjavíkurborg t.d. boðið Landsbankann og öðrum mannfrekum vinnustöðum  að byggja á ódýrum og samgönguvænum lóðum í Gufunesi.

Óþarft er að loka Reykjavíkurflugelli 2016 til þess að þétta byggð eða gera höfuðborgarsvæðið "walkable". Mæli með að við horfum aftur á TED myndskeiðið sem fjallar um betri byggð í stað þess að steypa ný hverfi eins og 102.

Jón G. (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 18:35

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Innanlandsflut flyst til Keflavíkur. Það er best fyrir alla.

Þeir á landsbyggðinni sem vilja fara til útlanda þurfa ekki að koma við í RVK og redda sér rándýrt far á milli rvk og kef.

Þeir geta þá flogið beint á millilandaflugvöllinn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 19:22

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flest fyrirtæki hafa höfuðstöðvar utan miðbæjar rvk.

Sé ekki vandamálið sem Jón G er að reyna benda á.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2013 kl. 01:08

14 identicon

Það er alveg á hreinu að innanlandsflugið leggst af ef flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur.

Það er arfavitlaust hugmynd og auðséð að þeir sem henni eru fylgjandi eru ekki að nota innanlandsflugið í dag og skilja þetta má ekki fyllilega.

Láki (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 08:00

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Láki

þú veist einfaldlega ekkert um það hvort flugið leggst af eða ekki.

Ég get alveg sagt að það leggst ekki af, þá er orð á móti orði .

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2013 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband