Miðvikudagur, 16. október 2013
Framsóknartékkinn
"Starfsemi Íbúðalánasjóðs verður ekki bjargað og viðskiptamódel hans mun ekki duga til þess að snúa orðnu tapi sem mun á endanum lenda á skattborgurum"
Rétt er það.
Margir eru að bíða eftir stóra Framsóknartékkanum.... en einsog raunin er núna þá verður þetta ekki inneign hjá almenningi heldur 100milljarða skuld.
Þökk sé XB.
hvells
![]() |
Forstjóri FME: Tap Íbúðalánasjóðs endar á skattborgurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur aldrei staðið til að senda neinn tékka.
Fjöldi lána hafa þegar verið leiðrétt án tékkasendinga.
Og ekki króna runnið úr ríkissjóði vegna þeirra.
Þetta er margoft búið að benda þér á að undanförnu.
En samt heldurðu áfram að boða villukenningar þínar?
Vonandi áttu eftir að stíga í vitið einhverntímann.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2013 kl. 11:56
Guðmundur
Málið er að hvellurinn og sleggjan hefur bent á þetta í fjölmörg ár. ÍLS er á 100% ábyrgð ríkissjóðs og kostnaðurinn skiptir hundurði milljarða... forstjóri FME staðfestir málflutning okkar... þvert á það sem þú og aðrir "fjármálasnillingar" hafa reynt að benda á.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 12:34
Ætlar Guðmundur að fullyrða að leiðrétting lána mun ekki lenda á skattgreiðendum?
Hvað viltu leggja undir? Ég skal taka hvaða veðmáli sem er á móti þér.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 13:13
Hvells.
Hvernig stendur á því, að þrátt fyrir að ég hafi í löngu innleggi hér um daginn útskýrt fyrir þér að engin ríkisábyrgð sé á íbúðalánasjóði, þá skiptir það engu máli að þú talar enn um þessa ábyrgð?
Þrátt fyrir að ég hafi raðað hér inn bæði lagagreinum og skýringum lögmanna á því að þessa ríkisábyrgð sé hvergi að finna í neinum lögum í landinu.
Og það er alveg skýrt, að ríkisábyrgð fæst ekki á nokkurn skapaðan hlut nema með skýrum lögum, samþykktun á Alþingi.
Sleggja og Guðmundur,
Leiðrétting lána mun lenda á skattgreiðendum þannig, að hún lendir á lífeyrissjóðunum.
Þessi lánastarfsemi með verðtryggðu lánin er búin að vera bullandi ólögleg eins og nánast öll önnur lánastarfsemi í landinu síðustu 10-20 árin, og þegar EFTA hefur fellt sinn úrskurð þá lendir höggið á lífeyrissjóðunum.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að ríkisstjórnin fresti sínum hugmyndum um leiðréttingar a.m.k. þar til EFTA hefur skilað sínu áliti, enda ekkert annað en galið að fara að setja miljarða tugi eða hundruð inn í lán, korteri áður en við fáum niðurstöðu um lögmæti þeirra.
Ég allavega vona að þeir sýni þá skynsemi að bíða með allar aðgerðir uns EFTA klárar álitið.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.