Miðvikudagur, 9. október 2013
Verðmætt starfsfólk
Viðskiptafræðingar eru ótrúlega verðmætt starfsfólk. Langflestir af þeim starfa á einkamarkaði og eru að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Ég veit það sjálfur af eigin skynni að viðskiptafræðingar er sú starfsstétt sem þarf að leggja hvað harðast að sér til þess að fá stöðuhækkun eða hærri laun. Þarna er fólk metið að verðleikum og dugnaði enda er viðskiptafræðin mjög vítt fag með marga vinkla. Viðskiptafræðingar eyða ekki tímanum í að væla í stjórnmálamönnum og fara í verkföll til að fá hærri laun. Þess í stað leggja þeir hart að sér og sýna verðleikan í verki.
hvells
![]() |
Laun hafa hækkað en karlar þéna meira en konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samt eru margir feimnir að kalla sig viðskiptafræðinga af einhverjum ástæðum.
ólafur og frosti sem dæmi :D
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2013 kl. 20:50
rétt er það
finnst það oft á tíðum óskiljanlegt....
þetta fag fékk smá útreið eftir hrunið.... ekki besta almenningsálitið á þessi fræði frá fólki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2013 kl. 21:37
En sama hvað fólk finnst þá tala launin sínu máli um verðmæti námsins
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2013 kl. 21:38
Það er ágætt að íslenskir viðskiptafræðingar hafi hátt álit á sér. Það fer nefnilega ekkert sérstaklega mikið fyrir vísindaframlagi neinna af þessara 4 háskóla sem útskrifa fólk af miklum móð í þessu fagi með örfáum undantekningum.
Smá "wake-up call".
Það þykir raunar ekkert fínn pappír að útskrifast frá "efnahagsmolbúaeyjunni Íslandi" í hagfræði/viðskiptafræði frá einhverjum "no-name" "university" sem er í besta falli "university collage" þegar þú kemur út í heim.
Sorry!
Á Norðurlöndum ertu meðhöndlaður sem geislavirkur úrgangur. Þú færð kanski vinnu á bæjarskrifstofu no-name bæjarfélags í afskektum dal langt út í sveit við að svara í síma og færa niður bókhald. Það er eins gott að reyna að komast inn í virtan erlendan háskóla taka mastersgráðu þar og reyna að grafa hitt niður í ferilskránna. Major mistök að reyna að taka þetta á Íslandi. Það virkar bara á Íslandi.
Sérstaklega ertu í slæmum málum ef þú hefur starfsreynslu í þessum gjaldþrota bönkum. Já það er eins og hafa unnið í ENRON eða hafa verið á skrifstofunni í sjóðstjórnun hjá Madoff í New York. Þótt þetta þyki ennþá svolítið fínt á Íslandi þá er það bara á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsmenn, hjúkrunnarfræðingar og læknar sem flestir hafa áralangt erlent sérnám á bak við sig sem og verkfræðingar og verkmenntað fólk eru eftirsótt fólk.
Íslenskir stjórnmálamenn, bankamenn og lögfræðingar og íslensk menntaðir viðskipta og hagfræðingar eru lítt eftirstóttur starfskraftur utan Íslands. Sorry!
Kanski framboð og eftirspurn hafi áhrif á launakjör? ... varla.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 00:56
Takk fyrir þessa "tölu" Gunnr
En ég skal lofa þér að þeir viðskiptafræðingar sem eru með hvað hæst laun eru þeir sem hafa menntað sig með t.d MBA gráðu í erlendum virtum háskólum.
Að sjálfsögðu er betra að hafa gróðu frá topp 10 háskólum í heimi. En þeir eru aðalega í USA og mjög fáir komast að. En fjölmargir Íslenskir viðskiptafræðingar eru með MBA gráðu frá Harward, MIT og NYU. Sama hvað þú segir.
En sama hvað þú heldur fram hér Gunnr..... þá tala launin sínu máli. Miðað við þessa "tölu" þína hér þá sé ég votta fyrir smá öfundsýki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.10.2013 kl. 14:16
Þú ferð einnig mjög "frjálslega" með sannleikann ef þú heldur að meirihluti hjúkrunarfræðinga sé menntaðar erlendis...
En grunnám í hagfræði og viðskiptafræði hér á landi hefur reynst sem mjög góður undirbúningur fyrir framhaldsnám erlendis.
Þar er ekkert slegið af kröfunum. Það eru fjölmargir nemendur í þessum fögum sem hafa nýtt sér ERASMUN áætlunina sem felur í sér skiptinám í eitt ár erlendis. Ég þekki nokkra sem stnduðu nám í CBS í ár... þó að þeir útskrfuðustu frá HÍ.
En einsog ég segi... þá tala launin sínu máli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.10.2013 kl. 14:35
Það að líkja bestu og háskólum heims margir með Nóbelsverðlaunahafa sem prófessora og setja þá í flokk með með Bifröst og HR sem er milli 5000 og 7000 í röðinni á háskólastofnunum heimsins er eins og lélegur brandari enda er akademískt vægi þeirra ákaflega lítið. Þetta er væntanlega ekkert flókið. Á eyjunni litla Íslandi fær þetta fólk vinnu í gegnumn tengslanet sinna skóla þetta er gjörþekkt alls staðar einnig á Norðurlöndum í ákveðnum fylkjum í Bandaríkjunum ofl stöðum, sem ég þekki til þá velja menn sitt fólk en vandamálið er að þetta virkar bara á Íslandi. 800.000 íslenskar krónur er kanski hátt á Íslandi en það er bara á krónusvæðinu þar alls staðar annars staðar þætti þetta ömurlega lélegt. 35þús norskar á mánuði eru mánaðarlaun sérhæfðs hjúkrunarfræðings í Noregi án vaktavinnu. Raunar eru þær/þeir sem vinna í afleysingarstörfum hærra borgaðar.
Það hafa tapast hurnduð þúsunda jafnvel miljónir starfa úr fjármálageirum í Bretlandi/USA og Evrópu. Það er viðbúð að þetta bankaævintýri á Íslandi taki enda og þá verður beinhörð hagræðing en þetta hefur haldið áfram á ákveðnu gráu svæði milli eiganda, skilanefnda og ríkis. Daglegur hverstagsleikinn kemur til að kikka inn og þar þurfa bankar að lifa af mismuni innistæðna og útlána og það verður gamli sparisjóðagírinn fjárfestingarbankaruglið er fyrir bí.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 17:01
Minna á að það er gott að benda á heimildir málflutningi sínum til stuðnings.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 10.10.2013 kl. 19:24
Ég var varð að stríða ykkur strákar, varð aðeins að slá ykkur til jarðar. En þetta er í raun satt og það vitið þið best sjálfir. Það Án gríns þá er ástandið ekkert gott og það örlar ekki á gleði á sjórnarheimilinu. Það er betur og betur að koma í ljós að íslenska hagkerfið er ekki gjaldfært og landið stefnir hröðum skrefum að nauðarsamningum. Hvernig menn ætla að draga einhvern afslátt út úr þessu bixi eins og Framsóknarflokkurinn er sífellt erfiðara að sjá. Landið er brátt komið í ruslflokk og verður þar næstu árin og landið mun verða kreist eins og sítróna öðrum skuldaþrælum til ævarandi viðvörunnar.
Íbúðarlánastjóður er gjaldþrota. 5 árum eftir hrunið er fjármálakerfið í raun stein dautt. Núna er lognið á undan storminum. Það er gríðarlegur barnaskapur að halda að kröfuhöfum í íslenska bankakerfið og í raun í flest fyrirtæki og stóran hluta íbúðarhúsnæðis landsmanna muni yfirgefa svæðið baráttulaust. Já þeim liggur ekkert á það eru enginn gríðarleg tækifæri sem liggja fyrir og kanski þeir fari að hrista "taflið" og færa stöðuna sér í vil og óteljandi aðferðum er hér hægt að beita eins og staða Íslands er.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 20:37
haha, goður
já, það er reyndar rétt, íslenska skulduga ríkið í vandamálum, gjaldmiðillinn dauður og engin lausn í nanustu framtíð, og já, ILS í rugli líka
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 10.10.2013 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.