The great global warming swindle

Ekki fullkomin mynd. En vel þess virði að skoða þessa hlið málsins. Gagnrýnin hugsun

 

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Great_Global_Warming_Swindle

 

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta er áhugaverð mynd en eins og sjá má á Wikipedia síðunni þá er nú ýmislegt sem hægt er að gagnrýna.

1) CO2 fylgir hlýnun eftir lok ísalda eins og myndin heldur fram. En lok ísalda og upphaf hlýskeiða orsakast af breytingum á braut sólar umhverfis hnöttinn. Enginn loftslagsvísindamaður heldur því fram að aukning CO2 hafi verið orsakavaldurinn hér. En myndin heldur því þvert á móti fram að IPCC noti hlýnun af völdum CO2 eftir ísaldir sem sönnun fyrir áhrifum CO2.

2) Myndin heldur því fram að það taki hundruðir ára áður en hækkandi hitastig valdi mælanlegri hækkun á sjávarhita. En hér sýna beinar athuganir að sjávarhiti hækkar mælanlega í takt við aukið magn CO2.

3) Myndin heldur því fram að vatnsgufa orsaki 95% gróðurhúsaáhrifa. Réttari tala er 36-70% skv. Wikipedia, en CO2 með 9-26%.

4) Myndin heldur því fram að CO2 nemi 0,054% af andrúmslofti. Réttari tala myndi víst vera 0,04% (miðað við 400 ppm).

5) Árleg losun mannkyns á CO2 er um 9 gígatonn, af því er um helmingur tekinn upp af höfunum. Viðbót mannkyns við heildarmagn er um 4 gígatonn á ári. Myndin heldur því fram að mannkyn beri ábyrgð á 1% af CO2 magni í andrúmslofti, hið rétta er að mannkyn eykur heildarmagn um 1% á ári. Það samsvarar tvöföldun heildarmagns á um 70 ára fresti, eða viðbót upp á 60% á 50 ára tímabili.

6) Myndin heldur því fram að núverandi hlýnun sé vegna áhrifa frá sólu. Þetta er reyndar aðal punktur myndarinnar, studdur línuritum. Allar rannsóknir á áhrifum sólar hafa sýnt að þau eru engan veginn nóg til að skýra núverandi hlýnun síðustu 100 árin. Þvert á móti hafa áhrif sólar farið minnkandi, geislun frá henni hefur verið undir meðallagi frá 1987.

7) Myndin heldur því fram að hlýnunin núna sé ekkert sérstakt, það hafi t.d. verið mun hlýrra á hlýskeiði miðalda. Þetta er ekki rétt samkvæmt rannsóknum, núverandi hitastig er hærra en var á miðöldum, og hlýnunin talsvert hraðari.

8) Carl Wunsch, prófessor í sjávareðlisfræði við MIT, kemur fram í myndinni. Hann sagði eftirá að orð hans hafi verið tekin úr samhengi: Hann hafi bent á að núverandi hlýnun geti valdið enn hraðari aukningu CO2 vegna þess að hlýrri sjór tekur til sín minna CO2 en ella. Með því hafi hann verið að benda á hættuna af núverandi hlýnun. Orð hans voru notuð í myndinni til að gefa í skyn að hann væri að segja eitthvað allt annað: Að höfin innihaldi svo mikið CO2 að framlag mannkyns skipti engu máli.

9) Aðal punktur myndarinnar er byggður á rannsóknum danska jarðeðlisfræðingsins Egil Friis-Christensen á áhrifum sólar. Myndin setur fram línurit byggt á rannsóknum hans, en samkvæmt Agli eru fyrstu 100 árin á línuritinu hreinn tilbúningur þáttagerðarmanna. Auk þess gefi framsetning á rannsóknum hans í skyn að hann hafni hlýnun af völdum CO2, en sjálfur segist hann þvert á móti alls ekki vera á þeirri skoðun, né gefa neitt slíkt í skyn í rannsókn sinni.

10) Aðal punktur myndarinnar er áðurnefnd rannsókn eftir Egil Friis-Christensen, sem birt var í tímaritinu Science 1991 og sýndi náin tengsl milli sólarvirkni og hitastigs. Síðari rannsóknir hafa sýnt að þessi niðurstaða Egils stenst ekki, t.d. rannsókn Mike Lockwood 2012.

11) Rannsókn Egils er gerð til að sanna þá kenning hans og annarra að flókið samspil sólbletta og skýjamyndunar valdi merkjanlegri hlýnun eða kólnun. Þessi kenning er byggð á mörgum ósönnuðum tilgátum, og aðrar rannsóknir benda til þess að slíkt samspil, ef það á sér stað, hafi sáralítil áhrif á veðurfar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.10.2013 kl. 06:20

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt Brynjólfur.

Ég las þessa gagnrýni á myndina á ensku á Wikipedu.

Metnaðarfullt af þér að snara þessu yfir á íslensku, færð þakkir fyrir.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2013 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband