Þriðjudagur, 8. október 2013
Sænska leiðin
Það dugar ekki að henda pening í vandann. Við þurfum að stokka upp rekstri heilbrigðiskerfisins.
Svíþjóð fór þá leið og hefur gefist frábærlega.
Heilsugæslur eru einkareknar og ríkið gefur sjúklingum ávísanir sem þeir geta notað á þeim stað sem þau vilja. Það fá allri aðgang að heilsugæslu þrátt fyrir einkarekstur.
"Oddur Steinarsson, læknir í Svíþjóð, segist skilja þá sem hafa áhyggjur af því að fjármálaöfl nái undirtökum í hluta heilbrigðiskerfisins með innkomu einkareksturs í heilsugæslukerfið. Oddur er framkvæmdastjóri slíkrar heilsugæslustofu í Gautaborg og segir árangurinn af samkeppni í heilsugæslu í Svíþjóð hafi gefist mjög vel."
http://www.vb.is/frettir/96783/
hvells
![]() |
Erfitt verk fyrir höndum á lyflækningasviði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bendi einnig á að Norðmenn gerðu það sama með Fastlegekerfinu sem var tekið í gagnið fyrir 12 árum síðan. Voru áður fyrr með nánast sama kerfi og Íslendingar. Forsenda til að stýra straumi stjúklinga og ná tökum á kostnaði er að byggja upp heilsugæslu. Enda er það samnefnari allra landa sem tekst að halda heilbrigðisútgjöldunum um 9-10% af þjóðarframleiðslu. Bandaríkjamenn eru með um 18%.
Það tókst að bjarga heilsugæslunni frá hruni í báðum löndunum (Svíþjóð og Noregi) og heilbrigðisútgjöld hafa haldist nokkuð jöfn miðað við þjóðarframleiðlsu en þetta sparaði ekki neitt og raunar var gefið í í heilsugæslu enda sparnaðurinn tekinn út á öðrum stað. Raunar gildir það sama í Danmörku og Englandi þar sem heimilislæknar eru á samningi og raunar breskir heimilslæknar lang launahæstir miðað við meðaltal og þá ertu þú að tala um 5-6 faldan launamun miðað við íslenska heimilislækna en var um 3 faldur fyrir hrun svo því sé haldið til haga.
Menn ætla sér skv. núverandi fjárlagafrumvarpi að spara 100 miljónir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er í frjálsu falli.
Einkarekstur er í mörgu í íslenska heilbrigðiskerfinu og tvær heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru raunar reknar með þessu módeli og helst þeim betur á starfsfólki en eru ekkert ódýrari.
Vandræði Landspítalans sem hér er lýst er að þetta er rekið í hálfraraldar til aldar gömlu úreltu húsnæði og menn valda ekki að hafa starfsemi á svo mörgum stöðum með margföldum vöktum ekki bara hjá læknum heldur öðru starfsfólki. Úrelt tæki og tafir. Þetta er margreiknað út að menn geta sparað allt að 10% af rekstrarútgjöldum árlega þeas yfir 3 miljarða vegna þessa. Þetta er margrannsakað það eru engin verðmæti í gömlum úreltum húsakosti sem illa er haldið við. Dreifðar litlar einingar eru afskaplega dýrar og menn hafa hvorki fé, tæki eða mannskap til að halda uppi starfsemi í þessu. Það að endurnýta gamalt sjúkrahúshúsnæði og kostar álíka mikið og nýtt og er í raun enn dýrara þetta hefur einnig verið margreiknað út erlendis.
Þegar menn hafa
1. Ekki ráð til að byggja nýtt sjúkrahús þar er lykilatriðið að "samlokalisera" færa allt á sama stað sem er grundvallarforsenda þess að hagræða og spara, né að endurbæta núverandi húsakost að einhverjum hluta.
2. Ekki ráð að kaupa og endurbæta lífsnauðsynleg tæki. Bæði í greiningu og meðferð. Framfarir í læknisfræði eru gríðarlegar. Allt önnur og miklu tækjafrekari og dýrari aðgerðartækni en fyrir 20 árum síðan. Ný og stórbætt geislalækningartækni við krabbameinum er að ryðja sér til rúms og smæð Íslands mun gera það að verkum að það er enginn grundvöllur fyrir fleirri litlum einingum þetta verður gríðarleg fjárfesting í tækjum og þekkingu sem þarf til. Síðan er það eins spurning hvort við þurfum að gefa þetta upp á bátinn og senda fólk þá erlendis með margföldum tilkostnaði nema þá menn bara ákveði að láta fólk sigla sinn sjó. Veiti einhverja lágmarksmeðferð og restina geta sjúklingarnir sjálfir eða ættingjar þeirra geri þetta á eigin spýtur erlendis og borgi úr eigin vasa. Þá eru það peningarnir fyrst og síðan meðferð.
3. Hafa ekki ráð að nota bestu lyfjagjöf og kostnaðurinn hefur margfaldast. Meðferð í sjálfsónæmissjúkdómum liðagigt, psoriasis, MS sem og krabbameinssjúkdómum og hvítblæði fleygir fram og kostnaðurinn við meðferðina margfaldast. Raunar greiðir íslenska ríkið meira fyrir slíka meðferð en olíuríkið Noregur sem getur í skjóli stærðar og greiðslugetu pressað niður verðið.
Án nægra tækja, án sómasamlegs húsnæðis, án nægralækna og án nægra fjárveitinga fyrir meðferð á sama tíma fer heilsu þjóðarinnar hrakandi með hækkandi meðalaldri enda fjölgar þeim yfir 60tugt um 3 falt á innan við 20 árum og það mun margfalda fjölda sjúklinga með krabbamein, hjarta og æðasjúkdóma og margfalda álag á greiningardeildum.
Það að halda að það spretti upp nútíma einkasjúkrahús til að keppa við fjársveltan Landspítala úr gjaldþrota ríkissjóði á fámennu láglaunaeyjunni Íslandi er raunveruleikafyrrt draumsýn. Það er eflaust hægt að bjóða einfalda liði út en það byggir enginn upp starfsemi án þess að hafa einhverja langvinna samninga vegna tækjakaupa og starfsmannaráðninga og þá fer fólk í raun eitthvað annað enda er stór hópur íslenskra lækna í verktakastarfsemi á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.