Mánudagur, 7. október 2013
Sjálfsagt
Það er sjálfsagt að merkja vöru sem erfðarbreytt eða ekki en það er varhugavert að skyllda menn til að gera það.
Erfðarbreytt matvæli eru ekki bara óskaðleg heldur forsenda þess að við getum brauðfætt heiminn betur en við gerum í dag.
hvells
![]() |
Hættu innflutningi á erfðabreyttum maís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þvert á móti samkvæmt ráðstefnunni sem var haldin í dag. Í raun hefur erfðarbreytt framleiðsla hvorki uppfyllt væntingar um meiri uppskeru né um nægilegt mataröryggi. Fólk er enn tortryggið. Og iðnaðurinn hefur ekki gert neina langtíma rannsókn sem sýnir að neysla erfðabreyttra matvæla sé örugg til langs tíma.
Gissur (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 22:25
Erfðaefni er ekki eitur. Erfðaefni er einfaldlega efni sem stýrir því hvernig lífverur mótast og þroskast (svo dæmið sé einfaldað). Erfðaefni er að finna í hverri einustu frumu hverrar einustu lífveru...þú innbyrðir haug af erfðaefni úr öðrum lífverum á hverjum degi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 23:50
Hver eru langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á lýðheilsu? Gerðar hafa verið tvær umfangsmiklar rannsóknir á því. Árið 2004 komst Bandaríska vísindaakademían að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að staðfesta nein tilfelli þar sem neikvæð áhrif á heilsu væru beintengd erfðabreyttum matvælum. Árið 2008 komst Konunglega breska læknisfræðistofnunin að þeirri niðurstöðu að undanfarin 20 ár hafa milljónir manna neytt erfðabreyttra matvæla að staðaldri og engan skaða hlotið af.
Breska rannsóknin var samansafn niðurstaðna úr 130 óháðum rannsóknum sem höfðu verið í gangi í 25 ár og náðu til hundraða milljóna manna. Það að engin skaðleg áhrif hafi greinst í svo stóru úrtaki á svo löngum tíma verður að teljast örugg vísbending um að erfðabreytt matvæli séu ekkert til að óttast.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 23:51
Ef ekki væri fyrir erfðabreytt matvæli væri rúmur milljarður manna ekki á lífi í dag og tveir milljarðar manna til viðbótar byggju við hungursneyð. Þessar tölur eru engar lygar. Áætlað er, að með tilkomu erfðatækninnar hafi afköst alls ræktarlands jarðarinnar rúmlega tvöfaldast, og þar með er erfðatæknin orðin lykilþáttur í því að leysa hungurvanda heimsins.
http://www.visir.is/afram-erfdabreytt-matvaeli!/article/2011710129993
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 23:55
Annað segir 2 ára rannsókn á erfðabreyttum matvælum, góð lesning
http://link.springer.com/article/10.1007/s00244-006-0149-5#page-1
Svo er annar þáttur í þessu sem að sýnir óréttlætið fyrir bændur, sem lenda í því að akrarnir þeirra "smitast" og þeir sem eiga einkaleyfið af erfðabreyttu lífverunni fara í mál og bændur hafa misst allt út af því. Svo eru mörg dæmi um léléga uppskeru víða um heim, sem hafa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Að styðja þetta ertu að samþykkja að leyfa handfylli af fólki að stjórna matvælum jarðarinnar.
http://naturalsociety.com/gmo-corn-farmers-losing-land-swimming-debt/
Hans (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 03:30
Hans, hvernig væri að fólk gæti komið með raunveruleg rök gegn erfðabreyttum matvælum til tilbreytingar? Ekki bara segja "Monsanto eru vondir kallar með einkaleyfi". Einkaleyfi eru sér vandamál, erfðabreytt matvæli eru það ekki.
Þessi rannsókn sem þú vísar til er þar að auki varla viðurkennd af nokkrum vísindamanni: http://en.wikipedia.org/wiki/Séralini_affair
Gulli (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 07:34
Reyndar hefur matvælaöryggisstofnun Evrópu dregið til baka efasemdir sínar á Seralini rannsókninni og boðið 3 milljónir evra í fjármagn til að einhver annar geti endurtekið rannsóknina.
Til gamans má geta að Seralini rannsóknin er gerð nákvæmlega eins og 90 daga rannsókn sem Monsanto lagði fyrir matvælaöryggisstofnanir. Eini munurinn á henni og Seralini rannsókninni er að Seralini gerði tveggja ára rannsókn í stað 90 daga. Þannig að ef Seralini rannsóknin er rugl þá er Monsanto rannsóknin það líka.
Með þennan milljarð þá sýna tölur að kornrækt hafi í heild aukist um 28% frá 1996 til 2007 og hlutur GM korns í þeirri aukningu var í kringum 3-4%. Svipað með soya. Þannig að við skulum ekki missa okkur alveg í gleðinni.
Það merkilega við alla þessa umræðu er að innmúruðum vísindamönnum á Íslandi hefur margoft verið boðið að sækja ráðstefnur, koma í viðtöl, sitja fyrir svörum um erfðabreytta ræktun. Enginn af þeim vísindamönnum sem skrifuðu greinina fyrir helgi sem dásamaði erfðabreytta ræktun mætti til dæmis í gær og afhjúpaði "ruglið" sem var borið á borð fyrir fólk. Nei. Tæplega 4 klukkutímar af opinni umræðu um erfðabreytt matvæli og ræktun komu þeim greinilega ekkert við. Vel á minnst, að minnsta kosti 3 af þessum 7 eða 8 vísindamönnum sem dásömuðu erfðabreytta ræktun og fullyrtu að engar rannsóknir væru um skaðsemi þeirra hafa beina hagsmuni af aukningu erfðbreyttrar ræktunar. Það er svona eins og bifvélavirki sem segir að bílategundin sem umboðið hans selur séu öruggustu bílarnir.
Og að lokum. Ef þetta er svona frábært allt, af hverju má þá ekki merkja þetta? Ef ég byggi til vöru sem myndi bjarga heiminum frá hungri, væri ódýrari í framleiðslu og algerlega sambærileg náttúrulegu vörunni þá væri ég að auglýsa hana dag og nótt í öllum fjölmiðlum. Þú mundir ekki geta farið neitt án þess að vita af henni. Að hún væri erfðabreytt og að hún væri hættulaus. Af hverju gerir þessi iðnaður akkurat öfugt við það sem fólk sem hefur trú á vörunni sinni gerir?
Gissur (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 11:27
gissur
í þessu löngu komment hjá þér kom ekkert fram sem stiður þinn málflutning. það að einhverjir stjórnmálamenn í ætla að veita fjármagn í eitthvað verkefni er bara merki um fáfræðislu viðkomandi stjórnmálmanna.... enda er nóg af krötum og græningjum í evrópuþinginu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.10.2013 kl. 12:44
Gulli
sammála þessu....
Svo er Monsato frábært fyrirtæki sem hefur aukið lífsgæði í heiminum. Jafnvel bjargað mörgum mannslífinum með því að framleiða mat með lágum kostnaði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.10.2013 kl. 12:50
En það er auðvitað kostir og gallar af þessu öllu
Kostirnar eru miklu meiri.... og getur skipt mannslífum.
hv
Sleggjan og Hvellurinn, 8.10.2013 kl. 13:09
Kostir? Monsanto frábært fyrirtæki? Ertu eitthvað ruglaður? Eru það kostir að fólk svipti sig lífi þegar uppskeran hefur ekki virkað eins og þeim var lofað? Eru það kostir að forráðamenn fyritækisins stela jörðum af bændum? Þú ert greinilega lítið upplýstur um þetta.
Það eru engir kostir af þessu, handfylli af fólki á ekki að stjórna matvælaframleiðslu heimsins, eru það kostir? Og þessi rannsókn er víst viðurkennd sama hvað þið franken matsmenn tautið. Þori að veðja að þið hafið ekki einu sinni lesið hana.
Hans (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 14:18
Monsanto er að brauðfæra milljónir manna.
Eitthvað annað er margir..... t.d þú Hans sem dæmi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.10.2013 kl. 15:28
Ef áhuginn á mannslífunum væru jafn "mikils virði", í umræðum um hergagnaframleiðslu til slátrunar á fólki jarðarinnar?
Ja, þá væri nú líklega eitthvað að marka þessa "umhyggju" helgráðugu heimsveldisins-stjórnsýslunnar, til að bjarga sveltandi fólki í heiminum frá hungursneyð og dauða. En þar tekur þessi "umhyggja" því miður enda, af hálfu heims-stjórnsýsluveldisins.
Því miður held ég að eitthvað sé bogið við það, að ætla að menga hreina framleiðslu, og lækningajurtir upprunalegu og ævafornu lækninganna, með útbreiðslu erfðarbreyttrar framleiðslu. Það er útilokað að koma í veg fyrir mannleg mistök í útbreiðslu, þrátt fyrir góð fyrirheit í upphafi. (Það er mannlegt að gera mistök).
Það hafa sumir vísindamenn reynt að benda á hættu vegna erfðarbreyttra matvæla, en það hefur verið þaggað niður í þeim, af valdhöfum heimsins.
Það var líka þaggað niður í þeim sem á sínum tíma bentu á, að asparstam (gervisykur) væri stórhættulegur fyrir heilsuna. Í dag er ekki lengur hægt að bera á móti því að asparstam er hættulegt, og veldur alls kyns heilsufars-vanda, fyrir einstaklinga sem nota þetta eitur.
Ég kann nú ekki að útskýra það í smáatriðum. En það geta eflaust margir aðrir, sem hafa betri þekkingu en ég á málinu, og sem þaggað hefur verið niður í opinberlega, upp í gegnum áratugina.
Jarðarbúar hafa verið blekktir og sviknir nógu oft og alvarlega, og tími kominn til að tala um staðreyndir opinberlega, ef ekki á að ganga endanlega frá heilsu, velferð og lífi almennings á jörðinni.
Í upphafi skal endirinn skoða, segir máltækið. Það á vel við í þessu tilfelli, eins og svo mörgum öðrum tilfellum. Sannleiksumræða með réttum og siðferðislega viðurkenndum rökum er nauðsynleg.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2013 kl. 17:36
Það er líka skrýtið að Gulli segir að þessi rannsókn sé ekki marktæk og vitnar í wikipedia!!?? 2 ára rannsókn af óháðum aðilum er ekki marktæk? en 3 mánaða rannsókn sem gerð var af monsanto er marktæk?
Monsanto, Syngenta er krabbamein jarðarinnar og eru að eyðileggja jarðveg og hefta fjölbreytilleika. Ekki skrýtið að fólk og bændur eru að farnir að brenna akrana þeirra og jafnvel hafa ríkisstjórnir eins og Ungverjar kveikt í öllum ökrum sem að innihélt sæði þeirra og sett algjört bann við það, Rússar eru við það að gera það sama. Loksins segi ég bara, burn them all!!
Þetta er allt saman auðvitað bara saklaust og lítð mál því þeir eru að brauðfæða heiminn ekki satt? Mesta bull sem og rugl í þér.
Hans (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 20:01
Hvellur
Ég geri mér grein fyrir því að þú ert tröll. Það er enginn heilvita maður sem heldur því fram að Monsanto sé gott fyrirtæki, hvað þá að þeir brauðfæði milljarði. Það sem styður málflutning minn í langa kommentinu mínu er að 1. Af 28% aukningu magns á korni frá 1996-2007 eru erfðabreyttar afurðir aðeins 3-4%.
2. Langtíma rannsókn á GM korni sem fylgdi stöðlum sem vinir þínir hjá Monsanto notuðu í sinni 90 daga rannsókn sýndi fram á verulega hættuleg veikindi í öllum tilfellum.
3.Sú rannsókn var rifin í tætlur af hagsmunaaðilum og afneitað af matvælaöryggisnefnd EU. Þetta er það sem vísindamenn hagsmunaaðila á Íslandi nota hvað oftast sem skotfæri til sönnunar á því að ekkert bendi til þess að nokkuð sé að erfðabreyttum afurðum. Matvælaöryggisnefnd EU hefur ekki bara bakkað með þetta álit heldur boðið 3 milljónir Evra í fjármagn til að hægt sé að gera langtímarannsókn á skaðsemi eða skaðleysi erfaðbreyttra afurða. Frakkar hafa boðið 2 og hálfa milljón til hins sama. Þetta ættu að vera frábærar fréttir fyrir vini þína í Monsanto. Nú geta þeir loksins sannað mál sitt. En gettu hvað? Þeir munu ekki gera svona rannsókn og reyna að stoppa og uppnefna hvern sem gerir slíka rannsókn. Annað hvort eru báðar rannsóknirnar réttar eða rangar. Ef þær eru réttar er GM kornið frá Monsanto ekki bara hættulegt heldur er það hreinlega glæpur gegn mannkyninu að framleiða það og selja til manneldis. Ef þær eru báðar rangar hefur Monsanto markaðsett og selt afurð sem hefur engar gildar rannsóknir á bakvið sig í mörg ár og hefur mögulega búið sér til himinháa skaðabótaábyrgð svo ekki sé neitt minnst á hegningarlagabrot tengd því að selja óprófaða og mögulega hættulega hluti til manneldis.
4. Engir vísindamenn sem skrifuðu langa grein um dásemdir erfðabreyttrar ræktunar mættu á opið málþing um sjálfbærni erfðabreyttrar ræktunar. Að minnsta kosti 3 af þeim 8 sem skrifuðu þessa grein hafa beina hagsmuni af því að það sé sem minnst regluverk í kringum erfðabreytta ræktun á íslandi. Það er alveg klárt mál. Þeir sem vilja vita meira geta á einfaldan hátt skoðað hagsmunatengsl þessara vísindamanna sjálfir.
5. Þetta kannski styður mál mitt mest. Ef þetta er svona frábært. Af hverju má ekki merkja þetta? Og í framhaldi vísa ég aftur í 2 og 3. Ef þetta er svona frábært. Af hverju má þá ekki skoða þetta til langs tíma?
En þú vilt kannski ekkert vita hvað þú ert að borða.. Kannski finnst þér betra að vera fallbyssufóður fyrir deyjandi iðnað. Mér er sama. Ég hef sagt minn hlut. Og ég nenni ekki að rífast lengur við eitthvað internet tröll semveit ekki hvað það er að tala um.
Góðar stundir.
Gissur (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.