Mánudagur, 7. október 2013
Fáfræði um póker á Íslandi
http://www.ruv.is/ras-2/fleiri-i-poker
Þar segir:
"Ætla má að 4 til 7 þúsund fullorðnir Íslendingar þurfi ráðgjöf vegna spilavanda. Þetta kemur fram í kynningu Ráðgjafaskólans sem heldur núna nokkurra daga námskeið um efnið. Á sama tíma geta einstaklingar með spilavanda sótt 2ja daga námskeið.
Daníel Þór Ólason, sálfræðingur fjallar þar um spilavanda á Íslandi og hver staðan er nú. Bandarískur sérfræðingur, Lori Ruge Ph.D. tekur líka þátt og fræðir ráðgjafa í málaflokknum um hvernig megi sinna þessum vanda betur.
Daníel Þór sagði í Morgunútvarpinu að meira sé um eftir kreppu að fólk spili póker á Netinu og það kaupi líka frekar Lottómiða og spili Bingó. Pókerspil á Netinu sé þó almennt að aukast í Evrópu og spilavandann frekar að finna hjá þeim sem iðki það. Lottó og Bingóið er þá frekar krepputengt og vandinn allra síst fólginn í því að fólk kaupi sér Lottómiða. Almennt er aukning í þátttöku í peningaspilum undanfarin tíu ár, segir Daníel Þór.
Íslandsspil, Happadrætti háskóla Íslands og Íslensk getspá styrkja þetta námskeið. Daníel Þór sagðist ekki sjá neina meinbugi á því að þeir sem reki spilakassa styrki forvarnirnar og fræðslu. Það sé staðreynd að hluti notenda fjárhættuspila lendi í vanda og því eðlilegt að rekstraraðilarnir leggi til pening vegna þess. Engir hagsmunaárekstrar séu þar í sínum huga og alls ekki á þessu námskeiði."
Mínir punktar:
-Ég er fylgjandi frelsi einstaklinga. Ef hann vill spila með sína peninga póker á netinu þá má hann það. Ég spila póker af og til og hef gaman af.
-Ráðgjafaskólinn. Hvaða batterí er það? Er það á ríkisspenanum kannski?
-Póker að aukast á Íslandi og Evrópu. Það er einfaldlega rangt. Það var pókersprenging á Íslandi frá 2007-2010. Það er ekki lengur pókeræði á Íslandi. Aðeins svona 30% af því sem áður var. Enginn umgan gur á íslenskri pókernetsíðu um online póker, aðeins 3 pókerstaðir starfandi í dag, þar voru 7 staðir þegar mest var.
- Það á ekki að flokka póker með bingó og lottó. Ef þú er snjall og góður í stærðfræði og líkindareikningi þá græðiru til lengri tíma. Margir atvinnumenn eru til, nokkrir á Íslandi.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef menn vilja spila póker þá er ekkert að því að spila póker.
Ekkert sem kemur stjórnvöldum við.
Fórnaldarhugsun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.