Mánudagur, 7. október 2013
Ekki annað átak
Í stað þess að eyða skattfé í átak þá á að lækka tryggingagjald og skatta á fyrirtæki svo þau eiga pening til þess að ráða aftur.
hvells
![]() |
Kallað eftir nýjum átaksverkefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/11/09/atvinnuatak-a-sudurnesjum-listi-yfir-adgerdir-rikisstjornarinnar/
Hvellurinn var sáttur með þetta á sínum tíma.
Hvað hefur breyst?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 13:52
Maður er með annan standard þegar kemur að hægri stjórn.
Þetta var fínt miðað við vinstri stjórn
Og að sjálfsögðu betri en ekki neitt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 16:25
Sæll.
Menn halda að hið opinbera geti búið til störf sem er auðvitað reginfirra - öll störf hjá hinu opinbera eru til á kostnað starfa í einkageiranum.
Þessi misskilningur er rótin að þeim vanda sem steðjar að okkur í dag sem og sú þörf fólks að láta hið opinbera passa upp á sig (sem mér finnst mjög undarlegt þegar að fullorðnu fólki kemur).
Til að minnka atvinnuleysi þarf að lækka verulega allar álögur á fyrirtæki og almenning og taka hressilega til í reglufarganinu. Árangurinn myndi koma í ljós innan árs.
Haldið endilega áfram að hamra á þessu eins og þið hafið gert!
Helgi (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 06:00
Hvernig urðu störfin í Álverunum til Helgi?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 8.10.2013 kl. 18:08
@4: Nú veit ég ekki alveg hvað þú átt við?
Álverin mala gull fyrir okkur og það er ekki mál ríkisins eða annarra hvernig staðan er í áliðnaðinum í dag - það er einkafyrirtækja og fjárfesta að meta það hvort þeir vilja fjárfesta í áliðnaðinum. Þó staðan í dag sé kannski ekki beysin skiptir það ekki máli - morgundagurinn skiptir máli.
Hvernig ætli staðan í dag hérlendis væri ef menn hefðu staðið við gefin orð og nú væri verið að byggja álver við Bakka? Hvað ætli ríkið og sveitarfélögin á svæðinu hefðu haft miklar tekjur sem engar urðu frá upphafi framkvæmdar? Ætli vandinn í heilbrigðiskerfinu væri ekki minni ef hið opinbera hefði haft tekjur af þessari framkvæmd? Ætli síðan hefðu ekki orðið til um 250 varanleg störf við álver á Bakka ef ekki hefði komið til niðurritsstarfsemi stjórnmálamanna? Störf þar sem launin væru virkilega góð - störf sem leiða til mun meiri gjaldeyristekna fyrir okkur. Störf sem síðan stæðu undir velferðarkerfinu með skattgreiðslum.
Synd að þessu skuli hafa verið klúðrað.
Helgi (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.