Laugardagur, 5. október 2013
Enn klingja minnimáttar bjöllurnar
Sigmundur Davíð ber blak þjóðremdunarnar með Ólaf Ragnar í dag. Enda er þessi ríkisstjórn afkvæmi Ólafs.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði á fundum erlendis að við Íslendingar værum svo færir í viðskiptum vegna þess að við erum víkingar. Það væri eitthvað víkingaeðli sem gerðum okkur svo klárum og kemur orðið útrásarvíkingur frá þessu rugli. .... annað kom á daginn.
Við hlustuðum ekki á varnarorð erlendis. Skipuðum útlendingum að fara bara í endurmenntun því við erum svo klár. Með því að hlusta ekki á raddir erlendis er stórhættulegt. Að þjónka við þrjóðrembuna getur valdið miklu tjóni einosg kom á daginn í hruninu.
En Sigmundur Davíð hefur ekkert lært og ennþá gerir lítið úr erlendum aðilum og kallar þá "skammstafanir" og annað í þeim dúr.
Ef við hættum þessu ekki mun Ísland lenda í enn meiri hremmingum en hrunið gaf okkur.
hvells
![]() |
Íslendingar tóku gagnrýni sem árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"hlustuðum ekki á varnarorð erlendis"
Ekki gleyma að matsfyrirtækin "erlendis" héldu okkur í A++++++++++++++
alveg fram af bjargbrún
Grímur (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 03:02
Ekkert að marka þau fyrirtæki vegna þess að þetta eru einokunarfyrirtæki í boði hins opinbera.
En skuldatryggingaálagið var löngu fariði uppúr öllu valdi... það var góður mælikvarði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2013 kl. 08:00
Matsfyrirtækin eru einkafyrirtæki. Ekki í eigu hins opinbera.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2013 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.