Laugardagur, 5. október 2013
Bíddu við
Gylfi nefnir þrjú atriði sem olli hruninu
"Gylfi fór yfir helstu orsakir bankahrunsins að sínu mati, og nefndi þar lága seðlabankavexti seðlabanka Bandaríkjanna, lán til verðbréfakaupa með veð í bréfunum sjálfum og of mikil vaxtamunaviðskipti."
Tveim af þessu er mistök hjá hinu opinbera og embættismönnum. Lágir seðlabankavexti í USA. Svo of háir vextir hér á landi sem skapaði vaxtamun.
Lán til verðbréfakaupa með veð í bréfinu er vissulega sök einstaklinga en ríkið á stóran hlut í þessu vegna þess að það er ríkisábyrgð á bönkunum.
Hans niðurstaða er svo "Einnig segir Gylfi okkur hafa haft ofurtrú á virkni markaða"
Fékk hann hagfræðipórfið í Cocapuffs pakka?
hvells
![]() |
Hvað höfum við lært af hruninu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég hef yfirleitt gaman af því sem þið setjið hér fram... en svona misvirðing gagnvart Gylfa Z. á ekki að eiga sér stað.
Anderson, 5.10.2013 kl. 23:09
Verjumst!
Sigurður Haraldsson, 5.10.2013 kl. 23:39
Anderson
Finnst þér eðlilegt að kenna markaðinum um mistök hjá hinu opinbera?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2013 kl. 08:08
Ja, - það er nú það, ... ? Hvað höfum við lært af hruninu ?
Við höfum jú lært það, að taka ekkert mark á þessum "svokallaða" Alþjóðagjaldeyrissjóði, - (amerískum bankaapparats-sjóði með kommúnistísku ívafi), - og treysta engu sem frá þeim sjóði kemur.
Og því segi ég; - burt með þennan Alþjóðagjaldeyrissjóð frá Íslandi, að fullu og öllu, og allt annað sem honum fylgir. Hans ráð hafa einungis orðið Íslandi til bölvunar.
Og svo smá leiðrétting, - þarna þetta með "Cocoa Puffsið". Þetta heitir nú einfaldlega "kakókúlur" á íslendsku svo að maðurinn hefur þá einfaldlega fengið hagfræðiprófið sitt sent í "kakókúlu kassa", ... og þarna hafið þið það. !!!
Tryggvi Helgason, 6.10.2013 kl. 15:50
Sæll.
Ekki veit ég hvaðan Gylfi fékk sitt hagfræðipróf en eftir því sem ég best veit sá hvorki hann né hinn akademíski heimur hagfræðinnar hrunið fyrir - a.m.k. hérlendis - hér þögðu allir spekingarnir á dúndrandi launum hjá ríkinu. Hvað hafa akademísku hagfræðingarnir hér fram að færa fyrst þeir sáu ekki bankahrunið fyrir?
Það sem hann segir er að sumu leyti rétt en að öðru leyti tóm þvæla. Sumir sáu hrunið fyrir en það virðist ekki vera í tísku að hlusta á þá og þeirra aðvaranir.
Gylfi sjálfur hefur ekkert lært af síðasta hruni því ef svo væri myndi hann benda á næsta hrun sem er í kortunum - hrun sem lætur bankahrunið líta út eins og hurðarsprengju. Þá mun Gylfi sjálfsagt seinna halda svipaðan fyrirlestur og kenna markaðinum um hluti sem ekki eru honum að kenna og tala um flækjustig og kannski græðgi. Ef Gylfi skyldi eitthvað í orsökum hrunisins væri hann að leggja til að tekinn yrði upp gullfótur og að seðlabankar heimsins yrðu annað hvort lagðir niður eða verulega vængstýfðir. Er hann ekki lærisveinn Keynes eins og nánast allir hagfræðingar? Hversu vel eru nú kenningar Keynes að virka til að koma efnahagslífi heimsins á rétt ról?
@1: Menn vinna sér inn þá virðingu sem þeim er sýnd. Hvað hefur Gylfi gert sem er virðingarvert?
Helgi (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.