Kvartaði ekki

Ég fór í tannréttingar fyrir ekki svo löngu.

Það kostaði mig svona 700-800þúsund allt í allt.

Engin niðurgreiðsla frá ríkinu.

Ég kvartaði ekki við sálu.

 

hvells


mbl.is Milljón úr eigin vasa í meðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað beiðst þú í mörg ár með tannréttingarnar, þar til þú hafðir efni á þeim?

Að þú skulir sendea svona frá þér er eiginlega bara alger viðbjóður.

Að bera saman tannréttingar, og svo krabbamein er svo smekklaust að það er varla hægt að lýsa því með orðum.

Að krabbameinssjúklingar geti þá bera beðið með meðferðina þangað til þeir hafi efni á henni.

Eða sleppt henni.

Þetta er virkilega ógeðsleg nálgun, og samanburður.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 12:12

2 identicon

Tannréttingar eru oft taktu eftir OFT val hvers og eins, það er ekki val neins að fá krabbamein er það?  Skammastu þín.

Helga (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 12:31

3 identicon

Að líkja tannréttingum sem er í möðrgum tilfellum títið annað en februnaraðgerð við lífsnauðsynlegri krabbameinsmeðferð þá stundum bæði lyfja, skurð- og geislameðferð samt verkjameðferð þjáningum og dauða er í hæsta máta ósmekklegt.

Gunnr (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 12:35

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ok ég fór í krabbameinsmeðferð árið 2010 og borgaði c.a. rúmmar 5 miljónir íslenzkar krónur og fékk enga niðurgreiðslu frá Ríkinu.

Ekki kvartaði ég.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 4.10.2013 kl. 12:50

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég var ekki að líkja krabbamein við tannréttingar. Þetta var bara ákveðin dæmisaga frá mér.

Mér finnst ég ekki eiga "rétt" á að annar borgi fyrir þjónustu sem ég nýt.

En krabbamein er hræðilegur sjúkdómur ef einhver hefur misskilið það. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 14:06

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við sem samfélag þurfum að ákveða hvort við ætlum að sjá til þess að fólk fái krabbameinsmeðferð án þess að eiga efni á því eða ekki.

Hvellurinn kannski finnst ekki, hann sagði það ekki skýrt út.

Sleggjan er á því að enginn skal deyja án meðferðar vegna fjárhags, ákveðið öryggisnet þurfum við að hafa í þessu samfélagi okkar.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 14:58

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þér Sleggja, spurningin er; hvað vill almenningur borga fyrir öryggisnetið?

Ríkið er ekki fyrirtæki og hefur þess vegna engar tekjur. Ríkið safnar saman fjármagni frá landsmönnum í formi skatta og gjalda, síðan útbýtir Ríkið peningunum í þá þjónustu og framkvæmdir sem landsmenn vilja að Ríkið borgi.

Ef ekki er til nóg fjármagn í Ríkiskassanum, þá annað hvort verður að hækka skatta og gjöld eða vera án einhverrar Ríkisþjónustu.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 4.10.2013 kl. 15:23

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Ef ekki er til nóg fjármagn í Ríkiskassanum, þá annað hvort verður að hækka skatta og gjöld eða vera án einhverrar Ríkisþjónustu"

Þú gleymdir niðurskurði, auðvitað þurfum við að skera niður báknið, halda svo lífsnauðsynlegum atriðum, eins og t.d. krabbameinsmeðerðum.

Kötta af  Íslandsstofu, neytendasmötkin matís, Þjóðkirkju, þjóðmenningarhús, þjóðleikhús, , , , , , komið eitt stk landspítali með þessu sem dæmi.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband