Föstudagur, 4. október 2013
Enn eitt ruglið
Þetta er enn eitt ruglið hjá honum Frosta.
Hann hefur greinilega lagt gaddakylfuna og haglabyssuna á hilluna og einbeitt sér að tómri tjöru í staðinn.
"Þess vegna hafa söluaðilar neyðst til að setja álag vegna greiðslufrests inn í verðlagið," þetta er einfaldlega rangt.
Frosti er eitthvað ruglaður þessa dagana. Lærður viðskiptafræðingur en kallar sig rekstrarhagræðing, ætlaði að gefa fólki Framsóknartékkann í sumar en í staðinn fá skattborgarar framsóknarskudina beint í hausinn með 230milljarða tapi Íbúðarlánasjóðs.... en besta sem Frosti dettur í hug er að djöflast í greiðslukortum.
hvells
![]() |
Þykir óréttlátt að þeir sem staðgreiði borgi álag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Athugasemdir
"Þess vegna hafa söluaðilar neyðst til að setja álag vegna greiðslufrests inn í verðlagið,"
"þetta er einfaldlega rangt."
Þetta er einfaldlega rangt?
Getur þú ekki gert betur en þetta?
Hvað er rangt í þessu?
Heldur þú að það hafi engin áhrif á vöruverð að kaupmaðurinn þarf að lána kaupandanum vöruna í mánuði áður en hann fær hana borgaða?
Getur þú rökstutt þetta eitthvað?
Sigurður (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 10:42
Mörg þvælan hefur út úr ykkur oltið, en þessi litli pistill er óskiljanlegur.
Kannski "gattakylfan" hafi hitt ykkur í hausinn. Hvað sem það nú er....
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2013 kl. 11:20
Held frekar að Frosti fékk þessa gaddakylfu í hausinn í sumar... þessvegna gat hann ekki notað hana á kröfuhafana.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 11:27
Hvells,
Treystir þú þér ekki að útskýra hvernig þetta er rangt?
Sigurður (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 12:09
Ætlar Frosti þá líka að sjá til þess að þeir sem nota seðla og mynt borgi sérstaklega fyrir kostnaðinn við útgáfu og umsýslu þeirra?
Birnuson, 4.10.2013 kl. 12:42
Birnuson.
Bankar taka nú þegar þóknun fyrir úttektir í reiðufé í hraðbönkum, og líka hjá gjaldkerum ef það er úr öðrum banka.
Ég myndi hinsvegar alveg vilja greiða þessa þóknun frekar til ríkisins, heldur en bankanna, þar sem það er ríkið sem gefur út seðla og mynt. Það kæmi sér betur fyrir mig því hagnaður ríkisins af því gæti lækkað aðra skatta.
Fullyrðing síðuskrifara, fæ ég ekki betur séð en standi enn órökstudd. Hvells þú ættir kannski að kynna þér samningsskilmála greiðslukortafyrirtækjanna um þóknanir, áður en þú fjallar um hvert innihald þeirra kunni að vera.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2013 kl. 13:27
Guðmundur... þetta er einfaldlega ekki rétt.
Það kostar ekkert að taka út úr þínum viðskiptabanka.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 14:08
Guðmundur, já bankarnir taka þóknun vegna úttektar af reikningi í öðrum banka, en þar með getur sú þóknun varla tengst sérstaklega kostnaðinum við útgáfu seðla. Ég er hins vegar hjartanlega sammála því að þóknun vegna þess ætti að renna til ríkisins og þá einmitt af þeim ástæðum sem þú nefnir.
Birnuson, 4.10.2013 kl. 14:43
Frosti er að tala um þóknun sem kreditkortafyritæki taka, people please!
Eitt steiktasta umræðuefni í athugasemdakerfi sem eg hef séð
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 15:13
"Frosti rekur ástæðuna til þess að söluaðilum er meinað af greiðsluþjónustufyrirtækjum að bjóða neytendum sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé betra verð en þeim sem greiða með greiðslufresti, þ.e. kreditkorti. „Þess vegna hafa söluaðilar neyðst til að setja álag vegna greiðslufrests inn í verðlagið,“ segir hann."
Hvernit tekst þér að lesa út úr þessu að hann sé að tala um þóknun kortafyrirtækjanna?
Sigurður (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 18:10
Þegar ég staðgreiði í bokasölu stúdenta þá fæ ég staðgreiðsluafslátt.
Þannig að þessi kenning stenst ekki nánaris skoðun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.10.2013 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.