Satt og rétt

"Hins vegar sé ljóst að flugvöllurinn þurfi að fara. Það sé bara spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær. "

"Að sögn Jóns er það  niðurstaða flestra sem skoða borgarskipulagsmál í Reykjavík af einhverju ráði að þessi flugvöllur þarf að fara."

Þeir sem vilja flugvöllinn í RVK hafa ekki kynnt sér málið eða hafa ekki hundsvit á málinu. 

"Hann þarf að flytjast. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að það mun fjölga töluvert í Reykjavík og okkur vantar byggingarland. Vatnsmýrin er mjög ákjósanlegur staður til þess að byggja. Ef við byggjum ekki þar þarf að halda áfram að byggja langleiðina upp í Bláfjöll. Það mun þýða aukinn umferðarþunga, fleiri umferðarslys, meiri svifryksmengun, aukinn kostnað og svo framvegis. Við myndum í raun fara inn í ákveðin vítahring með því að horfast ekki í augu við þetta vandamál."

 

Jón Gnarr veit hvert hann er að fara í þessu máli.

hvells


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem eru á móti flutningi flugvallarins hljóta að vera vitlausir eða skortir þekkingu.

Nokkurnvegin svona?

Kalli (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 18:58

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef að rökin halda ekki vatni þá má segja að það sé skortur á þekkingu.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2013 kl. 19:57

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hinvegar ef rökin væru kannski á þessa leið:

"Ég bý á akureyri og vil lenda beint í miðbæ rvk með flugvél reglulega til að fara í Kringluna og versla" .

Þá værum við alveg sáttir við þá skoðun, einfaldlega einstaklingurinn að lýsa sínum vilja.

En okkur gremst að þegar rökin eru sett fram sem staðreyndir , sem eru ósannar, þá segjum við að það skorti þekkingu hjá aðilanum.

Þannig er það bara Kalli minn.

sleggj

Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2013 kl. 19:59

4 identicon

Nema að hann sé bara að grínast

og telji í raun að flugvöllurinn eigi að vera en byggja eigi fjölbýliskjarna út í Viðey

Grímur (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 19:59

5 identicon

Algjörlega sammála Sleggjunni og Hvellinum núna. Og náttúrulega Gnarrinum.

Sigurður sigurðsson (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 20:44

6 identicon

Það sér semsagt fyrir endann á stækkun Reykjavíkur skv. þessu.  M.ö.o. þegar búið er að nota flugvallarstæðið undir byggingar, þá eru ekki fleiri kostir í boði.

Það er ekki til sá lófastóri blettur á Reykjavíkursvæðinu af ósnortnu svæði sem einhver "snillingurinn" fær ekki þá "frumlegu" hugmynd, fyrr eða síðar að troða niður húsi.

Ég er annars alveg hissa á að íslenskir skipulagsfræðingar skuli ekki benda New York búum á hvað það sé gráupplagt að byggja í Central Park!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 20:56

7 identicon

Talandi um New York

https://maps.google.is/maps?ie=UTF-8&q=new+york+airport&fb=1&gl=is&hq=airport&hnear=0x89c24fa5d33f083b:0xc80b8f06e177fe62,New+York,+NY,+USA&view=text&ei=3e1NUtHzBKOO4ASajIGAAg&ved=0CEoQtQM

það vantar ekki flugvelli í miðborginni þar.

stebbi (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 22:24

8 Smámynd: Snorri Hansson

Þá vitum við það Sleggja. 72% borgarbúa eru sem sagt kjánar!

Snorri Hansson, 4.10.2013 kl. 01:27

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bjarni

Og flugvallarvinirnir ættu að hvetja NY borga að byggja flugvöll í central park.

Það er svo mikið lífsspurnsmál og ja....  verður "hjartað" í New York borg.

hvellls

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband