Fimmtudagur, 3. október 2013
Krónan er stórskaðleg
Stærðfræðingur reiknaði það út að krónan kostaði okkur 110 milljarða á ári.
Nú segir Heiðar Már Guðjónsson svipað
Krónan er stórskaðleg
"Miðað við þróun verðlags á þeim auðlindum sem Ísland býr yfir ættu lífskjör hér á landi að hafa þrefaldast. Slíkt hefur hins vegar ekki gerst, meðal annars vegna íslensku krónunnar."
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/03/heidar-mar-island-fyrir-islendinga-virkar-ekki-vel/
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
SDG mundi kalla þig landráðamann fyrir þessa skoðun
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2013 kl. 20:01
já
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2013 kl. 09:38
Sælir.
Hér hefur þessi ágæti stærðfræðingur alveg gleymt hinni hliðinni á jöfnunni - það er ekki mikil stærðfræði. Ferðaþjónustan nýtur þess nú að við höfum krónu svo eitt dæmi sé tekið.
Hvernig hefur evran annars reynst ESB. Sko, atvinnuleysi þar er mikið - innan ESB eru yfir 26 milljónir atvinnulausar, atvinnuleysi sló met innan ESB í feb. og náði þá 12%. Þessi tala hefur farið hækkandi undanfarin ár. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er margfalt meira. Skuldir innan ESB jukust árið 2012 þó fjárlagahallar hafi aðeins minnkað. Hvað segir það okkur?
Í fyrirmyndarríkinu Þýskalandi er stór hluti þeirra starfa sem til eru skilgreind sem láglaunastörf (þriðjungur ef ég man rétt) - þá er ekki nema von að þeim gangi vel að flytja út.
Við getum ekki tekið upp evru á næstunni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vildi það, vegna Maastricht skilyrðanna og svolítið merkilegt að hlusta á evru sinna tala eins og þessi skilyrði séu ekki til.
Helgi (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.