Miðvikudagur, 2. október 2013
Þögnin æpandi
Píratar skýra sig í höfuðið á The Pirate Bay. Ef þeir eru virkilega Píratar þá eiga þeir að sýna það í verki.
Í gær voru Píratar að láta sjá sig með mótmælendum og talandi gegn ríkisstjórnina með hefbundið vinstri hjal.
Á meðan er þetta í gangi.
Ef Píratar álykta ekki um þetta? Hverslags flokkur er þetta þá?
Svik við kjósendur.
hvells
![]() |
Neyðarúrræði rétthafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ath verður að a báðum síðum er einnig efni sem ekki er varið höfundarrétti. Þvi fyrir utan færi fólk þá bara að maska IP töluna sína.
Svona bann er álíka kjanalegt og að skrúfa fyrir heita vatnið af þvi að það er hægt brenna sig a þvi eða að banna bíla þar sem að þá er hægt að kæra yfir hámarks hraða.
Síðasta svona heimskuleiðin var reynd af Steingrimi nokkrum fyrir áratug eða svo þegar hann lagði til að kjaftakellingar yrðu settar i alla bíla og sjálfvirk sektab yrðu send út hver mánaðarmót fyrir hraða brotum hans innan.
Óskar Guðmundsson, 2.10.2013 kl. 18:02
Trollolololol.
Reyndu aftur kútur.
Netnotandi (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 18:09
Ég spá því að þeir láti heyra í sér fljótlega.
Ef ekki, þá er það furðulegt.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 2.10.2013 kl. 19:04
http://visir.is/bann-a-the-pirate-bay-og-deildu.net-neydarurraedi/article/2013131009755
„Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Sleggjan hefur alltaf rétt fyrir sér, allar spá rætast alltaf. Treystið sleggunni ávalt.
kv
Sleggjan
sleggjan (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 21:47
Reyndar skíra Píratar sig ekki í höfuðið á The Pirate Bay, heldur er nafnið komið undan kaldhæðnislegu mótlæti við amerísk lobbýistasamtök sem stofnað var til í Svíþjóð sem hét Antipiratbyran. Það voru samtölkin "Piratbytan".
Píratar hafa þegar ályktað mjög sterklega um höfundarrétt, og benda á að það _verður_ að endurskoða höfundarrétt sem fyrst, ef vörð á að standa um höfundana. Því í dag er höfundarréttur fyrst og fremst útgáfufyrirtækjum til heilla.
Því hvet ég þig, "hvells", að kynna þér aðeins betur málefni og stöðu Pírata, áður en þú ferð að hrópa einhverja vitleysu um þá.
Einnig hvet ég þig til að kynna þér virkilega hvers vegna það er algerlega gagnslaust að berjast með þessum hætti gegn höfundarréttarbrotum, og hvers vegna það er mjög slæmt að leyfa fyrirtækjum að stunda stórtækar ritskoðanir, líkt og SMÁÍS talar fyrir.
Tómas Pírati (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 21:58
Sleggjan: Ég skil ekki hvað þú átt við með innleggi þínu. Ertu að taka undir orð Helga, eða hvað?
Tómas Pírati (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 22:00
@Tómas
skoðaðu komment 3 og 4, bæði mitt
kv
sleggjan
sleggjan (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 00:08
Sum sé, þú tekur undir orð Helga.
Þú segir að píratar hljóti að láta heyra í sér fljótlega, og hermir svo upp það sem Helgi hefur um málið að segja.
Ok, fínt. Hélt kannski að þú værir á öðru máli en "hvells".
Tómas Pírati (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 00:50
Eða - ef ég umorða (því þú segir í raun ekki á hvers máli þú ert) - ertu sammála, eða á móti "hvells"..? :)
Tómas Pírati (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 00:58
ég spáði rétt.
Ergo: spádómar sleggjunnar standast alltaf
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2013 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.