Bjarni Ben hafnar vúdúhagfræðinni

Bjarni Ben hafnar þeirri einstrengslegri kenningu að lægri skattar þýða lægri tekur skilyrðislaust.

Hann segir í Kastljósi:

http://www.dv.is/frettir/2013/10/1/mer-finnst-thetta-barnaleg-nalgun/

 

„Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvort við hefðum átt að lækka skatta svo hressilega að við hefðum áfram rekið ríkið með halla,“ sagði Bjarni. 

 

Hérna hafnar Bjarni þessari hagfræði skýrt. Ég geri mér grein fyrir að það gæti auðvitað aukið umsvif í atvinnulífi við skattalækkun, en kannski ekki til jafnvægis við þá krónu tapaða skattalækkuninni, þar eru vúduhagfræðingarnir alltaf að klikka á. Þú kannski eykur umsvif atvinnulífsins um 5kr í ríkissjóðstekjur, en með 15kr tekjutapi á móti, endar í nettó 10kr tapi. 

Svo er það bara pólítisk skoðun hvort þú vilt tapa þessum ríkistekjum eða ekki, en aldrei skal halda fram þeirri "staðreynd" að lægri skattar=hærri skatttekjur.

 

 

 

Skynsamlegri leið til nálgunar á skattalækkunum er svokölluð Laffer kúrfa.

http://en.wikipedia.org/wiki/Laffer_curve

 

Sleggjan trúir á Laffer kúrfuna. Mæli með fyrir lesendur síðunnar að kynna sér  hana.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að lækka skatta eykur ekki endilega tekjur.

Til þess að forðast halla þá þarftu að skera niður í ríkisrekstrinum. 

Markmiðið a ekki að hámarka tekjur ríkisins. Markmiðið skal vera það að hámarka tekjur almennings. Hámarka velferð almennings.

Ef þú trúir á að þú sjálfur eyðir peningum á skynsamlegri hátt heldur en stjórnmálamenn þá ættir þú að vilja lækka skatta og minnka báknið. Færa tekjur frá ríkinu og yfir til einstaklingsins.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2013 kl. 23:56

2 identicon

Sæll.

Þó BB segi eitthvað er ekki þar með sagt að það sé rétt og raunar full ástæða til að efast. Ég held raunar að hann og SDG verði við stjórn þegar næsta hrun verður. Vandinn er auðvitað sá að kannski 1% þjóðarinnar skilur eitthvað í efnahagsmálum og þess vegna komast á þing einstaklingar sem vilja bara vera við völd og þrá athygli. Ætlar einhver að reyna að segja mér að stjórnmálamenn undanfarinna áratuga hérlendis hafi staðið sig vel þegar litið er til skulda okkar og glataðra tækifæra? Hugmynd Cameron um 95% húsnæðislán er léleg og dæmi um það að hann fær ráðgjöf frá fólki sem ekki skilur efnahagsmál og getur ekki lært af reynslunni.

Til eru fjölmörg dæmi þess að lækkun skattprósentu auki tekjur hins opinbera. Frá 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir úr 45% í 18% í þrepum. Tekjur ríkisins af þessum tekjustofni þrefölduðust á þessu sama tímabili.  Þú deilir ekki um staðreyndir sem þessar. Skattar á fyrirtæki í USA eru um 35% en 25% í Kína. Af hverju halda menn að vel gangi í Kína? Skatturinn spilar þar inní. Amerísk fyrirtæki sitja á um 1,5 trilljón dollara sem þau koma ekki með aftur til USA vegna skattastefnu yfirvalda þar. Hvað ætli hægt væri að skapa mörg góð störf bara fyrir helminginn af þeirri upphæð? Skattar hafa gífurlega skaðleg áhrif á efnahagslífið sem nánast enginn skilur - sérstaklega ekki stjórnmálamenn hérlendis.

Lafferkúrfan er ekki eins fyrir hvert og eitt hagkerfi þannig að menn geta ekki tekið hana eins og hún er í wikipediu og haldið að hún líti alveg eins út fyrir Ísland, Bretland eða Kína. 2% skattalækkun skilar kannski engu en 5% gæti aukið tekjur hins opinbera um 10%, Laffer kúrfan er ólínuleg og mismunandi milli efnahagskerfa.

Það sem þorri fólks skilur ekki er að peningar eru miklu betur settir í vasa einkaaðila en í vasa stjórnmálamanna sem vinna við það að múta kjósendum með þeirra eigin fé.

Hve oft hækkaði síðasta stjórn skatta og hve oft urðu áætlaðar tekjur minni en menn væntu? Það rennir stoðum undir Lafferkúrfuna.

Til þess að hér verði raunverulegur efnahagsbati þarf að skera niður í ríkisrektrinum um svona 50% og fella úr gildi alls kyns reglur sem hamla verðmætasköpun ásamt verulegri skattalækkun. Þekkingarleysi kemur í veg fyrir að það verði gert. Menn skilja því miður ekki að hið opinbera skapar ekki verðmæti - það gerir einkageirinn hins vegar en í stað þess að losa hann úr þeim viðjum sem hann er í er stöðugt verið að gera árásir á hann eins og gert hefur við sjávarútveginn og áliðnaðinn.

Annars var ég að deila við tvo menn nýlega sem þrættu fyrir staðreyndir og voru með innantómar fullyrðingar og vildu ekkert við staðreyndir kannast. Þegar maður ræðir við svona einstaklinga fyllist maður svartsýni á að nokkur efnhagsbati geti átt sér stað:

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1316082/#comments

Helgi (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 08:13

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég Sleggjan, er fyllilega hlynntur skattaLÆKKUNUM. Mega umsvif ríkisins vera sem minnst, mega skatttekjur vera sem lægstar. Einstaklinsfrelsi, þú borgar fyrrir það sem þú notar, osfrv.

Þessi færsla er í grunnin að segja að Bjarni trúir ekki á "lægri skattar=hærri tekjur". Og ekki ég heldur.

hvellurinn trúir heldur ekki á þetta, enda fyrsta setningin í kommentinu gefur þvi til kynna.

Ef fólk vill lækka skatta. Þá á einfaldlega að segja það og vera meðvitaður um ákveðið tekjutap ríkisins. Ekki fara fram með því yfirskyni að það auki tekjur  ríkisjóðs strax. Og þeir sem ósammála eru "lægriskattar=hærri tekjur" kenningunni eru sakaðir um skort á hagfræði.

Helgi þjáist að skort á yfirsjón yfir orsakasamhengi. Hann sér að"Þetta gerist" og þá gersti eitthvað annað. Og telur hann að það eina sé það sem hefur áhrif.

Hagsveiflur, menntun, tækniframfarir, góðæri, gjaldmiðilshækkun/lækkun er haldið utan við orsakasamhengið. Heldur einstrengingslega horft á t.d. skattalækkun og svo það sem gerist í framhaldinu. Þetta er bara mjög algengt illution og vona ég að hann vinni sig útur því með tímanum.

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 2.10.2013 kl. 13:01

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er fræg illution.

Kallast Post hoc ergo propter hoc

http://en.wikipedia.org/wiki/Post_hoc_ergo_propter_hoc

Post hoc ergo propter hoc, Latin for "after this, therefore because of this", is a logical fallacy (of the questionable cause variety) that states "Since Y event followed X event, Y event must have been caused by X event."

Post hoc is a particularly tempting error because temporal sequence appears to be integral to causality. The fallacy lies in coming to a conclusion based solely on the order of events, rather than taking into account other factors that might rule out the connection.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.10.2013 kl. 13:12

5 identicon

@3 og 4:
Hvernig skýrið þið þá tekjuaukningu þegar skattprósenta er lækkuð? Þið svarið í engu þeim raunverulegu dæmum sem ég tiltek um skaðsemi skatta og áttið ykkur ekki á því að skattar hafa áhrif á hegðun fólks. Haldið þið t.d að ef bensínlíterinn kostaði 300 kall að það hefði ekki áhrif á akstur fólks? Hvað ef hann kostaði 180 kall? Á hvoru verðinu myndu seljast fleiri bensínlítrar og þar með renna fleiri krónur í ríkissjóð? Þessi kúrfa er ólínuleg og það ruglar marga.

Það er ekki sjálfgefið að lækkun skattprósentu dragi úr tekjum ríkisins eins og dæmin sýna.

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 04:50

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skýringin er að hluta til skattalækkun, en helst þó hinir þættirnir sem ég nefni sem þú ÚTILOKAR með öllu.

Sem dæmi í góðæri. Þar sem neysla almennings margfaldast vegna auðveldara aðgangs að lánsfé og hækkandi húsnæðisverð (sem fólk gat tekið veð út á) o.sfrv. Við öll þesssi umsvif. Þá auðvitað fær ríkið margfaldar tekjur í neysluskatta. Eru það þá bara út af skattalækkun eða eru fleiri þættir?

Þú þarft að stíga út fyrir kassann. Og sérstaklega lesa um  Post hoc ergo propter hoc, þetta er í alvöru mjög algeng skynvilla í umræðum um stjórn og efnahagsmál.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2013 kl. 12:15

7 identicon

@6:

Ég útiloka ekki hina þættina (sbr. 4. efnisgrein í nr. 2)- ekki leggja mér orð í munn. Það er óttalegur sandkassastíll á þessu hjá ykkur. Ég hélt við værum að ræða saman?

Það skiptir miklu máli hvar á Laffer kúrfunni viðkomandi efnhagskerfi er. Hérlendis og annars staðar eru skattar alltof háir (eins og sést m.a. á atvinnuleysi) þannig að ef þeir yrðu lækkaðir myndu tekjur hins opinbera aukast eins og dæmin sem ég nefni að ofan gefa til kynna.

Hvað haldið þið að myndi gerast ef skattprósenta kæmi ekki í veg fyrir að fyrirtæki í USA kæmu með 1,5 trilljón dollara (sem eru tekjur og hagnaður af starfsemi erlendis frá) aftur til USA? Í dag koma þessar reglur í veg fyrir það - fyrirtækjaeigendur vilja ekki greiða þessa upphæð og því kemur þessi svimandi summa ekki til USA. Segjum að þessi skattprósenta yrði halveruð? Hvað haldið þið að gerðist þá? Í stað þess að vera með tómar fullyrðingar ættuð þið að koma með dæmi.

Skattar eru gífurlega skaðlegir efnahagskerfinu. Skatttekjur hins opinbera jukust í tíð Ronalds Reagan enda var skattprósentan lækkuð þá. Það er ekki eina skýringin á tekjuaukningunni en veigamikil þó.

Það sem menn gera sér iðulega ekki grein fyrir er að til að búa til störf þarf fjármuni og það fé verður bæði minna að vöxtum og lengri tíma tekur að safna því þegar skattar taka reglulega bita af því. Þannig verða til færri störf sem aftur greiða ekki skatta til hins opinbera.

Bjarni getur sagt það sem hann vill en hann getur ekki ætlast til þess að fólk taki hann alvarlega eða beri virðingu fyrir því sem hann segir. Þið eruð fylgjandi stórum og sterkum opinberum geira (sbr. ESB ást ykkar) og þess vegna finnst ykkur sjálfsagt að hið opinbera taki stóran skerf af tekjum einstaklinga. Það hefur hins vegar mikinn kostnað í för með sér - kostnað sem menn sjá ekki vegna þess að hann er í formi starfa og verðmæta sem aldrei urðu til.

Eliot Spitzer bað Herman Cain eitt sinn, afar hróðugur, að nefna uppfinningar sem ekki hefðu orðið til vegna reglna og skatta. Sjá menn ekki hversu heimskuleg sú spurning var? 

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 14:50

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ja, var heitt í hamsi þegar ég ritaði þarna að ofan, hefði getað orðað þetta öðruvísi.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2013 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband