Obamacare

Þetta snýst allt um Obamacare. Það eru til mörg rök á móti því að samþykkja þetta prógramm... sérstaklega þegar Bandaríska ríkið er stórskuldugt og í miðri kreppu.

Það eru ekki bara öfgar sem stoppa þetta Obamacare frumvarp.... það eru líka ákveðnir öfgar hjá honum Obama að vilja ekki ræða um að breyta þessu frumvarpi. Öfgarnir eru þá hjá Demókrötum líka.

hvells


mbl.is Sakar repúblikana um öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Gott að þið bendið á þetta. Loforð Obama varðandi Obamacare hafa engan vegin staðist. Svo kallar hann þá sem eru á móti vitleysunni sinni öfgamenn til að þurfa ekki að ræða efnislega innihald þeirra gagnrýni.

Obamacare veldur því líka að fyrirtæki vilja síður ráða fólk í fullt starf þannig að fullt af fólki mun missa starfshlutfall vegna þessarar heilbrigðislöggjafar.  Margir munu sömuleiðis missa núverandi heilbrigðistryggingu. Ekki talar forsetinn um þá hlið?!

Opinber heilbrigðiskerfi eru miklu síðri en einkrekin og það munu vinir okkar Bandaríkjamenn fá að finna á eigin skinni :-(

Helgi (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 12:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög slæmt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2013 kl. 13:38

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er eitt að vera á móti Obamacare.

En að fara í "shutdown" vegna þess er ósvífið. Frumvarpið var samþykkt fyrir 4 árum, átti að taka gildi í dag. Repúblikarnir eru að fara einhverja furðulega leið til að reyna fresta gildistökum samþykktra laga. Snúa stjórnsýslunni við, alveg furðuleg vinnubrögð.

Hófsamir Repúblikar eru ekki hlynntir þessu, heldur einungis Tepkahreyfingin innan Repúblika.

Er hvellurinn kannski skráður í tepokahreyfingunna ? :D:D:D

Reynið nú að beyta skynseminni þegar þið eruð að greina í pólítíkina, svona öfgar eru hallærislegir að mínu mati.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2013 kl. 13:56

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er að benda á það að það er ákveðin þvermóðurskap hjá Demókrötum að halda obamacare til streytu... en ég hef ekki heyrt á að þetta frumvarp hefur verið samþykkt fyrir 4árum...  USA þingi er öðrvísi en það íslenska

En ég er alls ekki í te-party.

Ég tók stjórnmálapróf í fyrradag og fékk Libertarian Party

http://en.wikipedia.org/wiki/Libertarian_Party_%28United_States%29

ég er fekar þar ....   

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2013 kl. 15:56

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mér lýst einfaldlega ekki á þessa taktík, repúblikarnir eru að hafna stjórnkerfi landsins með dólgslátum og láta þjóðina alla gjalda fyrir það. Shut-down er bara mjög alvarlegt.

Segi þetta sem hægri maður, en þó ekki tepokamaður 

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2013 kl. 19:17

6 identicon

"hafna stjórnkerfi landsins með dólgslátum og láta þjóðina alla gjalda fyrir það."

Það eru demokratar sem hafna öllum viðræðum og kröfurnar eru heldur ekkert stórar eða frestun á skyldutryggingum einstaklinga um eitt ár líkt og þegar hefur verið gert um fyrirtæki (employer mandate) og fjarlægja undanþágu stjórnmálamanna frá því að þurfa að taka þátt í Obamacare.

Þetta "shut down" er líka frekar ómerkilegt og bara ágætis áminning um að engin þörf eru á öllu þessu bákni en auðvitað reyna demokratar að gera sem mest úr þessu. Það var td lokað fyrir ww2 minningarreit í Washington en gamlir hermenn létu tálmann ekki stoppa sig og fóru bara í gegn :D

Stefán (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 22:57

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Stefán

ÞEtta eru samþykkt lög.

Þú styður þá greinilega þessa furðulegu taktík.

Sæmir ekki skynsömu fólki.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2013 kl. 23:02

8 identicon

Eins og hefur verið nefnt hér að ofan þá eru þetta samþykkt lög og það er frekar siðblint að setja greiðslu launa almennings á stopp af því að þú átt í hugmyndafræðilegum útistöðvum við lög sem búið er að samþykkja.

Ég hefði jafnvel ekki trúað því upp á moggabloggara að bera í bætifláka fyrir svona vitleysu en sumir eru bara svo uppfullir af hollustu við pólitískar stefnur að þeim er ekki viðbjargandi.

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband