Sunnudagur, 29. september 2013
Sterkur eignaréttur og frelsi í viðskiptum mikilvægari en lýðræði
Spurt er hvort lýðræði er dragbítur á hagvöxti? Svarið er ekki einfalt en oft á tíðum er einmitt lýðræði mikill dragbítur á hagvöxt. Sérstaklega þegar báknið er oðið mjög stórt, ítök stjórnmálamanna mikið og verlferðarkerfið orðið mikill dragbítur.
Þeir sem skapa verðmæti verða í minnihluta og þegar þeir gefast upp þá hrynur þjóðin.
Þetta kom belega í ljós í bókinni Atlas Shrugged eftir Ayn Rand.
http://en.wikipedia.org/wiki/Atlas_Shrugged
Mjög góð bók og hún er til í Íslenskri þýðingu og heitir undirstaðan
https://andriki.is/images/undirstadan_162_2.jpeg
Frjáls markaður og erlendar fjárfestingar m.a frá Kína hefur gert meira fyrir lönd Afríku heldur en öll þróunaraðstöð vestræna ríkja til samans.... það er sláandi staðreynd fyrir marga.
Hvet ykkur til að horfa á þetta viðtal frá efnahagsráðgjafa afríkuríkja einsog Rúanda.
hvells
![]() |
Er lýðræði dragbítur á hagvöxt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sú staðhæfing að lýðræði sé forsenda velmegunnar er bara rugl.
Stöðugleiki,staðfesta, frelsi er mikilvægari.
Stundum gæli ég við þá hugsun að það sé t.d. ekki hægt að ná fram kerfisbreytingu hér á landi í lýðræðinu, það þarf einn mann, einn hæfan og gáfaðan.
sl
Sleggjan (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 23:28
Ayn Rand dró sínar ályktanir út frá þeim hörmungum sem hún horfði upp á í Sovét. Maður þarf ekki að vera sammála henni til að vita að hún meinti vel og talaði það sem fyrir henni var sannleikur. Og þeir einir hata og hæða þessa konu sem hafa illt hjarta og lítið heilabú.
gestur (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 00:59
Sagan sýnir að lýðræði er á engan veginn forsenda hagvaxtar - en það er nú mjög langt stökk þaðan og til að fullyrða að lýðræði sé dragbítur á hagvöxt!
Lýðræði virðist vera afleiðing hagvaxtar: Ríkari þjóðfélög hafa stærri millistéttir, stórar millistéttir krefjast þátttökuréttar í stjórnmálum, eina raunhæfa leiðin til að mæta þeirri kröfu er með einhvers konar lýðræði. Og þjóðfélög verða ekki rík án hagvaxtar!
Ójöfnuður hefur stundum verið nefndur sem dragbítur á hagvöxt, virkt lýðræði ætti væntanlega að draga úr ójöfnuði.
Dæmin sem talin eru upp um Afríkulöndin í Moggagreininni eru ekki sérlega góð: Hagvöxtur í Afríku er að miklu leyti til kominn vegna stuðnings frá Kínverjum og markaðsaðgengi í Kína.
Kínverjar eru sjálfir í mikilli klemmu: Langt hagvaxtarskeið hefur leitt af sér gríðarstóra og vel stæða millistétt. Sagt er að svo lengi sem hagvöxtur haldist hár geti þessi millistétt sætt sig við takmarkað lýðræði (einkum í sveitarstjórnarmálum, algjört einræði ríkir í landsmálum).
Hagvöxtur fer nú minnkandi í Kína og ýmsir spekúlantar spá kreppu þar á næstunni, m.a. vegna þess að Kínverskir bankar eru reknir á forsendum stjórnvalda - nokkuð sem einkennir (en er ekki bundið við) einræðisríki. Kreppa mun væntanlega leiða af sér aukna kröfu þessarar fjölmennu millistéttar um þátttöku í stjórnmálum - hvernig svo sem það endar!
Brynjólfur Þorvarðsson, 30.9.2013 kl. 05:58
Á stjórnkerfið ekki að þjóna lýðnum, samkvæmt siðfræðilegum reglum þróaðra ríkja?
Er ekki vitlaust gefið, í samfélögum víða um heim?
Hvað er hagvöxtur, og hvers vegna er hann mikilvægur?
Hvað vantar í heildarkerfið?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2013 kl. 08:23
Rétt hjá Brynjólfi.....
Þegar hagvaxtarveislan hættir í Kína, þá rís fólkið upp. Ekki flóknara.
Þá munu vandamálin í múslimalöndunum vera brandari í samanburði.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 30.9.2013 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.