Sunnudagur, 29. september 2013
Guð
Guð er ekki til.
Það er bara staðreynd.
Ef hann væri til þá væri hann búinn að sýna sig og sjá aðra. Það er engin sönnun þess að þessi kappi er til og það er hlægilegt að sjá hvað mikið af fólki er algjörlega heilaþvegið og mæta í hrönnun í Laugardalshöll... eru menn eitthvað tregir í hausnum eða hvað?
Hefur einhver lesið Biblíuna? Nýja testamentið? Þetta er mesta rugl sem haldið er fram að sé satt.
Ef guð er svona góður og himinn og haf er á hans ábyrgð. Afhverju er hann þá að gefa börnum í Afríku HIV veiruna?
hvells
![]() |
Hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi rök standast ekki.
Trú fólks er ekki fáránleg bara því að þú skiljir hana ekki.
Guðjón E. Hreinberg, 29.9.2013 kl. 19:16
eru einhver sönnunargögn til um guð?
nei helt ekki
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2013 kl. 20:51
Ef hægt væri að sanna tilveru einhverra guða þá væru þeir ekki guðir. Það er eðli trúar að vera „sannfæring um það sem eigi er auðið að sjá.“
Nú er ekki svo að ég vilji sannfæra neinn um að guðir eða Guð sé eða séu ekki til. Mér er slétt sama hverju hver trúir.
Í minni barnalegu trú er jafn rangt að reyna að sannfæra aðra mannveru um að til sé eitthvað sem hún *eigi* að trúa á, eins og að reyna að taka trú frá fólki sem kýs að trúa.
Þannig séð, og frá heimspekilegu sjónarmiði, er áhugaverðara sem Stephen Hawking segir „að áhugaverðara sé hvernig Guð gerði hlutina heldur en hvort hann sé til eða ekki.“
;)
Guðjón E. Hreinberg, 29.9.2013 kl. 21:10
Ég er sammála Guðjóni. Það er ekki hægt að sannfæra aðra um trú. Og það er tilgangslaust. Og rangt. Ef þú ættir að trúa, þá myndir þú sjálfur öðlast reynslu af því sem ekki er hægt að lýsa, og tungumálið nær ekki utan um, og er því vonlaust að ræða. Ef þú hefur ekki orðið fyrir henni, þá er einhver tilgangur með því. Hann er örugglega góður. Börnin í Afríku eru aðallega að drepast afþví heiminum er óskynsamlega stjórnað og skynsemin lítils. Þau sem eru að drepast út af alnæmi gæti átt það ítölsk-amerískum manni að nafni Gallo, að þakka. Hann meinti kannski ekkert illt samt. http://www.youtube.com/watch?v=OOzuFsdmSfI
Tinni (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 21:33
Held ég láti vera að taka þátt í vel þekktum umræðum um hvort Guð sé til, búinn að lesa og heyra öll rök með og á moti,
hinsvegar næ ég bara í popp og kók og fylgist með =)
sl
Sleggjan (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 23:30
Hvað sem þú gerir, ekki treysta neinum sem ætlar að sannfæra þig um þetta með rökum. Það er algengasta trikk sértrúarsafnaða og þeir leggja meiri áherslu á rökin en aðrir. Ekki treysta neinum sem reynir of mikið að sannfæra þig yfirhöfuð. Vertu bara eins og þú ert, þangað til/ef þú ákveður eitthvað annað. Það er skárra að eiga ekkert en eiga eitthvað drasl. Ekkert er slatti mikið. Engar skuldir geta verið meira virði en fullt af peningum og þú skiptir skuldleysinu ekki út fyrir hvaða drasl sem er.
gestur (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 01:04
Hvellur. Hvað með allt fólkið sem biður til Guðs þegar það leggst til svefns á kvöldin og fyllist við það friði og ró.? Er það einskis virði.? Ef fólki líður betur með það, þá er Guð til.
Aðalbjörn Þ Kjartansson, 30.9.2013 kl. 01:49
@2 og 5:
Þið tveir eruð alveg ferlegir - hrikalega illa lesnir og látið eins og þið vitið allt. Kannist þið ekkert við rök heilags Tómasar frá Aqvínó? Þið hafið ábyggilega ekki heyrt um manninn þó þið þykist ábyggilega þekkja hann eins og lófa ykkar.
Aðrir hafa lagt lóð sín á þessar vogarskálar og merkilegt hve illa menntakerfið stendur sig í að benda á þau rök sem hafa verið sett fram - rök sem menn síðan geta látið sannfærast af eða ekki.
Tek undir með 1, þó þú skiljir ekki eitthvað sem aðrir telja sig skilja er ekki þar með sagt að aðrir séu tregir í hausnum.
Svo er nú eitt sem ykkur og fleiri snillingum dettur ekki í hug: Er til einhver sönnun þess að Snorri Sturluson hafi verið til? Hvaða sönnun höfum við fyrir því að Júlíus Sesar hafi verið til? Hvað með Ghengis Khan? Þýðir það þá að þessir aðilar hafi ekki verið til?
Fólk lætur alltaf hrífast með tískubylgjum (sleppir því að hugsa fyrir sig sjálft) og nú er í tísku að vera á móti trú og Guði -margir virðast telja trúaða vera bara einhverjir nöttarar sem skilja ekki vísindi.
Til er kínverskt máltæki sem segir: "A wise man makes his own decision, ignorant man follows public opinion". Í hvorum hópnum eruð þið?
Helgi (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 05:03
heyr, heyr helgi.
Halldóra (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 11:03
@ Helgi
ég gaf ekki upp mína afstöðu um tilveru Guðs. Þessi ábending þín tek ég ekki til mín.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 30.9.2013 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.