Ný hugsun

Það er ljóst að það má ekki skera niður flatt á Landsspítalann lengur. Það þarf að hugsa heilbrigðiskerfið uppá nýtt. Hvað er svokallað grunnþjónusta og hvað geta læknar tekið að sér í einkarekstri??

Við þurfum að nýta læknana okkar betur. Læknar eru frumkvöðlar og dýrmætur mannauður. Að setja læknana okkar í eitthvað box og skipa þeim að vinna á einhvern tiltakan máta er mógðun við lækna. Enda eru þeir að flýja land t.d til Norðurlandana þar sem einkarekstur og opinber rekstur fer vel saman...... og þar er þar er besta heilbrigðiskerfið í heimi.

hvells


mbl.is Óttast enn meiri niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf gott að hugsa út fyrir "boxið".
Þekki heilbrigðiskerfi norrænu landanna mjög vel. Það er svo að það er ekki sparnaður sem er málið enda er þjónusta einkaaðila oft miklu dýrari og það er þá að sjúkrahúsið getur ekki sinnt þessari þjónustu og bíður þess vegna út ákveðna verkliði. Oft eru þetta lítil sjúkrahús sem einbeita sér að ákveðnum verkþáttum og geta tekið sjúklinga þá oftast sem ekki eru með neinar komplikasjoner.  Flókinn sjúkrahúsþjónusta með gjörgæslu og komplikasjonum er geysilega dýr. Það er í raun stór spurning hvort einhver hefur áhuga á að bjóða í þetta raunar eru samningar við sérfræðilækna ekki einu sinni til staðar og þeir eru í raun ákaflega lágir þannig að fólk er fremur að skrúfa niður og hætta enda stendur þetta oft ekki undir húsaleigu og fremur fara til útlanda að vinna í afleysingum og/eða prívat ef fólk er þá ekki flutt.

Íslenski markaðurinn er agnar smár og heilbrigðisþjónusta alþjóðleg. Þá þurfa Íslendingar að borga alla vega norræna taxta fyrir liðspeglanir, magaspeglanir ofl.
Það er raunveruleikafyrrt draumsýn að halda að einhver aðili ætli að fara í samkeppni við Landspítalan og bjóða niður þjónustuna með einkarekið sjúkrahús.
Í Noregi björguðu þeir heilsugæslukerfinu með að einkavæða það. Þeir spöruðu ekki neitt enda eru norskir "fastleger" eins og þeir kallas með 4-5 sinnum hærri laun en íslenskir heilsugæslulæknar.
Menn geta reynt að auglýsa en launakjör lækna eru ákaflega lök og menn þurfa að fara langt út fyrir vestræna læknaþjónustu raunar út fyrir Evrópu enda keppum við ekki við Slóveníu, Pólland og Ungverjaland í launum og launakjörum. Ef menn ætla að ná inn starfsfólki og það er þá fólk sem enginn vill, eða ákveðið hrakval og varla fólk sem kann íslensku. Ótrúlegt ef menn glopra niður heilbrigðiskerfinu. Sitja nú í niðurníddu sjúkrahúsnæði með úrelt tæki. Nánast hrunið heilsugæslukerfi og sjúkrahús mannað af læknanemum. 
Það verður ákaflega dýrt og sársaukafullt ef snúa á þessu við.

Raunar er ég sammála þér. Flatur niðurskurður er uppgjöf!

Gunnr (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband