Laugardagur, 28. september 2013
Hin "elskulega" króna
Þetta er hin elskulega króna sem Sigmundur Davíð og hinn mikli skagfirðingur vilja vernda fram í rauðann dauðann. Hún er mikill skaðræðisvaldur og er að ræna kaupmáttinn af Íslendingum á hverjum degi. En þeir kapparnir finnst krónan svo krúttleg og eru viljugir til þess að herða gjaldeyrishöftin enn meira til að halda Disney dollaranum á floti.
Á kostnað fólksins
hvells
![]() |
Þúsundkallinn frá 1984 væri 9.300 kr. á núvirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðan 1. janúar 1999 hefur blessuð evran misst yfir 50% af sínu verðgildi. Á meðan bönkum er leyft að framleiða peninga fyrir samfélögin skerðast allir gjaldmiðlar...á kostnað fólksins.
Egill (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 16:00
nei...
Upphaf evrunnar 1999 var 1 evra = 1 dollar
Nú er 1 evra = 1,3 dollar
Evran hefur styrkst á þessu tímabili.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2013 kl. 16:04
Miðað við dollar. En á meðan hefur dollarinn hríðfallið.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2013 kl. 17:20
Egill og Ásgrímur, þetta er ótrúlegt bull í ykkur sem er reyndar í samræmi við mestallan málflutning ESB-andstæðinga.
Af þessum þremur gjaldmiðlum hefur krónan staðið sig langverst og evran best. Evran hefur hækkað um rúmlega 100% gagnvart krónu frá ársbyrjun 1999. Dollar hefur hækkað um 75% á sama tíma en ekki hríðfallið.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 17:59
Hann er hættur við Kanadadollarinn Doktor Sigmundur. Kominn með verri hugmynd,,halda lífi í krónunni.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2013 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.