Föstudagur, 27. september 2013
ESB er lykillinn
Með ESB aðild mun lífskjör á Íslandi batna. Fyrirtæki geta séð sig fært um að starfa hér á landi í meiri mæli. Við værum með alþjóðlegan og traustann gjaldmiðil. Lágir vextir og engin verðtrygging.
Kaupmáttur getur ekki skerðst með gengarlausu gengisfalli.
Stöðugleiki er lykillinn.
Með alþjóðlegan gjaldmiðil og alþjóðlegar reglur í viðskiptum muna fleiri sá sér fært um að fjárfesta hér á landi.
Lífskjör mun aukast gríðarlega á Íslandi ef almennigur segir JÁ VIÐ ESB.
hvells
![]() |
Gjaldeyrismál lykillinn að stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
M.v. stöðu ríkissjóðs er tóm tjara að svo mikið sem að ræða ESB umsókn enda breytist ekkert hér fyrr en EURO (eða annar stór) gjaldmiðill verður tekinn upp.
Til að standast Maastricht viðmiðin þarf að minnka skuldir ríkisins um litla
...... 1.000 MILLJARÐA.
Innganga við núverandi aðstæður myndi setja okkur í sömu stöðu og Grikkja við inngöngu þeirra, þ.e.a.s. frestun á uppgjöri ríkisskulda. Það eitt og sér að taka inn "annað Grikkland" myndi fylla mælinn hjá Þjóðverjum og ESB myndi klofna í A og B þjóðir... og við þá í B-hlutanum.
Við verðum að sætta okkur við krónu enn um sinn eða allavega framyfir niðurskurð í fjármálum ríkisins og afléttingu ríkisábyrgðar á LSR sem og "þjóðarsátt" þar sem áherslan verður að "gefa upp á nýtt".
ESB núna er eins og að reyna að setja þak á hús þar sem ekki er búið að taka grunn.
Óskar Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 11:13
Óttalegt röfl er þetta í þérHvellur, þú ert farinn að hljóma eins og rispuð vinelplata sem hjakkar í sama farinu aftur og aftur.
Þjóðinn vill þetta ekki, punktur og basta, búið.
Kveðja frá Niamey Niger.
Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 11:13
Jóhann. Hvað ertu að gera í höfuðborg Niger?
Óskar. Við þurfum að sjálfsögðu að skera niður fyrst. Fá skuldir um 50% af GDP. Áður en við göngum inn.
Þetta verður erfitt ferli en þess virði til langstíma.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.9.2013 kl. 11:19
Jóann býr í kjallara í Gravarvogi, segist vera frá Houston, Niger og Saudi Arabíu. Skemmtilegur kall.
Annars er ESB lausnin.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 27.9.2013 kl. 12:13
Sæll.
Með aðild að EES höfum við alla kosti/galla ESB aðildar nema við komum ekki að ákvarðanaferlinu innan ESB. Fyrirtæki geta því hæglega komið hingað ef þeim sýnist svo nú en þau gera það ekki.
Atvinnuleysi er mikið innan ESB og hefur farið vaxandi undanfarin ár. Af hverju halda menn að margir Bretar séu óánægðir með veru landsins innan ESB? Svo eru Danir þvingaðir í refsiaðgerðir gegn vinum sínum Færeyingum?
Hagvöxtur hefur sömuleiðis farið minnkandi innan ESB áratugum saman. Það sem þið kumpánarnir segið rýmar engan veginn við veruleikann. Af hverju sjáið þið það ekki?
Hvað er annars svona slæmt við krónuna? Nú njóta útflutningsatvinnuvegirnir góðs af henni. Það er ykkur kannski þyrnir í augum?
Við munum borga með okkur innan ESB.
Helgi (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 12:57
Koma múslimum í trúarsæluna í Medina og Mekka. Þú veizt ganga í kringum steininn og kasta grjóti.
Kveðja frá Niamey Niger
Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 14:06
Hún er að verða pínleg staða Sigmundar og Bjarna í ESB málinu.
Algerlega einangraðir frá stærstu samtökum bæði atvinnurekenda og launþegasamtökum í landinu ásamt því að allar kannanir sýna að þjóðin vill að þessum viðræðum verði lokið.
Þetta verður Icesave mál þeirra félaganna ef þeir ætla að halda áfram að vinna gegn vilja landsmanna og mun enda í algerri tortímingu fylgis framsóknar.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 14:40
hvaða vitleysa er þetta í fólki, það voru kosningar í vor og þeir sem studdu ESB málið voru hentir út á götu með verstu útkomu síðan eftir stríð í Vestur Evrópu.
gunnar (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.