Miðvikudagur, 25. september 2013
Flugvallar og bílamennirnir unnu
Harðlínumennirnir í Sjálfstæðisflokknum náðu að bola Gísla í burtu.
Eini maðurinn með framtíðarsýn í skipulagsmálum.
Gísli vildi flugvöllinn burt. Nú verður oddvitinn einhver þægur sem vill halda í flugvöllinn og kóngurinn á Hádegismóum samþykkir.
Sjálfstæðisflokkurinn missti þarna mörg atkvæði. Gísli hafði fylgi út fyrir flokk sinn. Nú fær Sjálfstæðisflokkurinn bara atkvæði frá þeim sem merkja XD á auto pilot án þess að hugsa.
Besti flokkurinn vinnur aftur stórsigur. Vona að sjálfstæðismenn eru sáttir.
kv
- Sleggjan
![]() |
Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Harðlínumenn? Stærsta undirskriftasöfnun landsins sýndi svart á hvítu að sumir eru algerlega úr takti við stóran hluta kjósenda. Vel má vera að menn sem vilja flugvöllinn einhvers staðar annars staðar kosti Sjalla atkvæði. Ekki kýs ég Sjalla má meðan margir þar innanborðs eru ástfangnir af SkrifræðisB.
Hvar ætlar þú að fá peninga í nýjan flugvöll?
Helgi (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 12:34
Aðeins 20þúsund Reykvíkinga skrifuðu undir.
Reykvíkingar eruð 120þúsund. Minnilhuti vill hafa þetta.
Flugvöllinn til Keflavíkur. Kostar ekki mikið. Aðeins brot af því sem fæst fyrir vatnsmýrarlóðirnar.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:08
Skv. skoðanakönnunum vilja rúm 70% Reykvíkinga hafa völlinn áfram í Vatnsmýri og rúm 80% allra landsmanna.
KIP (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:16
Sleggja.
Þeir sem ekki kjósa og skila auðu eins í þessari undirskriftasöfnun setja valdið í hendur öðrum og því detta skoðanir 100000 manna niður dauð. Til þess að hafa áhrif verður þú að taka þátt.
Gs
Guðlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:24
Flugvöllurinn kostar ekki mikið!!!!
Bara næstum því allt innanlandsflugið þar sem það mun að mestu leiti leggjast af nema hugsanlega örfá flug á lengstu staðina. Þetta gerist um leið og ferðatími mun lengjast um klukkutíma hið minnsta fyrir alla sem nýta sér flugið vegna ferða til og frá Keflavík.
Því tengt mun þetta kosta vinnu flestra þeirra sem sem hafa unnið við flugvöllinn (og eru víst að meirihluta Reykvíkingar) og ekki verður þörf fyrir vegna minnkandi umsvifa flugsins.
En að vísu má laga þetta allt þannig að innanlandsflugið verði áfram þrátt fyrir tilflutning til Keflavíkur. Við flytjum bara í leiðinni flestar opinberar stofnanir til Keflavíkur, þannig að ekki komi til nema örfáar mínútur í lengri ferðatíma, eða sem svara flugtímanum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Og fyrst við erum komin með allar opinberar stofnanir til Keflavíkur, þá gerum við hana bara að höfuðborg Íslands. Það munu hvort eð er svo margir flytjast með öllum þessum störfum sem þannig myndu flytja til Keflavíkur, sem þá kallar á það að nýja hátæknisjúkrahúsið ætti þá að rísa í Keflavík. Meira að segja Reykvíkingum ætti ekki að þykja neitt að því; borgarstjóri Reykjavíkur hefur jú lýst því yfir að ferðatíminn skipti engu máli varðandi heill sjúklinganna þannig að það ætti þá ekki að skipta neinu máli þótt Reykvíkingar þyrftu að fara þessa stuttu leið til Keflavíkur til að komast á sjúkrahúsið.
siggi (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:34
Þetta með 70% er miðað við höfuborgarsvæðið... ekki Reykjavík.
En þetta er sorgleg staðreynd.
Ég er ekki viss um að ég vill kjósa XD lengur í borginni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 13:35
Ætli þessi maður eigi einhvern tíman á ævinni eftir að finna sér vinnu...?
Furðulegur þessi þjóðflokkur sjálfstæðismanna sem tottar skattgreiðendur allt sitt líf eftir barnaskóla.
Sigurður (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:53
Hvaða snilling er annars að takast að gera þennan blessaða flugvöll að kosningamálið einar kosningarnar enn...?
Eins og nokkrum heilvita manni detti það til hugar eins og efnahagsástandið er í dag að núna sé til peningur til að byggja nýjan flugvöll???
Alveg ótrúlegt hvað sumir geta verið órafjarri öllum tengslum við raunveruleikan í landinu.
Sigurður (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:56
@Guðlaugur
Var þetta þín skoðun í Stjórnarskráþjóðaratkvæðagreiðslunni?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 14:19
@Sigurður
Hann er kominn með vinnu
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 14:20
þarf ekki að byggja nýja.... það er fínn flugvöllur í KEF
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 14:22
Hafi það verið eitthvað óskýrt, þá er ég að meina að þessi maður finni sér vinnu á almenna vinnumarkaðnum.
Hætti að hoppa á milli starfa á vernduðum vinnustöðum sjalla greiddum af skattfé almennings.
Ég held reyndar að hann gæti hvergi haldið vinnu ef hann þyrfti að reiða sig á eitthvað meira en flokksskírteinið sitt.
Sigurður (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 14:30
Skrýtið að RUV auglýsir aldrei eftir starfsfólki í sín vellaunuðu störf.
Samt eru þetta OKKAR peningar
Grímur (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 14:38
verð að taka undir með sigurði og grími. ef það er svona mikið varið í hann gísla að þá ætti að hann fá tilboð frá fleirum en bara rúv og sjálfstæðisflokknum en það er oft þannig með sjálfstæðismenn að skattpeningarnir borga alltof vel fyrir ekki neitt.
varðandi framtíðarsýn að þá held ég að þú sért að hugsa um eitthvað annað orð. það að hækka byggð í skeifunni osfrv er ekki nein hugmynd. reykjavík er aldrei að fara að vera með þéttustu byggð í heimi enda eru flest húsin mun lægri en í viðmiðunarlöndum. það að byggja á hvern einasta lausa m2 rýrir bara ennmeira þau litlu lífsgæði sem fást hér í borginni.
strætó hefur ekkert batnað síðasta áratuginn og enn er beðið eftir rauntímakortunum sem gísli sjálfur lofaði.
tryggvi (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 15:52
nú er umræðan komið útí ruglið
ég er ekki verja það að gísli er kominn á rúv.
þetta er opinber stofnun........ en hann gísli mundi örugglega plumma sig ágætlega á 365 með svipaðan þátt.. en páll magnússon hringdi í hann.
en þetta er ekki umræðuefnið
alvöru hægri menn vilja leggja niður RUV
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 16:42
Afhverju ætli 365 hafi ekki haft samband og boðið honum vinnu, eða nokkurt annað fyrirtæki í landinu...?
Ertu annars til í að kíkja á síðustu færslu, "stóra loforðið" og svara mér þar?
Sigurður (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 16:53
@2: Þú segir: "Flugvöllinn til Keflavíkur. Kostar ekki mikið. Aðeins brot af því sem fæst fyrir vatnsmýrarlóðirnar."
Það má vel vera en Rvk borg fær peninginn en á móti kemur að mikill fjöldi Íslendinga þarf að keyra frá KEF til REK og gerir það þá á eigin bíl, rútu eða leigubíl. Hvað ætli það kosti í slit á Reykjanesbrautinni (og þá meira viðhald)? Hvað ætli það auki mikið eldsneytisinnkaup þjóðarinnar? Hvað ætli allur þessi auka akstur kosti mörg slys sem ekki yrðu nema fyrir allan þennan akstur? Hvað ætli kosti mikið að bæta við Leifsstöð fyrir innanlandsflugið? Eigum við kannski á láta t.d. Akureyring sem ætlar til REK fara í gegnum vegabréfaskoðun?
Veistu hvað kostar að flytja flugvöllinn? Hvað kostar það? Komdu með raunhæfa tölu, ekki einhverja hrákasmíði, og svo getum við rætt hvort flutningurinn kostar ekki mikið.
Ætli sumir spari sér ekki flug og keyri frekar, þá missa einhverjir tengdir innanlandsfluginu vinnu sína en þið eruð auðvitað helsáttir við það, eða hvað?
Hvað með sjúkraflugið? Hafið þið ekki heyrt um gullna klukkutímann þegar að slysum kemur? Á nú að bæta ca. 45 mínútum við flutningstíma sjúklinga bara svo borgarfulltrúar í REK geti leikið sér með peninga? Mannslíf skipta máli.
Hvað með hótelnýtingu í REK? Vel má vera að þörf verði á fleiri hótelplássum í KEF ef af flutningi verður sem er gott út af fyrir sig en kallar á fjárfestingu í gistihúsnæði þar sem aftur veldur lakari nýtingu í REK og minni arðsemi. Ykkur er auðvitað sama um það - eða hvað?
Hvar ætlið þið snillingarnir að fá pening fyrir þessum flutning? Hvað kostar þessi lélega hugmynd?
Það er ágæt regla að hugsa áður en maður talar/skrifar.
Helgi (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 21:26
Það má vel vera en Rvk borg fær peninginn en á móti kemur að mikill fjöldi Íslendinga þarf að keyra frá KEF til REK og gerir það þá á eigin bíl, rútu eða leigubíl. Hvað ætli það kosti í slit á Reykjanesbrautinni (og þá meira viðhald)?
En þeir á landsbyggðinni sem eru að fara til útlanda? Þeir fljuga beint til Kef og fara þar í flugvél, sparnaður á móti ekki satt?
Kostnaðurinn ætti að vera miklu minni því Keflavíkurflugvöllur er þegar til staðar, ekki tala um að byggja nyja flugvel.
Hótel? , veistu innanlandsflug hefur fækkað og fækkað með hverju ári ÞRÁTT FYRIR gríðarlega fjölda erledra gesta. ergo : virðist sem utlendingar eru ekki að nota innanlandsflug.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2013 kl. 09:11
@18:
Að hluta til rétt hjá þér en hvers vegna að rífa heilan flugvöll til þess eins að færa hann til KEF? Hvað kostar það? Hvað ef aðstæður á KEF eru þannig að ekki er hægt að lenda? Ef REK flugvöllur verður rifinn er talsverður spotti í næsta varaflugvöll. Ykkur er auðvitað sama um það :-)
Hvað kostar þessi lélega hugmynd? Hvað með þennan svokallaða gullna klukkutíma? Er líf landsbyggðarlýðsins kannski bara lítils virði?
Varðandi hótelin held ég að þú skiljir ekki hvað ég var að meina. Offjárfesting er ekki góð.
Hvað kostar þetta spaug? Hvaðan eiga þeir fjármunir að koma?
Helgi (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.