Þriðjudagur, 24. september 2013
Alvarlegt mál. Uppstokkun nauðsynleg
Við eyðum meira í heilbrigðiskerfið en OECD þannig að peningurinn er ekki vandamálið.
Það þýðir ekki að henda meiri og meiri pening í vandann.
Það þarf að skera upp þetta heilbrigðiskerfi. Leyfa einkarekstur eins og á norðurlöndunum.
En Íslendingar eru kaþólskari en páfinn þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Það endar bara á einn hátt. Það sem við sjáum í dag.
hvells
![]() |
Sýn nemenda á LSH mjög neikvæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2013 kl. 06:53 | Facebook
Athugasemdir
Þegar allt er tekið með. Lítil og fámenn þjóð á einangraðri eyju þýðir það kanski að Íslendingar verða að senda fólk erlendis til meðferðar. Það er margfaldur kostnaður. Þjóðin verður eldri sem mun margfalda tilkostnað. Húsakostur 1 - 1/2 aldar gamall og léleg nýting starfsmanna vegna lítilla og óhagkvæmra eininga. Kerfið er þegar sprungið og við blasir gríðarleg aukning.
Þær þjóðir sem eru með ódýrasta heilbrigðiskerfið eru þær sem hafa góða Heilsugæslu. Heilsugæslan er að hrynja og það þarf ekki annað en að líta á meðalaldur og nýliðun.
Persónulega hef ég ekkert á móti einkarekstri ef þetta er gert af ríkinu. Það er hins vegar enginn sem fer í einkarekstur nema það sé hagkvæmt og sérfræðingatakstar og ferilsverk eru hreinlega ekki nógu vel borgaðir eins og þetta er rekið núna. Ísland er í raun komið langt út fyrir vestræn heilbrigðiskerfi. Það er gríðarleg eftirspurn eftir vestrænni heilbrigðisstarfsemi. Þegar allt er talið með keppum við ekki við Pólland eða Tékkóslóvakíu.
Fólk leggur sig ekki niður við að læra íslensku til að vinna á lúsalaunum. Grunnlaun heilsugæslulækna eru margföld í Noregi á við Ísland. Raunar eru opinberir starfsmenn á norðurlöndum ekki hálaunafólk miðað við td. Bretland og Bandaríkin eða Þýskaland.
Klárlega getur íslensk heilbrigðiskerfi orðið hrakval, þeas þeir slæðast hingað sem ekki fá vinnu í öðrum löndum sem borga betur og bjóða betri starfsaðstöðu.
Gunnr (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 12:38
Bendi á að þau lönd sem hafa einkavæðingu eru með miklu dýrari heilbrigðiskerfi þannig að það verður ekki ódýrara. Vissa verkliði er hægt að bjóða út ef einhver vill bjóða í það verk. Bandaríska heilbrigðiskerfi kostar um 18% av þjóðarframleiðslu meðan norrænu ríkin eru um 9%.
- Íslenski heilbrigðismarkaðurinn byggir á innfluttu vinnuafli (sérfræðingum með menntun í vestur Evrópu nánast allir með fleirri ára sérnám og starfsreynslu erlendis þar sem skortur er á starfskröftum).
- Ísland er agnarlítil stærð, heildarfjöldi á við meðalstóra borg í Evrópu og Bandaríkjunum. Það að það komi aðilar til að reka fullbúið sjúkrahús í samkeppni við Landspítalann eru draumórar. Ég held ekki að þú gerir þér grein fyrir þessu.
Því miður virðist íslenska heilbrigðiskerfið vera í fríu falli og fólk hreinlega fer þar sem bæði starfsaðstaða og laun eru ekki samkeppnishæf.
Norrænu ríkin eru með markað fyrir heilbrigðisþjónustu. Klukkustundar tími hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingi kostar yfir 2500 Nkr og það er um tvöfaldur lögfræðingataxti. Klárlega mun þetta leiða til að þú færð heilbrigðiskerfi fyrir þá ríku og fyrir þá fátæku.
Gunnr (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 12:55
Persónulega hef ég ekkert á móti einkarekstri ef þetta er gert af ríkinu
þessi setning er þversögn
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 14:24
Eins og ég skil það er einkarekstur, það að einkaaðilar reka heilbrigðisþjónustu sem greidd er af ríkinu/tryggingarkerfinu annað hvort með útboðum eða samningum. Einkastofurekstur er á þann hátt. Við höfum ótal dæmi um þetta í íslensku heilbrigðiskerfi. Sérfræðiþjónusta sérfræðinga, öldrunarþjónusta og í litlum mæli heilsugæsluþjónusta.
Á norðurlöndum eru lítil sjúkrahús sem eru í einkaeigu sem sinna verktakastarfsemi fyrir ríkið. Einföld inngrip eins og hnéspeglun sem og stærri aðgerðir liðaskiptaðgerðir, augnaðgerðir ofl eru stundum boðin út.
Norska fastlegekerfið (Heilsugæslukerfi Norðmanna) er byggt á sama hátt sem og breska kerfið. Heimilislæknarnir fá upphæð fyrir hvern sjúkling og fyrir verkferla og ráða sér starfsfólk. Hinn möguleikinn er að hafa þetta eins og á Íslandi með ríkisreknar heilsugæslustöövar með stjórn og lækna á föstum launum.
Einkavætt heilbrigðiskerfi er þegar "sjúklingurinn borgar allt". Það er raunar til á Norðurlöndum líka. Þar er markaður fyrir þetta enda talsverður fjöldi með nóg fé þetta er líka í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einhvern veginn get ég ekki séð neinn grundvöll fyrir þessu á Íslandi. Þetta byggir á því að hluta til að fólk sé með einkatryggingu. Þar sem þetta er kannað er að þetta er miklu dýrara kerfi. Með eins litla einingu og Ísland þar sem sérfræðingar eru í raun allir menntaðir í nágrannalöndum okkar þá fara menn frekar til útlanda að vinna í einkarekstri (prívat) eða í afleysingum enda er það vel borgað og alþjóðlegir taxtar og gríðaleg samkeppni um hæft fólk. Þar eru menn fljótt komnir í tvöföld íslensk skilanefndarlaun og meira en það.
Ég hef aðeins kynnst heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum og unnið í mörg á á Norðurlöndum. Það eru kostir og gallar í báðum kerfunum en það verður ekki hægt að reka heilbrigðiskerfið eins ódýrt. Sammerkt með ódýru kerfönum sem eru hagstæðast hvað varðar fé / mannafla / tæki er að að þar er heilsugæslan notuð til að stýra inn í dýrari og sérhæfðari hluta þjónustunnar. Bandaríkjamenn stefna í ógöngur með næstum 2 falt hærra hlutfall til heilbrigðismála miðað við þjóðarframleiðslu en norrænu löndin og Noregur.
Gunnr (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.