Þriðjudagur, 24. september 2013
Stefán Ólafs
Nú er komið í ljós afhverju Stefán Ólafsson prófessor var að sleikja upp Framsókn fyrir kosningar. Og gerir enn. Það var til þess að geta fengið fleiri spena til að mjólka.
Hann er stjórnarformaður TR og er núna í stjórn ÍLS. Þetta eru svona 6-700þusund auka greiðslur á mánuði... meðfram því að mjólka Háskóla Íslands.
Sannkallaður tækifærisinni....
Og það er ekki séns að hann stenst hæfnispróf FME. Félagsfræðingurinn sjálfur sem hefur takmarkaða þekkingur á fyrirtækjarekstri, hagfræðig og fjármálum.
hvells
![]() |
Skipuð formaður Íbúðalánasjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þá að fella þann sleggjudóm í einum hvelli að FME sé að falsa niðurstöður úr hæfnisprófi?
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 23:31
Óskaplegir aular eru þetta að láta skipa sér svona fyrir...
Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 00:08
Ég var furðu lostinn að Stefán skyldi taka afstöðu með skuldalækkunarleið Framsóknar þar sem hinir best settu fá langmest af skuldalækkuninni. Þessi afstaða hans var algjörlega á skjön við annað sem ég hafði lesið eftir hann.
Skuldalækkunarleið Framsóknar er tilfærsla á fé frá hinum verr settu til hinna betur settu. Hún eykur því ójöfnuð sem Stefán virðist annars hafa barist gegn.
Að Stefán skyldi ljá máls á að ríkið greiddi skuldurum sem svarar margföldum byggingarkostnað nýs Landsspítala í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og td bæta heilbrigðis- og menntakerfið fannst mér því með algjörum ólíkindum.
Nú virðist skýringin liggja fyrir og ekki Stefáni til sóma. Að ríkið greiði skuldir einstaklinga er alltaf vafasamt. Ef það gerist verður að ráðast á vandann þar sem hann er. Flöt lækkun skulda er hins vegar algjörlega galin vegna þess hve óhemjudýr hún er.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 08:07
Þjóstólfur
nei ekki að FME er að falsa niðurstöður... alls ekki
Ég er að halda því fram að þeir hafa ekki tekið þetta FME próf.
Það er próf sem þú þarft að þeyta til að meta hæfni þína
Ég held að Eygló sé að blekkja..... enginn nema stjórnarformaðurinn hefur farið í þetta próf.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2013 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.