Þægilegt

Ég vildi óska þess að ég þurfti ekki að mæta í vinnuna alla virka daga og vinna fyrir mínu kaupi.

Ég væri alveg til í að geta farið út í náttúruna og dansað í hrauninu.

Það væri þægilegt.

hvells


mbl.is Vöktuðu Gálgahraun í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt er skrifuð 10.48 í morgun. Svafstu yfir þig? Trúi ekki að fólk sé bara að blogga á meðan það er í vinnu.

assa (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 11:12

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

fæ 20mín kaffitíma fyrir og eftir hádegi.

sumir fara á kaffistofuna, sumir lesa dagblöðin og aðrir fara á netið... jafnvel að blogga einsog ég.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.9.2013 kl. 11:58

3 identicon

ÞEtta er svo skammarlegt að það hálfa væri nóg. Frekjan í þessum hraunavinum er viðurstyggð. Það er ávallt sama fólkið er öllu mótmælir, hefur þetta fólk ekkert þarft að gera. Ómar setti sig á hausinn við Kárahnjúka, þarf þjóðin aftur að hlaupa undir bagga? Þessir vinnandi menn eiga að fá lögregluna til þess að fjarlægja þennan skríl.

Baldur (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 12:59

4 identicon

Afhverju mótmælir engin framkvæmdunum í hrauninu sunnan Hafnafjarðar? Þar eru heilu íbúðabyggðirnar og iðnaðarstarfsemi en ekki einungis einn vegspotti.

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 13:14

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nægt hraun á Íslandi, Hraunavinir eiga nóg af hrauni til að vingast við þó vinnuvélar fjarlægi hluta af þessu

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 24.9.2013 kl. 13:43

6 identicon

Hvað ætla "hraunvinir" (asnalegt nafn) að gera ef einhvern tíma fer að gjósa og nýtt hraun flæðir yfir hraun sem þeir dá og vilja halda óbreyttu ?

Kæara það ?

Þeim væri nær að hætta að tefja þarfa breytingu á veginum þarna.

20-30 manns eiga ekki að geta stöðvað opinberar framkvæmdir.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 14:50

7 identicon

Hvers vegna er verið að neyða nýjum vegi upp á Álftnesinga sem vilja ekkert með hann hafa.?

Ég hélt að eitthvað annars staðar á Höfuðborgarsvæðinu þyrfti frekar að endurbæta umferðarmannvirki?

Tal um tíu þúsund manna byggð við gamla veginn er alveg út í hött? Hvaðan á það fólk að koma, þegar unga fólkið flykkist úr landi. Eftir tíu ár þá má kallast gott ef íslendingar verða ekki nokkru færri en nú er.

óli (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 17:51

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn einu sinni sér maður sagt, að vegna þess að náttúran sjálf muni breyta landslagi einhvern tíma sé sjálfsagt mál að rúsa núverandi hraunum og landslagi.

Gott og vel. Vel er hægt að stytta leiðina frá Reykjavík til Laugarvatns um fimm kílómetra með því að rjúfa skarð í gegnum vegg Almannagjár við Hakið og gera hraðbraut þvert fyrir enda Þingvallavatns á þeim forsendum að fyrr eða síðar muni renna nýtt hraun yfir Þingvelli.

Eða að gera stíflu við suðurenda vatnsins, stækka Steingrímsstöð og sökkva Þingvöllum, vegna þess að fyrr eða síðar mun landið halda áfram að lækka við norðurenda þess og Vellirnir sökkva í vatnið.  

Ómar Ragnarsson, 24.9.2013 kl. 18:18

9 identicon

Þetta er jafnvægisdans

framkvæmdir vs vernd

Í meðalhófi er hægt að sætta báðar hliðar

Hraunvinir eru hinsvegar í hinum enda öfgahliðarinnar

kv

Sleggjan (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 21:06

10 identicon

Er ekki eiginlega alveg öruggt að það eru til þarfari breytingar á vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en þessar...?

Sigurður (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband