Sunnudagur, 22. september 2013
Reglugerðir
Nýjar byggingareglugerðir hafa gert það að verkum að það borgar sig ekki að byggja litlar íbúðir.
Nú þarf allt að vera með aðgengi fatlaðra. Lyfta í hverri blogg og svo framvegis.
Það eru reglugerðir frá hinu opinbera sem ber ábyrgð á þessum mikla skaða.
En það gagnrýnir enginn báknið sjálft...... heldur einhvern allt annann.
hvells
![]() |
Biðlistar eru enn að lengjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður hefði nú haldið að nægjanlegt væri að 1.hæðin væri hönnuð fyrir fatlaða,síðan þar sem þrír smiðir eru að störfum, þarf einn að sitja inni vinnuskúr og halda utanum gæðahandbók sem allt sem keypt er til byggingarinnar er skráð,og allt þarf að vera EU vottað,og hvar hlutirnir eru keyptir.
Síðan er kominn inn Byggingastjóri, því skriffinskan er orðin svo mikil,burt séð frá hvort sé verið að stækka bískúr um einhverja fermetra eða sumarbústað,það ætti að vera hægt að nota gamla háttinn á þessu á byggingar upp að 3 hæðum húsasmíðameistarinn einn sæi um þetta eins og verið hefur.
Semsagt nýja byggingarreglugerðin kemur til með að hækka byggingarkostnaðinn um ca. 10%, síðan segja kunnugir að skrifinskan hjá húsasmíðameistaranum sé orðin svo mikil, að þeir muni gefast upp á henni, og öll skrifinskan færast inn á vekfræðiskrifstofur, og þá muni önnur ca. 10% bætast ofan á byggingarkostnaðinn, þetta er náttúrlega fullkomlega galið.
Síðan ef Sleggjan og Hvellurinn byggja sér sumabústað í uppsveitum Árnessýslu, þurfa þeir að kosta ca.tíu eftirlitsferðir fyrir allslags aðila þangað uppeftir, fulltrú heilbrigiðseftirlitsins, fulltrúa frá slökkviliðinu, byggingarfulltrúann á svæðinu og fl. ef þetta er ekki galið veit ég ekki hvað er galið.
Villi smiður (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 22:13
Nyju byggingareglurnar eru fáranlegar.
Lyfta ef byggt er fleiri en 3 hæðir. Hef búið í 5 hæða blokk, svo núna í 3 hæða, bara fáranlegt ef það væri lyfta í þessum blokkum.
Svo er skylda að hafa þvottahús í íbúðum. Þar sem eg hef búið er sameiginlegt þvottahús niður í sameign kjallara, henntar bara mjög vel. Engin þvottavélalæti inn í íbuð , svo má maður þverra fötin þar lika.
Reglugerðir skulu einungis snúa að öryggi, ekki að hugsa fyrir okkur.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 09:33
ég hef ekki heyrt orð frá samtökum leigjenda um þetta fáránlega kerfi
menn vilja bara niðurgreitt húsnæði... kemst ekkert annað að.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2013 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.