Sunnudagur, 22. september 2013
Vantrú amast meira út í kristna trú miðað við múhameðstrú
http://www.vantru.is/2010/09/20/10.00/
http://www.vantru.is/2013/09/20/09.00/
http://www.vantru.is/2010/05/17/09.00/
Vantrú hafa verið lengi i brannsanum. Ég hef lesið pistlana þarna lengi. Mörg ár.
Eftir nokkra ára lesningu hef ég tekið eftir að þeir eru í grunnin einungis að gagnrýna kristna trú. Þeim dettur ekki í húg að gagnrýna íslam nema að litlu leiti.
Svo í linkunum að ofan er beinlínist verið að hampa múhameðstrúnni. Sem er ekki tilgangur vantrú.
Ég hef nú tekið vantru.is af "bookmark" flipanum í vefvafranum mínum.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski ekki að furða, við búum í landi þar sem bábyljur kristinna eru meira áberandi í umræðunni. Vantrúarmenn taka ekki endilega málstað Íslam framyfir kristni, en þeir eru duglegir að benda á að frá þeirra sjónarhóli er forsendur beggja fyrir trúarhugmyndum sínum áþekkar og því ákveðin hræsni fólgin í því að segja ein trúarbrögðin rétt og hin ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.9.2013 kl. 14:51
Það ekkert skrítið við það. Trúleysingjar amast helst við þeim trúarbrögðum og hindurvitnum sem þeir sjá í kringum sig. Sjálfur hef ég ekkert minna á móti Íslam en Kristni, eða öfugt: Hvort tveggja er fínt fyrir þá sem vilja, en eiga ekki að njóta sérréttinda eða samfélagslegra áhrifa umfram eigin söfnuði.
Trúlausir fyrrum múslímar (og já, þeir eru til!) amast geng Íslam, ætli trúalausir gyðingar amist ekki gegn Gyðingatrú?
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.9.2013 kl. 15:07
Sleggjan, nú er ég höfundur einnar þeirra greina sem þú vísar á (þessa hérna). Það er út í hött að segja að ég sé í þeirri grein að "beinlínis hampa múhameðstrúnni".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2013 kl. 16:50
Vantrúarmenn eru á engan hátt sambærilegir við trúleysingja í múslimskum löndum eða þá sem gagnrýna Múhammeðstrú. Þeir sem gagnrýna Islam innan margra landa Islams eru myrtir köldu blóði ásamt fjölskyldum sínum af yfirvöldum. Þetta er trend sem mun fara vaxandi, ef marka má byltingar þær sem eru að eiga sér stað. Nýlega var lítill drengur í Sýrlandi, landi þar sem áður var aðskilnaður ríkis og trúar og hlífiskildi haldið yfir öllum minnihlutahópum lífsskoðanna, myrtur fyrir að segja að hann tryði ekki á Guð. Hann móðgaði ekki sérstaklega spámanninnn svokallaða. Uppreisnarmenn sem hyggja á að ná völdum í Sýrlandi og koma þar á trúræði myrtu hann bara fyrir trúleysið. Jafnvel þeir sem gagnrýna Islam á Vesturlöndum lenda í svipuðu. Maðurinn sem teiknaði teiknimyndina frægu af Muhammad lifir enn í felum. Þekkið þið einhvern sem hefur teiknað skopmynd af Jesús eða gert eina af þessum umdeildu Hollywood myndum og sjónvarpsþáttum þar sem menn gera grín að kristinni trú sem lifir í felum? Ekki ég heldur. En það lifa fleiri menn í felum eftir að hafa teiknað litla teikningu af Muhammad, skrifað litla sögu eða sagt eina setningu í nágrannalöndum okkar. Salman Rushdie, nóbelsverðlaunahafinn sem aldrei hrakyrti Islam, heldur ímynduðu menn sér það aðeins, ollimiklu fjarðafoki eftir að klerkur í Íran, landi sem kemur Rushide ekkert við og hann hefur engin tengsl við, sem með krókaleiðum las guðlast út úr bók hans "Söngvum Satans" dæmdi hann til dauða. Í kjölfar dauðadóms klerksins yfir Rushdie neituðu öll helstu flugfélög heims, með British Airways í fararbroti, að fljúga með Salman Rushdie, og báru fyrir sig ógn á hryðjuverkum sem afsökun fyrir því einu mesta broti á einstaklingsfrelsi sem framið hefur verið. Þannig brutu stórfyrirtæki sem ríkisstjórnir á mannréttindum Rushdie, sem enn fer huldu höfði í daglegu lífi þó hann láti einstaka sinnum sjá sig undanfarin ár ef hann fær nóg af lífvörðum, núna þegar hann hefur efnast, en hann var alfarið í felum um áratuga skeið áður en hann eignaðist auðinn. Það sést að þeir sem tala á móti Islam eru hetjur í gamla skilninginum, það er að segja hugrakkir og karlmannlegir. Hundruðir manna lifa í felum út af því að eiga að hafa móðgað Islam, líka á Vesturlöndum sjálfum og heilu flugfélögin neita að fljúga með friðsama rithöfunda sem gera það. Það er mikil móðgun við þá að Vantrú beri sig saman við þá á nokkurn hátt. Nú nýlega fréttum við öll af því að maður í Bandaríkjunum hafi samið litla kvikmynd þar sem hann lýsir skoðunum sínum á Múhammað. Þær skoðanir eru lofsöngur miðað við hundruðir mynda sem tala niður til kristni á sama hátt og öllum, meira að segja prestum og prélátum, var að mestu sama um, þó einstaka sinnum nennti einhver að skrifa grein í mótmælaskyni. En þessi mynd olli óeirðum víða um heim sem ekki byrjaði að lynna en Obama sjálfur baðst eiginlega afsökunar á því að í hans stóra og víðfema landi milljarða væri einstaklingur sem hefði þessa skoðun á löngu dauðum manni. Af þessu öllu sést, eins og allir hljóta að viðurkenna, hvort sem þeir elska, hata, eða stendur á sama um Islam, að það þora því ekki nema hugrakkir menn að segja neitt neikvætt um þá trú. En það er álíka "hættulegt" að móðga biskupinn og litlu fríkirkjurnar hérna eins og að hóta skátastrákum ofbeldi, eða standa fyrir utan Lions klúbbinn með mótmælaspjald. Vantrú eru jafn miklar hetjur og þeir sem væru með mótmæli við elliheimilið Grund og svipaðar líkur á því að þeir mættu ofbeldi. Vantrúarmenn myndu aldrei þora að gagnrýna Islam. Aldrei í lífinu. Ekki nema sú gagnrýni væri öll undir enn meiri rós en hún átti að hafa verið hjá Rushdie, vafinn í pólítískt korrekt búning og endaði auðvitað á "En fuck kristnir líka! Þeir eru enn verri!". Annars myndu vantrúarmenn óttast örlög svipuð og maðurinn sem gerði teiknimyndina og Rushide í allra besta lagi, ef þeir slyppu mjög vel. En, vegna lélegri löggæslu hér á Íslandi en í Bretlandi og algjörs skorts á leyniþjónustu til að fylgjast með, þá myndu þeir mjög líklega vera myrtir ásamt fjölskyldum sínum, þó þeir hættu sér aðeins inn á svæði Salman Rushdie. Alla vega ef verkið spyrðist út. Fjöldi manns hefur þegar gert sér sérstakt far til Danmerkur aðeins til að leita uppi teiknarann fræga og reyna að myrða hann. Það er ekki eins og Vantrúarmenn þyrftu bara að óttast innlenda múslima, sem líklega eru engir ofbeldismenn. En Vantrúarmenn þurfa ekkert að óttast. Meirihluti mannkyns eru heybrækur og heiglar og á það sérstaklega við á dögum minnkandi testeróns. Vantrúarmenn teljast í þeim hópi og halda sig við árásir á hreyfingar svipað agressívar og skátafélög og Lionsklúbba.
Þór (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 17:49
Þór, Vantrú hefur gagnrýnt múhameðstrú (og ekki undir rós), en auðvitað fer lítið fyrir þeirri gagnrýni þar sem múslímar eru ekki nema örlítill hópur hér á landi. Og ég held að maður geti alveg óhræddur gagnrýnt múhameðstrú hér á landi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2013 kl. 18:01
Sæll.
Það er í tísku núna hérlendis og víða á Vesturlöndum að djöflast í kristnum.
Þeir sem til þekkja vita að trúin er einungis ein hlið íslam. Vandinn er einfaldlega sá að vestræn gildi og íslam fara ekki saman. Málfrelsi er ekki til í íslam eins og við þekkjum það á vesturlöndum. Spyrjið bara dönsku skopmyndateiknarana. Vantrúarmenn myndu ekki lifa lengi ef þeir reyndu að setja út á íslam í t.d. Pakistan, Íran eða Egyptalandi svo örfá dæmi séu tekin.
Svo er það þetta hatur sem fylgir íslam - sem menn reyna þó stöðugt að þræta fyrir. Ég veit ekki um nein trúarrit þar sem fylgjendum er beinlínis sagt að beita ofbeldi gegn þeim sem gerast fráhverfir trúarbrögðunum eða aðhyllast þau ekki - það má þó sjá í súru 4:89, 9:123 og 8:39 svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi vers skýra vel afstöðu múslima gagnvart gyðingum og Vesturlöndum. Í súru 5:51 er múslimum meinað að vingast við gyðinga og kristna.
Múslimar hafa reynt að slá ryki í augu fólks (eða ljúga beinlínis) með því að vitna í önnur vers en skilja ekki að hugtakið "naskh" gerir versin sem voru opinberuð Múhameð seinna rétthærri en þau sem voru opinberuð honum fyrr. Vel má vera að sumir múslimar skilji ekki þetta hugtak (sem má raunar finna í kóraninum og hadith).
Svo er það nú afstaða íslam til kvenna sem vinstri sinnar og femínistar vilja ekki vita af - einhverra hluta vegna. Í súru 4:34 stendur sem svo að maður megi lemja konu sína ef hún neitar að hafa við hann samræði þar til hún samþykkir samræðið. Í hadith má líka sjá að Múhameð sló konu sína og lét sér fátt um finnast þegar aðrir beittu konur sínar ofbeldi. Í súru 4:3 er gefið grænt ljós á fjölkvæni (allt að 4 konur). Hvar eru nú femínistar - sá málefnalegi hópur?! Hvað finnst Hildi Lillendahl um þetta? Finnst henni ekki ástæðta til að kanna hvort múslimar hér stunda fjölkvæni?
Ef Vantrúa ætlar að vera sjálfri sér samkvæm ætti hún að pönkast meira í íslam en t.d. kristni og gyðingdómi. Heyrum við eitthvað um það að gyðingar sprengi sjálfa sig í loft upp í Þýskalandi og drepi saklausa Þjóðverja til að hefna fyrir helförina?
Helgi (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 18:08
Femínistahreyfingin eins og hún birtist hér á Íslandi og víðar hefur úrkynjast í máttlaust eigin hagsmunaplott millistéttarkvenna, sem ekkert líf er í. Forystumenn hreyfingarnar, konur og menn sem börðust sérstaklega fyrir réttindum verkakvenna og aðþregndra, myndu allir snúa sér við í gröfunum þegar þær sæu hvernig komið er. En hjarta hins dæmigerða íslenska feminista er lítið og sama um annað en kynbundinn launamun millistéttarfólks. Það var verið að drepa tugi kvenna bara fyrir að vera ekki múslimar síðast í gær, en þeim er bara alveg sama, og myndu aldrei taka þá áhættu að ráðast í sérstaka herferð beinda að þessum löndum. Sama á við um Samtökin 78. Yfir 97% þeirra landa sem aflífa samkynhneigða eru múslimsk lönd, og er það réttlætt með guðfræðilegum ástæðum. En að forsvarar þeirra samtaka þori svo mikið sem taka sér orðið "múslimi" eða "Islam" í munn, það er álíka líklegt og að amma gamla fari að djöflast í Vítis Englum á morgunn. Mannréttindahreyfingar hafa hér á landi og víða um Vesturlönd úrkynjast og þjóna flestar einungis efnahagslegum hagsmunum millistéttarfólks. Það er ekki skrýtið, nú þegar misréttið og þrælahaldið er allt svo langt í burtu, öreigarnir í verksmiðjunum faldir lengst í Indónesíu og búa til fötin okkar, tölvurnar og farsímana þar fyrir lúsarlaun. Þá er orðið þægilegra að gleyma þessu fólki bara og öruggara að skipta sér ekki af hryðjuverkamönnunum sem ógna lífi þess.
FBI (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 18:21
Hjalti. Heimurinn er lítill og þú gætir ekki gert það óhræddur. Það veistu og þess vegna mun aldrei heyrast nema máttleysislegt prump frá þér í áttina að Islam, þótt þú værir líklegur til að skrifa hatursdoðranta gegn Kristni. Sem þarf jú jafn mikla karlmennsku og dirfskuþor í og að skrifa nýðgreinar um kvenfélög úti á landi.
Þór (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 18:25
Helgi, enn og aftur, á Íslandi er kristni vandamálið, ekki múhameðstrú. Það er engin ósamkvæmni hérna.
En ég hef skrifað gegn íslam, og alveg ágætlega óhræddur meira að segja.
Tjah...ég skrifaði t.d. greinina Í fótspor falsspámanns.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2013 kl. 18:35
Þetta er bara bull, menn gagnrýna yfirleitt þá trú sem er mest í kringum þá, hér á íslandi er það kristni.
Annars eru kristni og íslam ekkert svo ólík trúarbrögð, þetta er eiginlega sami grauturinn, sami guð, bara múslímar samþykkja ekki Jesú sem guð heldur sem spámann eins og Muhammad.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 20:32
Muhammad er ekki spámaður eins og Jesús, skv. Islam, heldur spámaðurINN. Litið er á hann sem fullkomnustu mannveru sem hafi lifað og þá sem eigi að vera öllum öðrum mannverum fyrirmynd. Því er jafn mikill áhugi sýndur persónulegu lífi hans og ritningum. Hann er fyrirmyndin, sá sem á að miða líf sitt og gjörðir við. Sharia í sínum mörgu túlkunum byggir á því sama. Jesús, skv. Islam var aftur á móti "bara" spámaður. Ekki þessi síðasti og heldur ekki þessi sem allir eiga að reyna að herma eftir.
U (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 21:48
Og þetta er ekki "sami grauturinn". Kristni og Islam eiga það sameiginlegt að vera grautar, sambræðsla úr hinu og þessu. En þær eru langt því fram "sami grautur". Það er margt í kristni grautnum sem er ekki í þeim Islamska, og öfugt.
U (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 21:50
Algjörlega sammála Helga og FBI.
Femínistar tala í kross, hræsni.
Og 78 samtökin eru að pönkast í Rússlandi staðinn fyrir múslimalönd.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2013 kl. 23:04
Kristni og Íslam er sami grauturinn. Kristnir eru nánast hættir að drepa fólk fyrir það að trúa einhverju öðru (nú, eða engu), en afköstuðu vel fyrr á öldum. Engum skyldi detta í hug annað en að kristnar kirkjur myndu drepa trúleysingja í dag líka, ef þær hefðu vald til þess. Þjóðkirkjan líka.
Til allrar hamingju höfum við ýtt kristni út á jaðar samfélagsins. Íslam virðist hafa sterkari ítök í múslímskum samfélögum, en þó er það kannski ekki eins einleikið og lesa má af fréttum. Til dæmis eru 5/6 uppreisnarmanna í Sýrlandi "veraldlega" sinnaðir í þeim skilningi að þeir vilja ekki að Íslam verði ráðandi afl í samfélaginu. Enda sjá þeir, alveg jafn vel og við hin, hversu hættulegt það er ef trúin nær að stjórna samfélaginu.
Eitt allraversta einkenni Íslam sem trúar er áherslan á misrétti kynjanna. Þetta er því miður rótgróið í sjálfri trúnni, jafnvel enn verr en í kaþólsku. En margir múslímar sjá þetta vandamál líka og vilja breyta þessu. Nýlega gekk mótmælaalda yfir Arabaheiminn þar sem ungir menn tóku myndir af sér í kvennmannsfötum og birtu á Netinu til að mótmæla reglum um klæðaburð kvenna.
Hvað varðar samkynhneigð þá er Íslam og Kristnin mjög svipuð - Kristnin kannski eitthvað harðari í andstöðu sinni, samkynhneigð er nefnilega oftast ekki nefnd í íslömskum ríkjum (nema stundum í Marokkó þar sem konungurinn er samkynhneigður).
Mun fleiri lönd en Rússland hafa nýlega hert löggjöf varðandi samkynhneigða, en ekki er hægt að mótmæla öllum jafnt og velja andstæðinga eftir því hvaða trúarbrögð eru ríkjandi í því landi. Rússar eru stórþjóð, Pútín áberandi í heimsfréttum, og til stendur að halda stóra íþróttaviðburði í landinu á næstunni. Allt beinir það athygli manna að Rússlandi umfram önnur lönd.
Aðalatriðið er að það er samfélagið sem breytir trúnni, ekki öfugt. Kristni er í dag orðin meinlítil vegna þess að samfélagið hefur breyst. Sama á eftir að gerast með Íslam, því meira sem múslímar sjá af Vesturlöndum, því fljótari verða breytingarnar heimafyrir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.9.2013 kl. 06:05
Brynjólfur
Hvaða heimildir hefur þu fyrir þvi að 5/6 eru veraldlega sinnaðir en ekki islamistar?
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2013 kl. 06:52
Þetta var nú tekið úr ýtarlegri grein sem ég las í Politiken fyrir rúmri viku (15. sept). Þar voru viðtöl við fjölda uppreisnarmanna samt farið yfir stöðuna: Uppreisnarmenn hafa á valdi sínu 6 fylki með um helming íbúa landsins. Eitt af þessum fylkjum, og alls ekki það stærsta, er á valdi íslamista sem flykkjast nú þangað og hafa dregið sig að mestu frá öðrum svæðum.
Blaðið áætlaði að fjöldi íslamista væri í raun minni en 1/6 en það er auðvitað mjög erfitt að henda reiður á því.
Blaðið keypti ég í sjoppu og henti daginn eftir, ég hef ekki getað fundið greinina á Politiken.dk en samkvæmt þessari grein telur John Kerry að íslamistar séu 10-15 prósent (Bretar hafi hinsvegar áætlað allt að helming).
Hér er svo önnur og nýlegri grein þar sem það er fullyrt að helmingur sé íslamistar. Hins vegar teljast jihadistar (róttækir íslamistar, t.d. al Quaeda) vera fámennir, kannski 10.000 af 70 - 100.000 uppreisnarmönnum. John Kerry segir þarna að 15-25% séu róttækir íslamistar.
Þetta er allt mjög óljóst, en samt virðist mega áætla að róttækir íslamistar séu fámennir og að veraldlegir uppreisnarmenn séu minnst helmingur. En á það hefur einnig verið bent að á síðustu tveimur árum hafa veraldlegir uppreisnarhópar tekið meira lit af íslam, orðið íslamískari, enda er trúin þarna, eins og svo oft áður og annars staðar, öflugt sameiningartákn.
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.9.2013 kl. 09:00
Annars er Robert Fisk hjá Independent sá sem ég tek mest mark á þegar kemur að umfjöllun um Sýrland. Hann kaupir ekki vestrænan áróður (né Sýrlenskan) og er mjög á móti hugsanlegum árasum BNA og fleiri. Hann skrifaði athyglisverða grein í gær um rök Rússa fyrir því að sýrlenski herinn hafi ekki staðið á baki eiturefnaárásarinnar.
En ég sé hann hvergi nefna hugsanleg hlutföll íslamista neins staðar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.9.2013 kl. 09:10
athyglisvert
sleggjan (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 09:35
Og þannig tala hinir fáfróðu. Sum okkar hafa lesið, numið og lært, og vita hvaðan hlutirnir koma og hvert var upphaf þeirra. Hinn dæmigerði plebbi les auðvitað ekki lengra en aftur að frönsku byltingunni og skilur ekki neitt, síst af öllu hvað sjálfa byltinguna varðar og uppruna hennar.
U (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 14:32
"Þetta lítur allt eins út" sagði ferðamaðurinn sem virti fyrir sér Kínverjana á götunum. "Þetta er allt sama súpan" sagði sá fáfróði sem hafði ekki virt fyrir sér hlutina að ráði. Við hlógum að þeim.
U (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 14:33
,,Engum skyldi detta í hug annað en að kristnar kirkjur myndu drepa trúleysingja í dag líka, ef þær hefðu vald til þess. Þjóðkirkjan líka.". Brynjólfur. Þannig að Biskupsstofa myndi (ef hún hefði vald til þess) gefa út almenna tilskipun til presta þjóðkirkjunnar að skjóta á færi þar sem næst til trúleysingja? Ég reikna með að þetta sé (frekar lélegur) brandari. En ef ekki mæli ég með því að þú leitir þér aðstoðar.
Guðmundur St Ragnarsson, 23.9.2013 kl. 22:57
Þessi geðsjúkdómur kallast víst ofsóknarbrjálæði og er oftast fylgifiskur alvarlegri geðsjúkdóma eins og geðklofa. Gangi þér, Brynjólfur. Láttu mig vita þegar prestur skýtur þig á færi, nunna myrðir dóttur þína, Hvítasunnumenn ganga berseksgang og skjóta á menn í Kringlunni, aðventistar sprengja upp strætisvagna og óður múgur íslenskra fríkirkjumanna veður um og myrðir köldu blóði áhangendur annarra trúarbragða. Ætli það verði ekki sama daginn og búddhistar lýsi yfir heilögu stríði gegn Bahai trúarmönnum. Samhryggist þér.
Sigurður. (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 23:06
Guðmundur og Sigurður, takk fyrir viðbrögðin! Ég hélt að það hefði enginn tekið eftir þessari léttu ögrun!
Fyrst smá punktur um orðaval: Ég nota orðið "kirkja" og "kirkjur" hér fyrir neðan alfarið í merkingunni "skipulögð kristin trúfélög", samanber Þjóðkirkjan og Kaþólska kirkjan. Ég er alls ekki að tala um byggingar!
Kristin kirkja hefur langa sögu af því að drepa trúvillinga og trúleysingja, bæði sú kaþólska og sú lúterska og fleiri. En auðvitað dettur mér ekki í hug að Þjóðkirkjan fari að drepa fólk í dag (eða hafi nokkur áform þar um) - það væri hrein fásinna. Enda setti ég fyrirvara: " ... ef þær hefðu vald til þess." Hér fyrr á öldum höfðu kristnar kirkjur (Kaþólska kirkjan, Lúterska kirkjan, Réttrúnaðarkirkjan, Biskupakirkjan) vald til þess, í samræmi við samfélagsgerð þess tíma, og þær stunduðu það vissulega þá að drepa fólk fyrir trú sína - og hér er mikilvægt að hafa í huga að þessar kirkjur sem drápu eru sömu kirkjurnar og við búum við í dag, boðandi sömu trúarbrögðin, að einhverju leyti með sömu eignirnar, lesandi sömu bækurnar.
Samfélag okkar á Vesturlöndum hefur breyst stórkostlega, allt frá upplýsingartímanum á 18. öld og með þróun lýðræðis og réttarkerfis á þeirri 19. og 20. Kirkjan breytist með samfélaginu, í dag finnst okkur það auðvitað fáránlegt að kirkjan færi að drepa fólk, einfaldlega af því að við búum ekki í þannig samfélagi!
En kirkjan drap fólk þegar samfélagið var öðruvísi. Í okkar samfélagi fengi kirkjan aldrei vald til þess, hvorki lagalega, siðferðilega eða trúarlega, til að taka fólk af lífi. Og vel að merkja, kirkja mótuð af nútíma samfélagi dytti aldrei í hug að fara fram á slíkt vald. En í 1500 af 1900 ára sögu Kristinnar kirkju tók hún sér þetta vald, í samræmi við samfélagsgerðir þeirra tíma.
Punkturinn er þessi: Ef múslímar stunda það í dag að drepa fólk fyrir trú (eða trúleysi) þá geta þeir það af því að það samfélag sem þeir búa í leyfir slíkt. Alveg eins og samfélag okkar á Vesturlöndum leifði slíkt fyrir 300 árum. Íslam er ekkert verri en Kristni í þessu samhengi, bæði trúarbrögð drepa trúvillinga ef samfélagsgerðin býður upp á það.
En samfélag múslíma er víða að taka mjög hröðum breytingum í átt til lýðræðis, réttarfars, mannréttinda. Um leið og samfélagið breytist verður Íslam meinlaust. Alveg eins og Kristni er í dag orðin vita meinlaus.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.9.2013 kl. 05:15
Niðurlag síðustu færslu Brynjólfs er eitthvað svakalegasta dæmi sem ég hef séð um fáfræði og heimsku í sögu alnetsins.
farmann (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 17:13
Hinn dæmigerði hálfmenntaði íslenski besserwisser er andkristinn rasisti og þröngsýnn með afbrigðum, en ver samt múslima og samkynhneigða. Hann velur sér pólítískt korrekt og samfélagslega viðurkennd skotmörk, og ver einungis málstaði sem eru vinsælir hjá eigin líkum, oftast vegna þess að það að verja þessa málstaði gefur um leið kost á því að sparka á einhvern hátt í samfélagslega viðurkennd skotmörk og "scape goats". Hann hættir sér aldrei út á áhættusvæði hvorki í umræðum sínum né hugsunum. Ekki stundar hann beinlínis það sem kallast "hugsun", og þó svo væri hefði hann ekki hugrekki til að komast að eigin niðurstöðum og gangast við þeim. Fullyrðingaglaður er hann mjög og gefinn fyrir einfeldningslegar alhæfingar. Hann er fljótur að komast að skoðunum sínum og leggur sig ekki fram við skoðanamyndun. Dómgreind hefur hann í minna lagi, en hjúpar sig þó vísindalegri slikju og þykist vera skynsamur til að ganga í augun á mönnum sem hafa til að bera svipað andlegt atgerfi.
µ (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.