Skynsamleg nálgun

"Niðurstaða fundar samninganefndar Starfsgreinasambandsins er að semja beri til skamms tíma vegna óvissu í efnahagsmálum"

Það er skynsamlegt að taka mið af efnahagsmálum. 

En sú krafa að henda skattpeningum í leigumarkað er glapræði og ég veit að ríkisstjórnin mun aldrei taka það til greina.

Leiga á Íslandi er ekki há í sögulegu sambandi ef við leiðréttum fyrir verðbólgu. 

Þetta félagslega leigu rugl er einhver tískubóla í umræðunni í dag. 

Ein leið sem væri góð er að afnema fjármagstekjuskatt. Þá mun húsaleiga lækka. 

hvells


mbl.is Semja beri til skamms tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það vilja allir að hið opinbera hjálpi þeim. Bráðum verða ráðnir aðilar til að skeina fólki - þá geta yfirvöld sagt að þau hafi útrýmt atvinnuleysi.

Já, afnám fjármagnstekjuskatts myndi án efa hafa jákvæð áhrif en ef auka á framboð leiguhúsnæðis þarf meira.

Í dag er mjög erfitt að losna við leigjanda sem ekki borgar og lendir það allt saman á leigusalanum - kostnaður og fyrirhöfn. Minnka þarf réttindi þeirra sem leigja þannig að auðveldara sé að henda út þeim sem eru skítalabbar. Ég veit um aðila sem leigir ekki út húsnæði vegna þess að hann lenti í vandræðum með leigjanda (sá borgaði ekki mánuðum saman) og hann nennir ekki að standa í þessu aftur - finnst það ekki peninganna virði.

Helgi (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 16:53

2 identicon

Algjörlega , lækka fjármagnstekjuskatt, mjög brýnt.

sl

Sleggjan (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband