Framtíðin

Það er ljóst að margir Íslendingar vilja ganga í ESB. Flest fyrirtæki sem skapa atvinnu og gjaldeyristekjur hér á landi vilja ganga í ESB. Enda mikið hagmsunamál. Nýsköpunarfyrirtæki eru að flýja Ísland á hverjum degi.

Á eftir standa örfáir fátækir bændur sem muna stunda sjálfsþurftarbúskap hér á landi ef við höldum áfram á þesssari braut.

hvells


mbl.is Íslendingar aldrei viljað í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

"Á eftir standa örfáir fátækir bændur sem muna stunda sjálfsþurftarbúskap hér á landi ef við höldum áfram á þesssari braut."

Minnir óneitanlega á áróður já-sinna um frostaveturinn mikla og Kúbu norðursins í Icesave deilunni. Fólk er fyrir löngu hætt að hlusta á svona heimskulegan hræðsluáróður.

Pétur Harðarson, 21.9.2013 kl. 11:03

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Trúið þið virkilega þessu úrtölu rausi ykkar?

Í þesari viku var tilkynnt um milljarða fjárfestingar alþjóðlega lyfjatæknifyrirtækisins Halvogen. Gríðarleg uppbygging í hátækni lifjaþróunariðnaði á Íslandi. Og forsvarsmenn fyrirtækisins segja að Ísland sé mjög áhugaverður kostur og ákjósanlegur staður af tæknilegum og viðskiptalegum ástæðum.

Síðan sjást alls staðar skýr merki um bullandi vöxt og sókn í íslensku athafnalífi.

Gríðarlegur vöxtur í fiskeldi, nýsköpun og orkuiðnaður, ferðamannaiðnaður og nýsköpun á þeim sviðum, hótel og fluvélastarfssemi. Loðdýrarækt, ylrækt, ýmiskonar menningartengd starfssemi í mikill sókn og grósku.

Ný fjárfesting í nýjum fiskiskipum og hátækni fiskiðjuverum.

Svo rausið þið um ESB og vegna þess að þjóðin vill ekki þarna inn þá verði hér einhver frostavetur og alkul einhverskonar Norður Kórea.

Það er varla í lagi með ykkur.

Gunnlaugur I., 21.9.2013 kl. 11:17

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Formaður Samtaka iðnaðarins hefur áhyggjur af því hversu mörg vaxandi tækni- og hugverkafyrirtæki hafa flutt, eða íhuga að flytja úr landi. Gjaldeyrishöft og óboðlegur gjaldmiðill spila þar stærsta rullu.

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, skrifar grein um stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi í Fréttablaðið í dag. Þar kemur fram að það sem af er ári hafi nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásat dýrmætu starfsfólki. Þeirri þróun þurfi að snúa við.

Í hádegisfréttum RÚV segir Svana að fleiri fyrirtæki séu á barmi þess að flytja úr landi, en nýverið flutti Marorka höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Þetta sé nánast óhjákvæmileg afleiðing þess þegar erlendir fjárfestar sýni íslenskum sprotafyrirtækjum áhuga.

Og þegar þetta gerist þá gera fjárfestarnir kröfur um það að fyrirtækin flytji höfuðstöðvar sínar frá Íslandi, vegna þess að það er of mikil áhætta fyrir erlenda fjárfesta að vera með peningana sína á Íslandi, innan gjaldeyrishafta. Fyrirtækin eiga ekkert val. Og þá flytja þau, og stjórnendurnir með, utan.

Svana nefnir fleiri ástæður en gjaldeyrishöftin. Krónan sé óboðlegur gjaldmiðill í milliríkjaviðskiptum og framboð á sérhæfðu starfsfólki sé lítið. Afar erfitt hefur reynst að fá slíkt starfsfólk frá útlöndum.

Fólk fæst ekki lengur til að flytja til landsins og vinna í íslenskum fyrirtækjum nema í undantekningartilvikum vegna þess að lífskjörin eru bara svo slæm. Það er bara þannig að Ísland er ekki nógu aðlaðandi fyrir hvorki fólk né fyrirtæki.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/09/19/formadur-si-island-er-hvorki-nogu-adlandi-fyrir-folk-ne-fyrirtaeki/

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2013 kl. 11:26

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Fólk fæst ekki lengur til að flytja til landsins og vinna í íslenskum fyrirtækjum nema í undantekningartilvikum vegna þess að lífskjörin eru bara svo slæm." Afverju hækkar þá viðkomandi ekki bara launin? Sennilega af sömu ástæðu og við ættum ekki að ganga í ESB

Hvað kemu næst hjá ESBsinnum, ætlar ESB að draga skerið suður á boginn?

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.9.2013 kl. 11:47

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Geta ekki hækkað launin vegna lélegs rekstrarumhverfis m.a útaf gjaldeyrihöftum, ökurvöxtum og fleira sem mun leysast með ESB aðild

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2013 kl. 12:13

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Okurvextir eru tilkomir vegna skorts bankanna á fármagni til þess að lána, m.ö.o. lítið eigið fé og lítill sparnaður og því taka bankarnir lán til þess að lána. Breytist lítið með ESB aðild, nema náttúrulega fyrir utan að við förum sömu leið og Grikkland

 "Geta ekki hækkað launin vegna lélegs rekstrarumhverfis m.a útaf gjaldeyrihöftum" Við vitum báðir að þetta er kjaftæði. Ef þeir vildu bæta lífskjör starfsmanna sinna myndu þeir bara hækka veriðið á vörum sínum og launin þar á eftir. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2013 kl. 09:22

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

lítið eigið fé?

Landsbankinn er með 25,9% eigið fé sem er met í Evrópu.

Nær enginn banki starfandi í heimnum í dag er með eins mikið eigið fé og þeir íslensku.

Þú hefur einfaldlega enga hugmynd um hvað þú ert að segja drengur!!!!!

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2013 kl. 09:28

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þú getur ekki "bara hækkkað verðið á vörunum" 

þá endar það með því að samkeppninn bíður betur og þú missir viðskipi og endar með því að fyritækið þitt fer á hausinn og starfmaðurinn sem fékk hærri laun í smá tíma verður atvinnulaus.

hefur þú gert þér grein fyrir hvað ótrúlega heimskur þú ert? Bara greindavísitala og alles? hefur allavega ekki hundvit á efnahagsmálum.... ég mundi bara snúa þér að einhverju sem þú kannt... t.d hundaræktun eða eitthvað álíka.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2013 kl. 09:30

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"hefur þú gert þér grein fyrir hvað ótrúlega heimskur þú ert? Bara greindavísitala og alles?" "Þú hefur einfaldlega enga hugmynd um hvað þú ert að segja drengur!!!!!" Það er staðreynda að þegar rök þrjóta er gripið í persónuníð. Eins og við höfum oft rökrætt ættir þú að vita betur. Þar fyrir utan, ef það lýtur út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá er það það að öllum líkindum.

"þá endar það með því að samkeppninn bíður betur og þú missir viðskipi og endar með því að fyritækið þitt fer á hausinn og starfmaðurinn sem fékk hærri laun í smá tíma verður atvinnulaus." Útá hvað gengur innganga Íslands Í ESB?

"Landsbankinn er með 25,9% eigið fé sem er met í Evrópu" Hvað skulda bankarnir erlendum bönkum mikið?

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2013 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband